30.7.2009 | 16:13
Séra Gunnar
Síðastliðinn föstudag fór ég á kynningarfund um mótorhjólasamtök og mótorhjólamenningu sem Rauði krossinn bauð upp á, í húsnæði sínu, í Borgartúninu. Það mætti hópur af mótorhjólafólki en minna var af áhugamönnum um félagslíf þeirra. Ég er að kynna mér þetta sport og skaust aðeins frá úr vinnunni til að hlýða á boðskapinn. Þeir komu ríðandi á fákum sínum í halarófu og voru á öllum aldri alveg niður í 6 ára strák, sem á mótorkrossara, og upp í það að maður spyr ekki um aldur. Þarna voru bæði konur og karlar. Eftir að hafa meðtekið upplýsingar um hjólin þeirra, frá stórum manni, sem var í senn ógnvekjandi og vingjarnlegur, var farið inn í sal til að hlýða á sögu, tilurð og útskýringar á ýmsum gerðum mótorhjólaklúbba. Nú veit ég t.d. hvað 1% klúbbur er. Þarna voru Sniglar og Sober riders sem kalla sig Kerúba og tveir úr Salvation Riders. Svo eru til Fáfnismenn og Trúboðar, ofl ofl. Örugglega klúbbar við allra hæfi. Þessi stóri maður hafði enn orð fyrir hópnum en brátt voru allir farnir að taka þátt í umræðum og segja sögur. Ég spurði mikið eins og ég á vanda til. Einn var að lýsa hlífðarfatnaði og þá sagði þessi sessunautur minn, sem reyndist vera séra Gunnar sterki í Digraneskirkju. "Strjúktu mér um hnéð" ha? "Strjúktu mér um hnéð" sagði hann aftur. Ég gerði það og fann að það var vel stoppað af högghlífum. "Þetta er alveg nauðsynlegt" sagði hann. Sjálfri fannst mér bara skemmtilegt svona eftir á að hafa lagt hönd á og nuddað hné á presti og þakka fyrir (guði) að vera ekki sótt til saka fyrir það.
Takið nú fullt tillit til bifhjólamanna i umferðinni ágætu bloggfélagar.
26.7.2009 | 11:35
Áfram VR
Ég er ekki vön að blogga við fréttir en ætla að gera undantekningu núna því ég er svo ánægð með þessa frétt. Það er alltaf ánægjulegt þegar nýir meðlimir í stjórn þora að taka á málum en setjast ekki bara í volga stólana og halda áfram þar sem frá var horfið. Ég, sem félagsmaður VR, lýsi ánægju minni með að spara þennan pening og eins að aðskilja sig frá samtökum sem eru meira orðin fokkspólitísk en mér finnst þau eigi að vera. Þetta getur farið að snúast um það hvort sérstök stéttarfélög séu nauðsynleg eða hvort nóg sé að hafa eitt, ef þetta er allt steypt í sama mót hvort sem er. Hér er fréttin
23.7.2009 | 08:56
Að slá í gegn
Undanfarna daga hef ég haft erlenda gesti sem ég er að vinna með í Evrópuverkefni. Það kom í minn hlut að halda næsta fund og var það auðvitað auðsótt mál. Ég ákvað að gera mitt besta til að sýna þeim Ísland eins og það er, ósnortið og fagurt, þrátt fyrir laskaða ímynd. Veðrið var sérpantað í evrópskum stíl og gróðurinn í sínu fegursta skarti og blóma. Ég fór með þau gullna hringinn, Þingvöll , Geysir og Gullfoss. Þau voru afar ánægð. Ég þurfti að draga þau burt frá Gullfossi því ég var upptekin um kvöldið og þurfti að komast heim. Ég skemmti mér stórkostlega sjálf eins og sjá má á myndinni sem þau sendu mér í dag. Næsta dag var farið á Snæfellsnesið sem er eflaust fegursti skanki Evrópu. Þau hrópuðu, bentu og þurftu látlaust að taka myndir. Þeim fannst spennandi að geta drukkið vatnið beint úr náttúrunni ómengað og ískalt. Kríuvarpið við Rif og Hellissand var heillandi með árásargjarnar kríur og krúttlega ungana. Hellnar og Arnarstapi, með göngu frá Bárði Snæfellsás, yfir í höfnina á Stapa var æðisleg. Allt þetta þekkti ég frá því ég bjó á Hellissandi og Ólafsvík en það sem heillaði mig svona "aukritis" var nýtt kaffihús á Rifi í gömlu húsi " Gamla Rifi" þar sem við fengum gómsæta fiskisúpu og kaffi á eftir. Aldeilis frábært hjá þessum ungu konum sem reka það. Ég vona að þeim gangi sem allra best í framtíðinni. Á þriðja degi fengu þau að sjá sögusafnið í Perlunni, þaðan var farið í Bláa lónið og endað heima hjá mér í hvítvíni og smá meðlæti. Ef að þetta fólk á ekki eftir að auglýsa Ísland og Íslendinga þá er ég illa svikin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
20.7.2009 | 22:08
Sunnlenska bókakaffið
15.7.2009 | 00:57
Mök um miðjan dag
4.7.2009 | 23:11
Nýja sveiflan
30.6.2009 | 17:44
Hvenær er kona hamingjusöm
23.6.2009 | 00:47
Það er gott að búa í Kópavogi.
20.6.2009 | 19:48
Gerræðislegur gjörningur.
19.6.2009 | 23:25
19.júní.
Í dag er 19 júni og það er einn af mínum uppáhaldsdögum. Ekki bara af því það er kvennadagurinn og upphaf af þeirri réttindabaráttu sem þá hófst og stendur enn, heldur af því það eru margir góðir og skemmtilegir atburðir sem tengjast þessari dagsetningu úr mínu lífi. Til dæmis fékk ég uppfylltan langþráðan draum minn um menntun þegar ég útskrifaðist úr rekstrar og viðskiptafræði úr EHI fyrir akkúrat 10 árum síðan. Í því námi eignaðist ég sjö frábæra vini en það var hópur sem fór að læra saman í náminu og hefur haldið saman síðan í gegnum þykkt og þunnt, sorg og gleði. Einn þeirra er nú látinn. Annað sem átti sér stað á þessum degi er að ég flutti inn í núverandi húsnæði mitt á þessum degi og sama var með það sem ég átti áður. Ekki stendur til að endurtaka þann leik oftar enda er ég afar ánægð með mig í mínu koti. Það er meira en yndislegt að búa í Kópavogi og ég tala nú ekki um þegar næturkyrrðin og fegurðin tekur alveg yfir en það gerist oft á sumarkvöldum. Ég vona að sem flestir eigi gott og friðsamt heimili og óska öllum konum til hamingju með daginn þó hann sé að kveldi kominn. Hann er okkar helsti baráttudagur og vonandi verður hann það um ókomna tíð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko