Leita í fréttum mbl.is

Brno-kunnátta kynslóðanna

Íslenska tímið í BrnoÉg er nú stödd í borginni Brno í Czeck Republic, í verkefnavinnu á vegum Evrópusambandsins. Það er búið að vera yndislegt að vinna með því fólki sem vinnur í þessu verkefni en nú er komið að leiðarlokum. Það er einn af kostunum við að vera í EES að geta nýtt sér aðgang að Menntastefnu Evrópusambandsins, sótt og miðlað þekkingu og myndað tengsl við  reynslumiklar vinaþjóðir.

Það er alltaf gaman að koma á nýja staði og sjá hvernig lífið gengur fyrir sig. Ég velti því alltaf fyrir mér þegar ég kem í svona fjölmenni, og eins á afar fámenna staði, hvernig lífið gangi fyrir sig og hvort fólk sé hamingjusamt.

Hér í Brno er allt frekar rólegt að mínu mati en það kann að vera út af árstímanum og eins hinum lamandi hita sem liggur yfir borginni. Sól og 35 ° hiti, logn og moskítóflugur sem eru í meira lagi þetta árið, segja menn hér.

Hótelið er afar þægilegt með nettengingu á hverju herbergi og allt til alls. Mér leist þó ekki á blikuna þegar við komum og það leit út fyrir að lyfturnar á hótelinu væru ekki hjólastólafærar. Af þremur lyftum í móttöku var þó ein sem gat tekið hjólastól en það mátti ekki muna fingurbreidd og það var bara léttur stóll en ekki rafmagnsstóll sem um ræðir.

Hér býr hálf milljón manna og þó fólkið sé þægilegt þá virkar það ekki þannig á mig að það sé hamingjusamt. Það leiðir hugann að því hvernig útlendingar upplifi Íslendinga og þá sérstaklega Reykvíkinga nú til dags. Ég verð þó að viðurkenna að ég vildi heldur búa þar heldur en í Brno en það er bara út af veður- og flugnafari.

Kópavogur hinsvegar er staðurinn þar sem allt er að gerast og gleði skín úr hvers manns fasi -eða þannig :))


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Kolbrún það er gott að búa í Kópavogi og flestir hamingjusamir hér. Allavegana ég :) Mátulegur hiti, engar moskítóflugur, hreint loft (þegar ekki er öskufall) og nóg af hreinu og heitu vatni. Það væri vanþakklæti að vera ekki hamingjusamur hér, en auðvitað eiga sumir erfitt af ýmsum ástæðum.

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 18:02

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég segi nú ekkert minna, en að búsetugæði Kópó Vógó hafa aukist um svona 200% eftir kosningar og ákveðið var að hann Hjalli Dalvíkursonur (Hjálmar Hjálmarsson grínsnillingur) yrði forseti bæjarstjórnar. hann er ekkert minna en snilli!Annars fínn pistill frú K.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2010 kl. 01:08

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Magnús en ég var heldur fljót á mér eins og oft áður að blogga um Brno því kvöldið í gær var með þvílíku stórshowi að ég mun ekki gleyma því í bráð. Þrumur og eldingar með hrikalegu úrhelli langt fram eftir nóttu. Dóttursynir mínir , sérstaklega sá yngri sem er tólf ára , voru undrandi á náttúrunni. Ekki fréttamaður og ekki pólitíkus jú jú allt í lagi að leyfa leikarastéttinni að spreyta sig. Verður varla verra eða hvað? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.6.2010 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 121908

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband