Leita í fréttum mbl.is

Hvenær er kona hamingjusöm

IMG_0507_2Það er nú meiri ósköpin sem koma fram í fjölmiðlum seint og snemma. Það er alveg með ólíkindum sem fjallað er um. Nú er fullyrt að kona sé hamingjusömust 28 ára. Ég segi að það sé  bara bull. Mér er meira að segja til efs að margar konur á þessum aldri viti hvað það er að vera hamingjusöm. Mín reynsla er sú að ungar konur geta verið ánægðar með sig ( sjá mynd í frétt) en til að vera hamingjusamur þarf ákveðinn þroska. Sjálf var ég hamingjusöm á meðgöngu fyrri dóttur minnar þá nítján ára og svo aftur þrítug á meðgöngu seinni dóttir minnar. Upp úr 45 ára aldrinum fór hamingjuárum að fjölga og eftir fimmtugt hefur verið stöðug hamingja í gangi. Það væri gaman að heyra álit fleiri kvenna á því hvernig þær fitta við þessa rannsókn. Sjá hér

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ei telst ég kona, botnaðu því þetta.

Hvernig er það Kolla mín,

Kvinnur engar vitja þín?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.7.2009 kl. 01:38

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ekki kann ég á því skil

Ekki heldur túlka vil.

kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.7.2009 kl. 17:48

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl vinkona. Mikið fjan.. eru þið alltaf góð saman þú og Magnús Geir. Þið getið nú oft verið erfiðar konurnar með allri virðingu fyrir ykkur. Ég var t.d. stundum að kaupa blóm ætluð til haminguauka minnar konu. En þá gat viðkvæðið orðið"Hvern djö...... hefur þú nú gert af þér Ólafur Ragnarsson." Ég held að ég hafi gert þér grein fyrir hversvegna mér finnst best að vera kallaður Óli.  En það var hreinlega vegna þess að ef konan mín kallaði mig Ólaf þá var lægð á leiðinni og ef hún sagði Ólafur Ragnarsson þá var eins gott að forða sér út og í var.

Ólafur Ragnarsson, 6.7.2009 kl. 12:46

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha já ég skil "Óli" þetta er eitt af mörgu sem við konurnar höfum klikkað á um dagana þ,e, að kunna ekki að njóta þess sem er án þess að fara að tortryggja allt og alla, sérstaklega makann Annars er ábyggilega ekkert indælla og hamingjuríkara en gott samband samhentra hjóna. kveðja til þín.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.7.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 121926

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband