Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Gleðistundir á golfvellinum

Golfið 2011 020Mikið finnst mér gott að sumarið sé komið. Nú er hægt að spila golf nánast alla daga án þess að það sé beljandi stormur með tilheyrandi kulda. Nú er ég kominn í þann hóp sem getur farið að spila um miðjan daginn og það geri ég. Ég er semsagt farin að spila með krökkum, eftirlaunaþegum, atvinnulausum og gamla fólkinu. Það er stórkostlegt að geta kynnst nýju fólki nánast á hverjum degi án þess að það sé í gegnum vinnu. Vellirnir mínir sem eru Vífilstaðavellirnir, Leirdalur og Mýrin, skarta sínu fegursta um þessar mundir. Þeir eru þó ekki alveg að sýna sínar bestu hliðar en þá er ég að tala um eðlilegt rennsli á flötunum.

Ég hef stundum vellt því fyrir mér hvort ekki sé eðlilegt að Heilbrigðismálaráðuneytið styrkji sérstaklega þá starfsemi sem felst í iðju eldri borgara í golfklúbbum landsins. Það hlýtur að spara mikið i heilsugæslunni að fólk stundi útivist og geðbætandi íþróttir.

Framundan er nú Meistaramót klúbbanna og hjá okkur er það frá 10.-16. júlí. Þá er ég hrædd um að klúbbhúsið okkar verði heldur lítið en þetta er annar stærsti golfklúbbur landsins. Það verður örugglega gaman þá þó ekki sé það alltaf gott fyrir forgjöfina að keppa í marga daga í senn.

Golfið 2011 019


Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband