Leita í fréttum mbl.is

Forsjárhyggja dauðans

ljósm. Sara JóhannesdóttirÉg hef, þrátt fyrir mikla ást á nágrannalöndum okkar Íslendinga, verið alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég hef ekki séð tilganginn með því alveg burtséð frá því hvað við þurfum að gefa eftir í staðinn. 

Ég hef haft trú á að þjóðin muni rétta af sinn efnahagshalla og ná sáttum um framhaldið við stórskulduga einstaklinga sem og fjármagnseigendur. Ég hef alltaf talið að atvinnurekendur og launþegar ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta og myndu sjá um að leita jafnvægis í þeirri baráttu þannig að sem flestir væru sáttir. Það þurfa hinsvegar að vera stjórnendur sem hugsa um hag viðkomandi aðila en ekki sinn pólitíska metnað sem leiða þessar fylkingar.

Í mínum huga eru þau ríki sem eru í EU mikil regluríki. Allt skal vera eftir ákveðnum staðli og reglum. Hjólastólalyftur til dæmis eiga að taka ákveðin mörg kíló samkvæmt Evrópustaðli sem er langtum minna en alþjóðastaðallinn krefst. Fólk sem er með þunga stóla og sjálft þungt getur því lent í vandræðum og þá er ekkert um að ræða að kvarta yfir að lyftustóllinn taki ekki nóg. 

Forsjárhyggja dauðans alla leið með tilheyrandi leiðindum. Það er svipað og það að komast aldrei undan verndandi móðurhendinni með föðurhöndina, refsiglaða, blikandi á lofti. Allt er bannað eða leyft með ákveðnum skilyrðum og yfirvofandi refsingum.

Boð og bönn, í of miklu magni, slæva eðlislæga skynsemi og hótanir um refsingar eru ekki líklegar til að virka.

Öxlum ábyrgð og gerum hlutina sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér sýnsit glitta í almennt viðhorf Íslendinga: " Allt fyrir ekkert"

Finnur Bárðarson, 19.6.2010 kl. 22:01

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Kolbrún,  forsjárhyggja dauðans liggur hjá ESB og gesti þínum, sem er sennilega með soðköku í heila stað. 

Villidýr lifa bara frjáls og það ætla ég að gera uns yfir líkur.   

Hrólfur Þ Hraundal, 20.6.2010 kl. 00:42

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir báðir tveir. Allt fyrir ekkert segir þú Finnur. Ég spyr á móti hvers virði er vinátta sem þarf að borga fyrir. Við erum í fjarbúð við Evrópu og hlítum sömu reglum upp að ca 70 -80 %. Þeir samningar virka í báðar áttir eins og við vitum. Ég vill ekki "allt fyrir ekkert" ég vil samninga og meðan við erum svona fámenn og þar með áhrifalaus innan veggja þessa bandalags getum við ekki tekið þátt í ákvörðunum  um framgang mála. Hvað skyldi t.d. vera á bak við þessa hótun um að refsa löndum sem hafa farið illa að ráði sínu. ( sjá bloggtilvitnun) Á að segja þau óhæf og taka þau yfir eða hvers konar refsing er í vændum hjá EU?  Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.6.2010 kl. 07:03

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hrólfur Ég vil því frekar lifa vilt og frjáls með minna umleikis eins og þú talar um, án þess að geta talist einangrunarsinni því það er ég ekki. Ég elska Evrópu. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.6.2010 kl. 07:04

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín æruverðuga!

Þetta er um of mikil fullyrðing hjá þér um boðin og bönnin Kolla, óteljandi dæmi um hve þau eru nauðsynleg, til góðrar leiðbeiningar borgurunum og síðast en ekki síst, hafa sannarlega skilað árangri til hins betra!

Nærtækt dæmi um boð og sem svo sannarlega hefur skilað ómetanlegum árangri, er lögleiðing bílbelta, sem þó merkilegt nokk, ÍSLENDINGAR ætluðu seint eða aldrei að hunskast til að taka upp!

Dæmi um bann sem svo sannarlega hefur reynst til góðs og sýnir sig meira og meira, er takmörkun á reykingum víðar og víðar, sem ekki aðeins dregur úr líkum á heilsutjóni fólks og óþægindum t.d. á skemmtistöðum, heldur sýnir betur og betur með tímanum hve SKYNSAMLEGT er að viðhafa slíkt og koma því á þrátt fyrir vol og væl um aðrar og neikvæðari afleiðingar.

Gæti haft þetta miklu lengra þér til "Gleði og ánægju" t.d. með spjalli um ES sérstaklega, en sleppi því!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.6.2010 kl. 21:49

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir þetta minn ágæti Magnús.

Já það kann að vera að sumir lesi þennan texta þannig að ég sé á móti ÖLLUM bönnum og boðum en það er ekki þannig, heldur finnst mér orðið of mikið af þeim. Ég vil meira að segja vera með bönn um ýmislegt sem mér finnst ljóst að fólk mun ekki velja sér. Ég myndi t.d banna innflutning á áfengi og tóbaki. Ég er hinsvegar á móti því að það séu "reglur" um alla skapaða hluti. Þú mátt reykja en ekki hér eða hér og helst ekki heima hjá þér. Þar má nefna bönn við súludansi, bönn við vændi, bönn við auglýsingum á áfengi ( sem samt má kaupa) og auglýsingum með kyngreiningu, bönn við akstri í ákveðið marga tíma og bönn við að tala með ákveðnum hætti um kyn og kynþætti. Lög um kynjakvóta á framboðslistum, í stjórnum fyrirtækja og allan ands...

Ef við viljum konur þá kjósum við konur. Ef við viljum ekki vændi þá seljum við okkur ekki eða kaupum blíðu annarra. Þá lokum við ekki augunum í siðferðismálum heldur tökum afstöðu á móti þeim sem ganga of langt í þeim efnum.

Ef t.d. reykingarfólk útilokaði sig frá heilsugæslu nema gegn fullri greiðslu þá myndu sennilega fáir reykja. Ef við hættum að "bjarga" rónum myndu lílega fáir byrja að drekka.

Leyfum fólki að velja en látum það bera ábyrgð. Þeir sem sýna ábyrgð nytu þess með ýmsum hætti t.d í ókeypis heilsugæslu og eflaust eins og þú segir betri heilsu. Bílbelti gætu verið í sama flokki. Ef þú notar bílbelti þá ertu að venda heilsuna og tryggja öryggi þitt. Hver vill það ekki  en ef þú ert töffari og vilt heldur slasa þig, þá er það þitt val og þú sérð um afleiðingarnar .

Ég hef nú fært þetta svolítið í stílinn , eins og þú, en þú skilur meininguna vonandi.

Varðandi ES þá var í færslunni vitnað í sænska frétt þar sem sagt er að ES ætli að refsa "slugurunum" en ekki sagt hvernig. Ætla stórþjóðirnar að innlima þá í sitt eigið fjármálakerfi til að ráða þeirra fjárhag ?? sjálfstæði? ábyrgð?

Þú sérð að ég er ekki hlynnt neinni hjarðhegðun og kannski full elsk að íslenskri þjóð og pínu þjóðarrembingur í mér á stundum.  Ég er viss um að þú fyrirgefur mér það þó þú sért mér ekki sammála. Það er einmitt ekki nauðsynlegt að allir séu með sömu skoðun. Knús á þig Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.6.2010 kl. 21:12

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Kolbrún þú ert með tæra hugsun  og serð hvað þetta er mikil undirlægju hugsun að við VERÐUM AÐ VERA UNDIR KONTRÓL  hjá Evrópusambandinu.

se ekki kostina .

Erla

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.6.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband