Leita í fréttum mbl.is

Ekki versla yfir þig

 Elsku hjartans stelpan mín. Hvað ert  þú að pæla núna? Þú sem ert nýbúin að setja saman heimili með yndislegum manni og eignast krúttlegasta kríli í heimi. Nú ertu búin að setja íbúðina á sölu sem var skveruð fyrir nokkrum mánuðum til að kaupa aðra stærri. Veist þú ekki hvað er að gerast í lánamálum á Íslandi?Vilt þú verða þræll bankans næstu 40 árin? Viltu að bankinn fái helminginn af laununum þínum?Veistu að ef námsmennirnir renna á auglýsingar bankanna og versla út í eitt til að fá aukakrónur (aulakrónur)  hækkar lánið þitt.Veistu ekki að ef sægreifarnir selja kvótaeignina sem þjóðin hefur gefið þeim og eyða peningunum  á Íslandi hækkar lánið þitt.Þetta er útaf neysluvísitölunni sem hækkar lánin  eftir neyslu og kaupæði landans. Ef bankarnir halda áfram að lána til nýbygginga þar til  markaðurinn  mettast  endar það með því að markaðsverð á húsnæði lækkar vegna offramboðs og lánið verður hærra en íbúðarverðið.Þú þarft þá að sitja uppi með lán sem eignin stendur ekki fyrir þegar og ef  þú selur íbúðina eða bankinn hirðir hana af þér. Hugsaðu þig nú vel um krúttið mitt. Þetta er líka spurning um frelsi. Þetta sama á við um þig lesandi góður. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó tekist hafi að ná böndum á verðbólguskrímslið þá er annað skrímsli sem oft er í englalíki, -framboð og eftirspurn- . Bankarnir (þetta óersónulega fyrirbæri) eru stýrðir af eigendum sem vilja sem mest í gullkistuna sína. Nýtt orð -græðisvæðing- fæddist á þessu ári og felur í sér þankagang nirfilsins í kvæðinu.

En við hættum ekki að vara við...hvorki í umferð eða sölum bankanna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð hugleiðing Kolla.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.9.2007 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband