Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012

Draumaferđ til Valladolid

 

Hjalli Grammi Konni Sigurbjörg og Valli í KlúbbnumJúlímánuđur er nú liđinn en skilur eftir margar góđar minningar. Ţar er helst ađ nefna ferđalag mitt til Valladolid á Spáni. Ţetta er mikil iđnađarborg og einkum er bílaiđnađurinn öflugur skilst mér. Ţar býr um hálf milljón manna. Ţangađ er ég búin ađ vera ađ stefna í langan tíma. Stundum bara átt eftir ađ kaupa flugmiđann en alltaf eitthvađ komiđ upp sem hindrađi mig.
Friđţjófur Friđţjófsson frćndi minn hefur búiđ ţarna í yfir fjörutíu ár. Ţađ var auđvitađ mest gaman ađ hitta ţau hjónin og Viki dóttir ţeirra.
Síđan hafđi ég gaman af ađ reyna mig í ađ ferđast ein á ókunnum slóđum og sjá hvernig mér reiddi af. Spánverjar eru nú ekki mikiđ ađ tala önnur tungumál en spćnskuna svo ţetta var svolítiđ lotto varđandi ţá hliđ málsins.
Ég flaug á Madrid međ Icelandair í beinu flugi. Ţađan tók ég hrađlest niđur í miđbćinn og tók rútu til Valladolid. Eftir vikudvöl fór ég heim. Ég tók rútu til Barcelona, sem er mín uppáhaldsborg í Evrópu, leigubíl upp á völl sem var ca 20 mín og flaug svo heim á vegum Iceland Express en í vél frá Tékknesku flugfélagi. Síđan tók ég rútu heim "Airport Express" og fór úr í Hamraborginni og labbađi heim kl. 5 um nótt í himnesku veđri. Hitinn á Spáni var um 34° og sól og ţví gott ađ koma í svalara loft hér heima. 
Ég var heppin hvađ allt gekk vel og var hvorki bitin af flugum eđa brennd af sólinni. Ţetta vćri ég meira en til í ađ gera aftur og aldrei ađ vita nema ég endurtaki ţetta eins eđa međ öđrum leiđum. Allt veltur á frambođi og verđlagi flugfélaganna sem er greinilega mjög misjafnt. Flug út til Madrid kostađi 67000,isk - en flugiđ heim 27000,-isk  en viđ ţađ bćtist rútan upp á 8000,- isk  og leigubíll upp á 5000,- isk. Rútuferđin tók 10,5 klst en var ótrúlega ţćgileg. Mikiđ pláss, góđ sćti, loftkćling og gardínur til ađ depra sólina. Rútuferđin hingađ heim frá flugvellinum var um 2300,- isk. Ef ég hefđi keypt far til baka frá Madrid međ Icelandair, sem hefđi veriđ best, hefđi ţađ kostađ 106,000,-isk ,ţannig ađ ţađ virđist mikil eftirspurn eftir flugi til Íslands allavega frá Spáni.   


Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband