Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Séra Gunnar

Fyrsti maí Gunnar 031Síðastliðinn föstudag fór ég á kynningarfund um mótorhjólasamtök og mótorhjólamenningu sem Rauði krossinn bauð upp á, í húsnæði sínu, í Borgartúninu. Það mætti hópur af mótorhjólafólki en minna var af áhugamönnum um félagslíf þeirra. Ég er að kynna mér þetta sport og skaust aðeins frá úr vinnunni til að hlýða á boðskapinn. Þeir komu ríðandi á fákum sínum í halarófu og voru á öllum aldri alveg niður í 6 ára strák, sem á mótorkrossara, og upp í það að maður spyr ekki um aldur. Þarna voru bæði konur og karlar. Eftir að hafa meðtekið upplýsingar um hjólin þeirra, frá stórum manni, sem var í senn ógnvekjandi og vingjarnlegur, var farið inn í sal til að hlýða á sögu, tilurð og útskýringar á ýmsum gerðum mótorhjólaklúbba. Nú veit ég t.d. hvað 1% klúbbur er. Þarna voru Sniglar og Sober riders sem kalla sig Kerúba og tveir úr Salvation Riders. Svo eru til Fáfnismenn og Trúboðar, ofl ofl. Örugglega klúbbar við allra hæfi. Þessi stóri maður hafði enn orð fyrir hópnum en brátt voru allir farnir að taka þátt í umræðum og segja sögur. Ég spurði mikið eins og ég á vanda til. Einn var að lýsa hlífðarfatnaði og þá sagði þessi sessunautur minn, sem reyndist vera séra Gunnar sterki í Digraneskirkju. "Strjúktu mér um hnéð" ha? "Strjúktu mér um hnéð" sagði hann aftur. Ég gerði það og fann að það var vel stoppað af högghlífum. "Þetta er alveg nauðsynlegt" sagði hann. Sjálfri fannst mér bara skemmtilegt svona eftir á að hafa lagt hönd á og nuddað hné á presti og þakka fyrir (guði) að vera ekki sótt til saka fyrir það.    

Takið nú fullt tillit til bifhjólamanna i umferðinni ágætu bloggfélagar.


Áfram VR

Ég er ekki vön að blogga við fréttir en ætla að gera undantekningu núna því ég er svo ánægð með þessa frétt. Það er alltaf ánægjulegt þegar nýir meðlimir í stjórn þora að taka á málum en setjast ekki bara í volga stólana og halda áfram þar sem frá var horfið. Ég, sem félagsmaður VR, lýsi ánægju minni með að spara þennan pening og eins að aðskilja sig frá samtökum sem eru meira orðin fokkspólitísk en mér finnst þau eigi að vera. Þetta getur farið að snúast um það hvort sérstök stéttarfélög séu nauðsynleg eða hvort nóg sé að hafa eitt, ef þetta er allt steypt í sama mót hvort sem er. Hér er fréttin  


Að slá í gegn

Við Gullfoss í júlí 2009Undanfarna daga hef ég haft erlenda gesti sem ég er að vinna með í Evrópuverkefni. Það kom í minn hlut að halda næsta fund og var það auðvitað auðsótt mál. Ég ákvað að gera mitt besta til að sýna þeim Ísland eins og það er, ósnortið og fagurt, þrátt fyrir laskaða ímynd. Veðrið var sérpantað í evrópskum stíl og gróðurinn í sínu fegursta skarti og blóma. Ég fór með þau gullna hringinn, Þingvöll , Geysir og Gullfoss. Þau voru afar ánægð. Ég þurfti að draga þau burt frá Gullfossi því ég var upptekin um kvöldið og þurfti að komast heim. Ég skemmti mér stórkostlega sjálf eins og sjá má á myndinni sem þau sendu mér í dag. Næsta dag var farið á Snæfellsnesið sem er eflaust fegursti skanki Evrópu. Þau hrópuðu, bentu og þurftu látlaust að taka myndir. Þeim fannst spennandi að geta drukkið vatnið beint úr náttúrunni ómengað og ískalt. Kríuvarpið við Rif og Hellissand var heillandi með árásargjarnar kríur og krúttlega ungana. Hellnar og Arnarstapi, með göngu frá Bárði Snæfellsás, yfir í höfnina á Stapa var æðisleg. Allt þetta þekkti ég frá því ég bjó á Hellissandi og Ólafsvík en það sem heillaði mig svona "aukritis" var nýtt kaffihús á Rifi í gömlu húsi " Gamla Rifi" þar sem við fengum gómsæta fiskisúpu og kaffi á eftir. Aldeilis frábært hjá þessum ungu konum sem reka það. Ég vona að þeim gangi sem allra best í framtíðinni. Á þriðja degi fengu þau að sjá sögusafnið í Perlunni, þaðan var farið í Bláa lónið og endað heima hjá mér í hvítvíni og smá meðlæti. Ef að þetta fólk á ekki eftir að auglýsa Ísland og Íslendinga þá er ég illa svikin. á Þingvöllum

Nellý

Nellý í Bláa lóninu

ferðalok


Sunnlenska bókakaffið

Sunnlenska bókakaffiðÍ dag lét ég einn draum af mörgum rætast þegar ég heimsótti Selfoss í  yndislegu veðri , sem hefur verið viðvarandi undanfarna daga og kíkti á það sem sá staður hefur upp á að bjóða. Þar bar langhæst Sunnlenska bókakaffið sem er bæði bókabúð og kaffihús í eigu Bjarna Harðar. Reyndar sagði Bjarni að konan ætti staðinn en hann ætti konuna þannig að hann væri jú eigandi. Bjarni var að smíða og breyta smávegis en virtist ánægður með smá truflun. Ég verð að lýsa ánægju minni  með þennan stað og finnst hann engum líkur á Íslandi sem ég hef séð. Þetta er í bóhemskum stíl með alvöru menningu í bland við gæðaveitingar fyrir munn og maga. Bjarni  tók á móti gestum og gangandi. Hann heilsaði konum með kossi en körlum með þéttu handabandi. "Nei blessaður, blessaður " Hann tyllti sér hjá okkur ferðalöngunum og var rætt um menn og málefni, pólitík og ástundun ýmiskonar. Bjarni er að verða eins og völva sem spáir í og fyrir um alla hluti og verður aldrei uppiskroppa með sögur af skrýtnu fólki. Ekki fara í gegnum Selfoss án þess að koma við á þessum afslappaða og einkar flotta stað.

Mök um miðjan dag

KönglulóMargt er nú mannanna bölið og tekur það á sig ýmsar myndir. Ég sem þykist vera mikil friðarins manneskja hef átt í mesta basli með sambúðarslit. Þessa dagana er það blóðugur slagur við fyrri sambýlinga sem ég hélt að ég væri búin að slíta öll tengsl við. sjá hér.  Ég hef verið afar íllskeytt í sumar við þessar dúllur og "kústað" þær niður,sprayað flugnaeitri á þakskeggið af og til en ekkert dugði. Um miðja síðustu viku kom til landsins fólk sem ég er að vinna með í Evrópuverkefni og ég ákvað að  bjóða því heim eitthvert kvöldið. Eftir að hafa tekið extra vel til innanhúss fór ég í að slíta niður vefina utan á húsinu og náði þá einni af stærri gerðinni. Næsta kvöld þegar ég kom heim voru komnar tvær stórar í sitthvort hornið og ófu sem aldrei fyrr. Ég sótti kóngulóarkústinn og náði að drepa þær báðar, sprayaði og sópaði stétt og tröppur auk þess svæðis sem þær hafa tileinkað sér. Þá kom í ljós að ljósleitur hnoðri sem ég hélt að væri birgðaforði þeirra reyndist vera öðruvísi könguló, stór með ljósgrænt bak. Sennilega móðir með fullan poka af litlum köngulóabörnum. Það var erfitt að drepa hana en ég lét mig hafa það. Nú var ég í nokkuð góðri trú um að ég gæti skammlaust boðið erlendu gestunum heim. Partýdagurinn rann upp og ég skrapp heim með veitingar um hádegisbilið. Nú voru hornin á þakskegginu hrein og hvorki köngulær né vefur kominn þar en sem ég geng inn í húsið sé ég að tvær stórar breddur eru í innilegum atlotum í dyragættinni, næstum í andlitshæð. Alger hryllingur. Það var nú frekar erfitt að leggjast í víking undir þessum aðstæðum en þar sem ég var í mikilli tímapressu gat ég ekki beðið eftir leikslokum og þessi samverustund þeirra varð þeirra síðasta. Þetta fer nú að verða komið gott eins og sagt er. 

Nýja sveiflan

GolfgleðiNú er meistaramót klúbbanna framundan í golfi. Þá er gríðarleg stemming og fjör í öllum klúbbum. Þá hitta menn gamla félaga og kynnast nýjum, því skipt er um partnera milli daga í flestum tilfellum. Það er að mörgu að hyggja þegar menn eru að keppa í alvöru móti, bæði fatnaði og græjum sem og allri framgöngu. Ég er búin að taka upp nýja sveiflu og ætla að reyna að hanga á henni út mótið. Ég veit þó að það er alltaf freistandi, ekki síst í keppni, að taka upp gamla takta og sækja í það sem maður þekkir og ræður við. Málið er bara að hafa gaman af þessu, þó það sé hunderfitt að spila undir pressu í þrjá eða fjóra daga. Fyrst og fremst ætla ég að reyna að halda í jákvæðnina. Það er viðbúið að ákveðin gremja sæki á þá golfara sem ekki taka þótt í meistaramótinu og geta ekki sinnt sinni íþrótt sem skyldi. Vona bara að sem flestir golfarar eigi góða daga framundan.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband