Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.6.2010 | 10:42
Manstu ekki eftir mér
19.6.2010 | 20:18
Forsjárhyggja dauðans
Ég hef, þrátt fyrir mikla ást á nágrannalöndum okkar Íslendinga, verið alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég hef ekki séð tilganginn með því alveg burtséð frá því hvað við þurfum að gefa eftir í staðinn.
Ég hef haft trú á að þjóðin muni rétta af sinn efnahagshalla og ná sáttum um framhaldið við stórskulduga einstaklinga sem og fjármagnseigendur. Ég hef alltaf talið að atvinnurekendur og launþegar ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta og myndu sjá um að leita jafnvægis í þeirri baráttu þannig að sem flestir væru sáttir. Það þurfa hinsvegar að vera stjórnendur sem hugsa um hag viðkomandi aðila en ekki sinn pólitíska metnað sem leiða þessar fylkingar.
Í mínum huga eru þau ríki sem eru í EU mikil regluríki. Allt skal vera eftir ákveðnum staðli og reglum. Hjólastólalyftur til dæmis eiga að taka ákveðin mörg kíló samkvæmt Evrópustaðli sem er langtum minna en alþjóðastaðallinn krefst. Fólk sem er með þunga stóla og sjálft þungt getur því lent í vandræðum og þá er ekkert um að ræða að kvarta yfir að lyftustóllinn taki ekki nóg.
Forsjárhyggja dauðans alla leið með tilheyrandi leiðindum. Það er svipað og það að komast aldrei undan verndandi móðurhendinni með föðurhöndina, refsiglaða, blikandi á lofti. Allt er bannað eða leyft með ákveðnum skilyrðum og yfirvofandi refsingum.
Boð og bönn, í of miklu magni, slæva eðlislæga skynsemi og hótanir um refsingar eru ekki líklegar til að virka.
Öxlum ábyrgð og gerum hlutina sjálf.
18.6.2010 | 16:01
Brúðkaupið
Ég er nú stödd í Stockholm á árlegum stjórnarfundi NHF -Nordiska Handikappförbundet- Bandalagi fatlaðra á Norðurlöndum. Það er bæði erfitt og skemmtilegt en þó fyrst of fremst fróðlegt.
Við vorum að skipuleggja ráðstefnu sem á að halda í september heima á Íslandi og ég var búin að óska eftir þátttöku Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra og fleiri fyrirlesara áður en ég fór að heiman. Þá var ráðherrann í útlöndum og ekki hægt að fá svar hjá honum.
Ég hringdi í ráðuneytið í lok fundar, þegar verið var að ákveða tíma, spurði um þátttökuna og gaf bara smá umhugsunarfrest því ráðherra var í símanum. Síðan hringdi ritarinn með "já" nokkrum mínútum seinna. Þeir ætluðu ekki að trúa mér fundarmenn en ég var afar ánægð með ráðherrann sem ætlar að splæsa laugardagstíma á okkur.
Annars er frábært að vera hér í minni uppáhaldsborg, nema umferðin. Fólk þyrpist til borgarinnar til að vera við brúðkaup Viktoríu prinsessu og einkaþjálfarans á morgun. Ég er að hugsa um að bregða mér hér fyrir hornið á Nordic Sea hótelinu og reyna að grípa brúðarvöndinn en það er talið áhrifaríkt.
12.6.2010 | 17:45
Brno-kunnátta kynslóðanna
Ég er nú stödd í borginni Brno í Czeck Republic, í verkefnavinnu á vegum Evrópusambandsins. Það er búið að vera yndislegt að vinna með því fólki sem vinnur í þessu verkefni en nú er komið að leiðarlokum. Það er einn af kostunum við að vera í EES að geta nýtt sér aðgang að Menntastefnu Evrópusambandsins, sótt og miðlað þekkingu og myndað tengsl við reynslumiklar vinaþjóðir.
Það er alltaf gaman að koma á nýja staði og sjá hvernig lífið gengur fyrir sig. Ég velti því alltaf fyrir mér þegar ég kem í svona fjölmenni, og eins á afar fámenna staði, hvernig lífið gangi fyrir sig og hvort fólk sé hamingjusamt.
Hér í Brno er allt frekar rólegt að mínu mati en það kann að vera út af árstímanum og eins hinum lamandi hita sem liggur yfir borginni. Sól og 35 ° hiti, logn og moskítóflugur sem eru í meira lagi þetta árið, segja menn hér.
Hótelið er afar þægilegt með nettengingu á hverju herbergi og allt til alls. Mér leist þó ekki á blikuna þegar við komum og það leit út fyrir að lyfturnar á hótelinu væru ekki hjólastólafærar. Af þremur lyftum í móttöku var þó ein sem gat tekið hjólastól en það mátti ekki muna fingurbreidd og það var bara léttur stóll en ekki rafmagnsstóll sem um ræðir.
Hér býr hálf milljón manna og þó fólkið sé þægilegt þá virkar það ekki þannig á mig að það sé hamingjusamt. Það leiðir hugann að því hvernig útlendingar upplifi Íslendinga og þá sérstaklega Reykvíkinga nú til dags. Ég verð þó að viðurkenna að ég vildi heldur búa þar heldur en í Brno en það er bara út af veður- og flugnafari.
Kópavogur hinsvegar er staðurinn þar sem allt er að gerast og gleði skín úr hvers manns fasi -eða þannig :))
8.6.2010 | 23:29
Æ ég er svo gömul
2.6.2010 | 17:52
Sumarnótt
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2010 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2010 | 20:11
Gleðilegt sumar
Nú er sumarið komið samkvæmt hefðbundinni dagskrá almanaksins. Þó enn sé frekar grátt um að litast hér suðvestanlands og allt í ösku og leir sunnan til á landinu þá er sálin að taka við sér og ekki laust við að fiðringur fari um brjóstið. Víst eru plöntur aðeins að taka við sér og svo vorboðinn óvefengjanlegi, hreinsunardeild Kópavogsbæjar, farin að minna á sig. Það kallar á vorverk í garðinum og undirbúning ýmiskonar. Ef guð lofar mun ég fá handrið á tröppurnar sem búin eru að vera í smíðum hjá ákveðnu fyrirtæki og áttu að vera til afhendingar fyrir mörgum vikum síðan. Þegar það er komið verður hægt að hefja málningarvinnu utanhúss. Það fer óskaplega í mig að geta ekki klárað verk sem ég er byrjuð á. Golfið er líka um það bil að byrja og er reiknað með að minn heimavöllur opni 8. maí samkvæmt síðustu fréttum. Ég mun nýta mér það strax og vera dugleg að spila í allt sumar. Ný markmið varðandi forgjöfina í smíðum og miklar væntingar.
Óska öllum gleðilegs sumars og góðs árangurs í markmiðum sínum.
21.4.2010 | 22:30
Fallnar forystukonur
Á síðustu helgi var kastljósinu beint að kvenskörungum í íslenskri pólitík. Konur sem horft hefur verið til sem mikilla forystukvenna hafa nú þurft að yfirgefa vettvang stjórnmála til lengri eða skemmri tíma.
Samviskan marga þung nú þjakar,
þingmenn hverfa einn og einn.
Öldur flæða víst aldrei stakar,
var enginn hérna hreinn og beinn? (TH)
Það var ömurlegt að horfa á járnfrú Samfylkingarinnar niðurbrotna yfir gerræðislegum vinnubrögðum sínum þann stutta tíma sem hún sat við völd á þjóðþingi Íslendinga. Þessi kona sem hefur verið fyrirmynd íslenskra kvenna í áraraðir og var þvílíkur töffari að hún skákaði bresku járnfrúnni sem virkaði mjúk og mild í samanburðinum. Nú grét hún í hálsakot síns hógværa eiginmanns. Nú þurfti hún fyrirgefningu og skilning. Nú var hún ekki lík Davíð. Hún brást sjálfri sér, flokknum, kjósendum og þjóðinni. Hún brást einnig sem fyrirmynd. Þetta er erfitt að sætta sig við og fyrirgefa.
Framganga hennar við samráðherra sinn og ráðherra bankamála verður lengi í minnum höfð sem og hennar eigið getuleysi til að taka ákvörðun á móti peningamönnum og yfirborguðum ráðgjöfum bankanna.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins var ekki eins hágrátandi og virtist ekki eins sannfærð um sína sekt og félagar hennar í flokknum og mest öll þjóðin. Kannski er það afneitun, kannski ekki. Hún sló um sig með hástendum ofurvæmnum yfirlýsingum um elskuverðan eiginmann sinn, sem skilja mátti sem svo að hafi brugðist í dómgreind fyrir þau bæði. Hún var ekki það ærleg að hætta alveg á þingi og borgar því lágmarksgjald fyrir sinn þátt í blekkingaleiknum við almenning sem meðal annars birtist í hrokafullri framkomu við erlendan bankasérfræðing sem hingað kom og varaði mjög við ógnvænlegri stöðu bankanna, mörgum mánuðum fyrir hrun.
Ég vona að íslenskar konur í pólitík verði sjálfstæðar og óháðar í framtíðinni og axli sínar ákvarðanir af ábyrgð og heiðarleika á réttum stað á réttum tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.4.2010 | 18:46
Ertu down Gordon Brown
Það er óhætt að fullyrða að það eru ekki margir Bretar sem ekki hafa heyrt um Ísland getið og auðvelt að giska á hver þeirra hugur er um þessar mundir.
Askan svört nú álfu skekur
í Englandi er allt í steik
Grimma reiði gosið vekur
Gordon Brown á næsta leik
16.4.2010 | 23:05
Jafntefli
Rosalega var ég hamingjusöm með jafntefli við Frakkana. Það er unun að horfa á franska liðið spila enda besta lið í heimi. Strákarnir okkar gáfust ekki upp og fóru með sóma frá þessum leik. Réttast væri að "aska" Frakkana í smá tíma og spila við þá þar til þeir fara að venjast því að tapa fyrir okkar liði. Ég hlakka til að sjá leikinn á morgun og svo verður spennandi að sjá hvort Man. City tekur ekki United í bakaríið á morgun.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 122295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko