Leita í fréttum mbl.is

Að loknum kosningum.

amma fær atkvæði Það var spennandi að fylgjast með kosningasjónvarpinu og sérstök upplifun að vera inni alla nóttina og detta svo út í morgunsárið. Ég er samt þokkalega ánægð með gengi flokksins í mínu kjördæmi þegar litið er til þess að ég er óþekkt nafn og ekki búin að vera lengi í Frjálslynda flokknum.Þetta var þungur róður vegna þess rekin var heiftarlegur áróður gegn okkur af andstæðingum flokksins bæði gegn stefnu okkar í innflytjendamálum og gegn ýmsum einstaklingum. Það var líka eins og menn væru lengi að sjá í gegnum leikfléttu Margrétar Sverrisdóttur á flokksþinginu stuttu fyrir kosningar. Ég er stolt af sterku fylgi Guðjóns Arnars í sínu kjördæmi og var þess fullviss allan tímann að þar fór sterkur listi, enda sýndi það sig á lokasprettinum. Ég er þakklát fyrir hlýtt viðmót fólks, bæði flokksbundnu í Frjálslynda flokknum og eins þeim sem við vorum að keppa við. Ég hef upplifað gott viðmót hjá öðrum frambjóðendum annarra flokka sérstaklega  vinstri grænum og er ekki kát yfir að Guðfríður Lilja sú litríka persóna og skáksnillingur hafi ekki náð inn á þing.  Mitt fólk hefur unnið vel og á heiður skilið fyrir það og mínar bestu þakkir. Við munum stilla saman strengina á næstu dögum og halda áfram að berjast fyrir þeim málstað sem við erum sannfærð um að sé sá besti fyrir þjóðina í heild.Ég held að þó þeir félagar Magnús Þór og Sigurjón Þórðar hafi ekki náð inn á þing þá séu þeir ekki hættir að láta til sín taka á hinum póitíska vettvangi. En að lokum þá verð ég að viðurkenna að það er léttir að þetta er búið í bili og maður getur farið að huga að sjálfum sér og  litlu krúttunum sínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Til hamingju með árangurinn. kv frá eyjum.

Georg Eiður Arnarson, 19.5.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þakka þér fyrir og sömuleiðis með ykkar mann. Bestu kveðjur

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.5.2007 kl. 00:23

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hæ Kolla.

Falleg mynd af litla prinsinum með ömmu.

Þú átt þakkir skildar fyrir þitt þor og kjark að takast á við það að leiða fyrir okkur listann í kjördæminu sem þú gerðir glæsilega.

kv. Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.5.2007 kl. 01:01

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hæ Kolla, takk fyrir síðast. Þú varst flottur frambjóðandi, byrjaðir reyndar alltof seint en sóttir stöðugt í þig veðrið, þannig að þetta var bara spurning um nokkra daga.   Ég hefði vissulega viljað sjá þig inni á alþingi.

En þá er bara að byrja í tíma að brýna hnífana og slá í gegn næst.       Vonandi hefur þú fengið "blod på tanden". 

Sigurður Þórðarson, 20.5.2007 kl. 22:02

5 Smámynd: Guðfríður Lilja

Kæra Kolbrún.

Bestu þakkir fyrir góða viðkynningu og drengilega baráttu núna í kosningunum. Mér fannst þú standa þig rosalega vel, málflutningur þinn var góður og heiðarlegur og þú sóttir í þig veðrið með hverjum deginum svo eftir var tekið. Frjálslyndir eru heppnir að hafa þig innan sinna raða! Gangi þér vel og hafðu það nú sem allra best með barnabörnunum!

Guðfríður Lilja 

Guðfríður Lilja, 20.5.2007 kl. 23:54

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Kolbrún, þú varst og ert skeleggur frambjóðandi Frjálslynda flokksins. Ömmubleiuskipti eru sennilega æðisleg því þau eru bundin í kvóta. Þegar manni leiðist þófið selur maður bara kvótann og er laus allra mála. Þannig er ömmuhlutverkið. Ég á reyndar eftir að prófa afahlutverkið sjálfur, en það kemur.

Flateyingar hafa heldur betur lent í því, kallinn seldi bleiukvótann sinn en þeir sem búa þar eiga eftir að borga af húsunum sínum.

Því verður andófið að halda áfram, Jón Magnússon er sterkur á blogginu og Sigurjón. Reyndar féll Sigurjón af þingi því miður. Á einhvern hátt verðum við að halda svona manni við efnið næstu árin, rödd hans má ekki þagna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 25.5.2007 kl. 23:11

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gunnar og takk fyrir hlý orð. Það er yndislegt að vera amma og hafa skilafrest þegar maður ræður ekki við verkefnið lengur það er rétt hjá þér. Með hinn kvótann er svolítið annað mál því það er ekki sjálfsagður réttur eins og ömmurétturinn sem þar ræður heldur græðgi og óréttlæti úr hófi fram. Ég er sammála þér með Sigurjón og ég held að hann sé ekkert að þagna :) Gangi þér vel að verða afi.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.5.2007 kl. 20:40

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Kolbrún!

Mér fannst miður að þú skildir ekki ná kjöri.Þú varst glæsilegur frambjóðandi og verðugur fulltrúi þeirra sem minna mega sín.Sama má segja um þá félaga Magnús og Sigurjón.Ég er handviss að þinn/ykkar tími mun koma eins og Jóhanna sagði forðum.En FF er komin til að vera.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 27.5.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 121926

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband