Leita í fréttum mbl.is

Fallnar forystukonur

Á síðustu helgi var kastljósinu beint að kvenskörungum í íslenskri pólitík. Konur sem horft hefur verið til sem mikilla forystukvenna hafa nú þurft að yfirgefa vettvang stjórnmála til lengri eða skemmri tíma.

Samviskan marga þung nú þjakar,

þingmenn hverfa einn og einn.

Öldur flæða víst aldrei stakar,

var enginn hérna hreinn og beinn?   (TH)

Það var ömurlegt að horfa á járnfrú Samfylkingarinnar niðurbrotna yfir gerræðislegum vinnubrögðum sínum þann stutta tíma sem hún sat við völd á þjóðþingi Íslendinga. Þessi kona sem hefur verið fyrirmynd íslenskra kvenna í áraraðir og var þvílíkur töffari að hún skákaði bresku járnfrúnni sem virkaði mjúk og mild í samanburðinum. Nú grét hún í hálsakot síns hógværa eiginmanns. Nú þurfti hún fyrirgefningu og skilning. Nú var hún ekki lík Davíð. Hún brást sjálfri sér, flokknum, kjósendum og þjóðinni. Hún brást einnig sem fyrirmynd. Þetta er erfitt að sætta sig við og fyrirgefa.

Framganga hennar við samráðherra sinn og ráðherra bankamála verður lengi í minnum höfð sem og hennar eigið getuleysi til að taka ákvörðun á móti peningamönnum og yfirborguðum ráðgjöfum bankanna.

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins var ekki eins hágrátandi og virtist ekki eins sannfærð um sína sekt og félagar hennar í flokknum og mest öll þjóðin. Kannski er það afneitun, kannski ekki. Hún sló um sig  með hástendum ofurvæmnum yfirlýsingum um elskuverðan eiginmann sinn, sem skilja mátti sem svo að hafi brugðist í dómgreind fyrir þau bæði. Hún var ekki það ærleg að hætta alveg á þingi og borgar því lágmarksgjald fyrir sinn þátt í blekkingaleiknum við almenning sem meðal annars birtist í hrokafullri framkomu við erlendan bankasérfræðing sem hingað kom og varaði mjög við ógnvænlegri stöðu bankanna, mörgum mánuðum fyrir hrun.

Ég vona að íslenskar konur í pólitík verði sjálfstæðar og óháðar í framtíðinni og axli sínar ákvarðanir af ábyrgð og heiðarleika á réttum stað á réttum tíma.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: IGÞ

Það er núna sem afleiðingar hrunsins er að myrkva sálir margra saklausra einstaklinga og fjöldskylna.

Er rétt að álygta svo að stjórnmálamenn hafi með framferði sínu misboðið svo almenningi (áður nefndir ekki þjóðin) að þeir hafi kallað yfir sig götubardaga?

Við vonum að það muni aldrei verða.

Hví ertu svona döpur hví ertu svona sár

hvað var það sem fékk þig til að fella tár?

En mundu samt að þar er miklu betra en allt

að lífið heldur áfram og aftur verður bjart.

Og munum að öllum getur orðið á og fyrirgefningin hefur sitt góða gildi. Og ekki hvað síst í myrkviði stjórnmálanna.

IGÞ, 21.4.2010 kl. 23:04

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll IGÞ. Er ekki hægt að misnota fyrirgefninguna eins og allt annað? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.4.2010 kl. 22:28

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég ætla nú bara að misnota aðstöðu mína hérna gróflega, víkja ekkert að konunum, en óska þér yndislega (og reyndar þegar ég hugsa mig um "fallna" líka) gleðilegs sumars, í von um að það færi þér ekkert nema eintómar gleðistundir í golfi og kannski fleiru líka eins og "Gumastríðni" haha!

SEt hérna litla stöku með Kolla, sem ég og mín elskulega móðir hún Inga G. sömdum saman. Gaf hún mér fyrri partin að glíma við sem svona afmælisánægju fyrir mig þann 19 og úr varð þetta:

Lífið við mig leikur enn,

léttfætt nálgast vorið.

Mjög er glöð að mega senn,

með því taka sporið!

(gæti alveg trúað að þú gætir gert innihaldið léttilega að þínu?!)

Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2010 kl. 22:09

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll minn kæri bloggvinur. Mikið er gaman að sjá til þín aftur eftir smá fráhverf hverra hluta sem það nú var. Áttu semsagt afmæli 19. apríl á fermingardaginn minn? Fæddur tveimur árum eftir að ég fermdist hahahahaha. Já ég hef nú gaman af að gantast við guma og meira en minna við suma hahaha. Þú veist að þú ert í uppáhaldi og eins hann Gúndi glans sem þú varst einhvertíma að stríða líka ef ég man rétt en hann kommentaði um ágæti mitt á þínu bloggi fyrir margt löngu.

Þessi vel gerða og fallega vísa ykkar mæðgina er eins og samin handa mér svo auðvelt er mér að tileinka mér innihaldið.

1. Lífið leikur við mig og gefur mér æ meira á hverjum degi og þó aldurinn færist yfir þá verður hann mér ekki til trafala með að njóta alls þess yndis sem vorið kallar fram í sálinni svo sem ástarinnar.

2. Ég er opin fyrir léttleika vorsins og tek því fagnandi sem aldrei fyrr og er sjálf léttari í spori en nokkru sinni áður. Ég elska bjartar nætur ilminn af gróðrinum og brosandi fólk sem meira er af yfir sumarið en ella.

3. Gleðin yfir því að fara að njóta sumarsins er mikil og því stíg ég sumardansinn af mikilli gleði bæði gangandi, hjólandi ,dansandi og spilandi  golf.

Já fallna segirðu  já þetta er frekar flókið með þessa pólitík en það er þá ekki úr háum söðli að falla hvað mig varðar og mest út af því að mitt eigið fólk er alltaf að kjósa vitlaust. Kýs ekki einu sinni flokkinn sinn þessir bjálfar hahaha nú verð ég skotin eða skorin heldurðu það ekki ?

----- 

Fallin er nú frúin hjá

Frjálslyndum að sinni,

en líklega mun hún læðast á

lista öðru sinni .

----

Fallin er jú frúin sjálf

Frjálslyndum er sama

Hún var hvorki heil né hálf

og heiminum til ama

Kveðja á þig krúttið mitt. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.4.2010 kl. 14:45

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl mín kæra vinkona. Mikið er gaman að sjá að hinn mjög svo kæri vinur okkar Magnús Geir er farin að ljóða á þig og farinn að "kíkja"inn hjá þér. En mundu "fall"er fararheill. . Verið bæði ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 26.4.2010 kl. 13:17

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Óli minn. Ekki er nú verra ef þú ert farinn að kíkja á mig aftur hahaha. Já Magnús okkar hugljúfi kann nú að koma mér til í orðaskaki og ekkert gleður eins og vísukorn frá honum. Vona að þú sért ekki orðinn öskugrár og ekki heldur öskuillur svona nærri gosstöðvunum. Bestu kveðjur Kolla

Ps. Er nokkuð fyrirhuguð ferð á meginlandið á næstunni ? 

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.4.2010 kl. 22:45

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þið talið svo fallega um mig, að mér verður orðavant!

En "að koma þér til" í orðaleikjum eða öðru, það er nú alveg haha! Vísurnar bráðfínar, hafa vonandi nú þegar orðið "Fleygar hjá flokknum?!"

Ekkert nema leti ef ekki bólar á mér,nú eða óttablandin virðing, ei má ónáða hér meyjuna göfugu um of!

En alveg dýrðleg sjálfslýsing á þér sjálfu "Vorblóminu" sem jú kallast á við vísukornið að ofan, en samt held ég nú að þess hafi nú ekki þurft við þannig séð að lífga neitt upp á!

Þú ert nú varla öskubarin kæri Ólafur, ofan á allan sæbarningin, Kolla stríðin að vanda já!

Sumarkveðja til ykkar beggja, góða fólk!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.4.2010 kl. 17:02

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Auðvitað tölum við vel um þig Magnús þar sem við höfum greinilega saknað þín bæði. Skamm skamm fyrir letina.

Hvort vísurnar verða "fleygar" kemur í ljós en þar sem ég er ekki í stjórn eða miðstjórn verð ég varla skömmuð mikið fyrir þær enda bara að bulla og færa í stílinn þér til skemmtunar

Bestu kveðjur til ykkar beggja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.4.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 121919

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband