11.11.2007 | 13:42
Hvar ætlar þú að vera ?
Nú fer að halla að jólum og um að gera að fara að huga að þeim í tíma.
Ekkert er eins dýrt og að geyma það um of. Maður kaupir oft meira og dýrari hluti ef tíminn er að verður of naumur. Það er allavega mín reynsla. Mér finnst voða gott að byrja bara smátt og smátt á undirbúningnum, bæta við daglega einhverju jóla og njóta þess að vera í þessari jólastemmingu.
Eins og allir vita þá byrja jólin í IKEA og þessvegna fór ég þangað með elskulegri dóttir minni og hjartaprinsinum mínum. Síðan bættist hin dóttirin við með eldri son sinn sem bæði eru alger yndi, alltaf, á öllum sviðum. Að endingu bættist svo annar tengdasonurinn í hópinn, óvenju elskulegur. J
Það var mjög gaman að leyfa litla kútnum að labba með stuðning af vísifingrum ömmu sinnar um stóra sali verslunarinnar í Hafnarfirði. Hann var alveg heillaður af öllu sem fyrir augu bar. Ekki spurning ... (þó hann segði það ekki beint) sjá mynd.
Ég keypti mér eina hvíta seríu sem ég hengdi strax í gluggann í eldhúsinu þegar ég kom heim þannig að nú er komin jólabirta þar um kvöld og nætur.Eitt er þó fyrirkvíðanlegt um hver jól en það er spurningin hvar ætlar þú að vera á jólunum? Þessi spurning er að gera mig brjálaða ár eftir ár. Það er eins og þessar sex klukkustundir á aðfangadagskvöld séu jólin. Eins og það skipti mestu máli með hverjum þú ert það kvöld. Það er eins og það séu drottinssvik eða glæpur að vera einn með sjálfum sér á þessu blessaða aðfangadagskvöldi.. Margir fara í kirkju þetta kvöld, ég þar á meðal, en ég hef það á tilfinningunni að það sé hjá mörgum til að húsmóðirin fái frið til að búa út hátíðarkvöldverðinn.Hvað mig varðar þá er þetta bara vani því ekki eru prestarnir að heilla mig eða söngurinn (alltaf sama predikun,sömu sálmar,sömu messusvör.) Ég vil hafa þetta allt öðruvísi. Ég vil að fjölskyldan sé meira saman að dunda sér á jólaföstunni og pæli í fallegum hlutum, rómantískri birtu, fallegri tónlist og ljósadýrð sem færir manni frið í hjartað og gleði í sinnið. Ekkert færir manni meiri gleði en koss eða faðmlag frá þeim sem maður elskar og því er upplagt að leggja meira í þá hluti þennan dimmast og kaldasta mánuð ársins. Síðan er það bara hvers og eins hvar hann er og með hverjum á fæðingarstund frelsarans....eða þannig.
10.10.2007 | 20:02
Íslenskan.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað þurfi að gera til að fá útlendinga til að læra íslensku. Ég starfaði sem forstöðumaður fræðslusjóðs fyrir ófaglært verkafólk í rúmt ár og það kom varla fyrir þegar að erlenda verkafólkið, sem var búið að sitja 50 tíma námskeið í íslensku, kom til að innheimta styrkinn sinn, að það treysti sér til að tjá sig við mig á ástkæra ylhýra málinu. Hvorki heilsa né kveðja eða þakka fyrir sig. Þó var það elskulegt og þakklátt. Mér fannst því fé sem fór í þetta nám illa varið, satt best að segja og tel að svo sé enn í dag. Ég spyr mig að því hversvegna þurfi að fara í gegnum menntakerfið með þessa kennslu. Ef ég t.d. flytti tímabundið til Svíþjóðar, sem mig langar til að gera, myndi ég endilega vilja læra sænsku og helst af þeim sem ég umgengist í vinnunni eða vinum sem ég eignaðist eða fólki sem ég þekkti. Ég get alveg séð það fyrir mér að fólk sem kemur til landsins og vill læra íslensku, geti bara tilnefnt sinn trúnaðarmann sem muni sjá um að kenna því og svo fær sá aðili greitt fyrir það þegar útlendingurinn er orðinn það góður í málinu að hann getur farið í stöðupróf. Það mætti setja á þetta tímamörk t.d. eitt ár. Þetta gæti skapað góðan vinskap á milli Íslendingsins og innflytjandans. Þetta stuðlar líklega að því að Íslendingar fara að líta á sitt tungumál öðrum augum og meta það meira. Í dag greiðir ríkið cirka 50 þúsund vegna þessara námskeiða til þeirra sem halda þau. Ég er viss um að einhverjir eru til í að taka að sér að kenna viðkomandi mun meira í málinu en þeir læra á umræddum námskeiðum. Síðar getur innflytjandinn ef hann vill farið í nám í íslensku og haft mikið gagn af því þegar hann er farinn að skilja og tala málið. Þá getur hann nýtt þann rétt sem hann á hjá stéttarfélagi sínu sem í umræddum sjóði fyrnist eftir árið nema í einstaka tilfellum. Þessi aðferð myndi líka vinna gegn einangrun og slá á völd þeirra útlendinga sem hafa lært málið og eru á stundum dóminerandi í grúppum sem innflytjendur mynda gjarnan og eru ekki æskilegar að mínu áliti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.9.2007 | 20:40
Hvers virði er mannorðið?
30.8.2007 | 22:03
Ekki versla yfir þig
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2007 | 23:11
Hvunndagsergelsi
6.8.2007 | 09:50
Aukakrónur og aurar...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.8.2007 | 20:37
Lífið er undarlegt.
Skrýtið hvað lífið er skrýtið.
Ég verð ennþá , svona gömul sem ég er, fyrir vonbrigðum þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá mér.Ég hélt að þetta yrði góð helgi og var búin að sjá fyrir mér að ég myndi spila mikið golf og þá á golfvöllum sem ég hef ekki spilað áður. Ekki þarf að kvarta yfir veðrinu sem er yndislegt en þegar maður er pæla í öðru fólki þá getur alltaf eitthvað komið uppá sem gerir það að verkum að maður situr bara heima og gónir á sjónvarpið eins og alla hina dagana. Ég skrapp þó níu holur á Korpunni í dag, laugardag, en hún er nú bara alveg að verða góð aftur eftir erfiðleika með grínin í sumar. Ég prófaði nokkra drivera sem ég hef að láni frá Nevada Bob. Var alveg ánægð með mig en ekki að falla fyrir nýjum græjum að þessu sinni.
Hvort ætli Sjálfstæðismenn vilji selja Rúv eða ekki. :)
19.5.2007 | 09:31
Að loknum kosningum.
6.5.2007 | 17:05
Viðtal á Rás 2
Frjálslyndi flokkurinn vill að vaxtaokri verði aflétt af heimilunum í landinu.
Ég starfaði sem útibússtjóri Landsbankans í 25 ár víða um land og hef mikla reynslu úr viðskiptalífinu. Um langt árabil hef ég sem útibússtjóri banka reynt að finna leiðir til að hjálpa fólki að halda fjármálum sínum á réttum kili. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir alla að fóta sig í því fjármálaumhverfi sem við búum við. Þótt flestir geti fengið lán og keypt sér íbúð þá reynist sumum erfitt að halda lánum í skilum þegar verðbólgan fer á fulla ferð. Verðbólgumarkmið Seðlabankans hefur verið 2.5 % á ársgrundvelli. Í dag er verðbólgan yfir 7 %. Þetta þýðir að verðbólgustigið hefur hækkað lánin sem þessu nemur, umfram það sem áætlað var þegar íbúðin var keypt og lánið tekið.
dæmi
Víst er að venjulegt launafólk losnar aldrei við sín lán meðan þensla og verðbólga heldur áfram að vaxa og hækkar lánin, sama hvernig borgað er af þeim. Fáir geta gert eins og sýnt er í auglýsingum sparisjóðanna þessa dagana þ,e, gefið þjónustufulltrúanum sínum langt nef, staðið upp og farið. Getur þú það áheyrandi góður?
Athugaðu málin skoðaðu hvaða kosti þú átt.
Skuldir íslenskra heimila verða að lækka.
Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að bæta aðgengi að framhaldsnámi og símenntun með aukinni áherslu á fjarnam.
Ég var forstöðumaður Starfsafls sem er fræðslusjóðs Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins og þekki vel fræðslumál ófaglærðs verkafólks. Í því starfi varð mér ljóst hversu mikilvægt er að fólk bæti við sig þekkingu þó þar sé ekki um hefðbundið nám að ræða þá er öll þekking lykill að farsælum árangir í lífi og starfi.
Það gerir fólki kleyft að endurnýja og aðlaga þekkingu sína að nýjum aðstæðum, flytja sig milli starfa og skapa ný störf.
Frjálslyndi flokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja fötluðum fullan aðgang að þjónustu, vinnu og menntun.
Ég er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar Landssambands fatlaðra og hef mikinn áhuga á þeirra málefnum. Þar vil ég sjá miklar breytingar.
Við í Frjálslynda flokknum ætlum að berjast fyrir því að skattleysismörk hækki í 150 þús á mánuði og að öryrkjar og aldraðir geti unnið fyrir 1. milljón króna á ári, án þess að bæturnar skerðist. Einnig verður tekjutenging maka afnumin strax.
Skatttaka á laun sem varla nægja til framfærslu er óhæfa og hefur sett fólk í fjötra fátæktar sem erfitt er að komast út úr. Það er takmarkað hvað fólk þolir af álagi á líkama og sál og þar kemur að fólk bognar undan því. Líklegt er að mikið vinnuálag valdi fjölgun öryrkja sem er staðreynd
Þessu þarf að breyta og það viljum við gera í Frjálslynda flokknum.
Frjálslyndi flokkurinn er lykillinn að breytingum í vor.
X F er fyrir þig.
8.4.2007 | 13:47
Setjum ekki hagfræðimælistiku á mannlífið.
Stefna okkar í sjávarútvegsmálum er þungt lóð á vogarskálarnar þegar horft er til landsbyggðamála.
Mér finnst ég hafa orðið vör við það að undanförnu að ungt fólk hefur sýnt því áhuga að flyta burt úr hraða og mengun stórborgarinnar. Það finnst mér góð þróun og vona að okkur takist að halda landinu öllu í byggð því það er það sem gerir okkur að sterkri þjóð í stóru og fallegu landi.Ungt og duglegt fólk sem er að koma sér upp heimili og fjölskyldu ætti að eiga þess kost að flytja á landsbyggðina þar sem allt mannlíf er persónulegra og litríkara að mörgu leyti og auðveldara að ala upp börn.Að sama skapi ætti fólki sem búið hefur um lengri tíma á landsbyggðinni og vill flytja þaðan að gefast kostur á því að losna við fasteignir sinar fyrir viðunandi verð. Við vitum að mörg sveitarfélög eru ekki í stakk búin til að veita alla þá þjónustu sem þeim ber t.d. í öldrunarmálum eða málefnum fatlaða. Oft er það þannig að aldraðir þyrftu að flytja sig um set er líður á ævina og sækja suður á bóginn þar sem betri þjónusta er í boði en eru bundnir í átthagafjötra vegna húsa sinna.
Ég minnist þess að hafa lesið pistil eftir bæjarsjóra í Bolungavík fyrr í vetur og við lesturinn langaði mig að flytja þangað. Það er nú kannski ekki spennandi fyrir einhleypa ömmu að flytja út á land en þarna var lýst því andrúmslofti sem ég þekkti svo vel sem ung kona á Raufarhöfn og seinna á Hellissandi þegar ég var að ala upp mínar yndislegu dætur. Að búa úti á landi er eitthvað sem mér finnst að sem flestir eigi að kynnast . Ég vil sjá kröftuga uppbyggingu með ungu fólki á landsbyggðinni með fleiri valkostum en þegar ég var að flytja þaðan fyrir 10 árum síðan. Eldra fólkið getur svo verið í Reykjavík innan um listamenn og yfirstressað fólk sem þráir friðsæld fjallanna og fuglasönginn sem íbúar minni byggða á landsbyggðinni njóta allt árið um kring.Hvers virði væri allt þetta land ef við værum öll komin á Stór Reykjavíkursvæðið.Ég er ekki að sjá þá landssýn fyrir mér.Ýmsar leiðir eru til að hvetja fólk til að helga landsbyggðinni krafta sína t.d. skattahlutfall eða skattaafsláttur (eins og í Noregi) en meira um það síðar. Höldum öllu landinu í byggð. Ef þú ert sama sinnis og ég ...kjóstu þá X-F í kosningum í vor.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko