Leita í fréttum mbl.is

Sambúðarslit.

gestaparið.Jæja nú er nóg komið. Þessi sambúð gengur ekki lengur hugsaði ég með mér þegar ég kom að útidyrahurðinni hér heima  og við mér blasti stærðar kóngulóarvefur sem var svo snilldarlega gerður að hann teygðist bara þó ég opnaði hurðina. Þessi sambúð hófst fyrir svona þremur árum en þá sá ég að kónguló var búin að vefa uppi í öðru innra horninu á skyggninu yfir útidyrunum. Mér fannst þetta allt í lagi og lét kyrrt liggja. Fljótlega var kominn vefur hinumegin líka og bara búsældarlegt hjá vinkonu minni. Hún hékk oft í vefnum á dagin og ég sá að hún var mjög bústin með deppla á bakinu. Einnig sá ég að hún var búin að gera hnykil með límkenndu efni sem er mjög sterkt. Sennilega birgðir til að vefa úr.  Ári seinna var þetta heldur meira og stundum fann ég að ég hafði gengið á þráð á leið upp tröppurnar. Lét mig hafa það þar sem ég gat ekki hugsað mér að drepa greyin og svo væri það kannski ógæfumerki. Þær hafa síðan verið að sækja á spunadrottningin og hennar lið . Þær voru fljótar að pakka inn sumarblómakörfu sem ég setti á vegginn sem þær hafa haft efri partinn af en ég neðri. Svo var það í fyrrakvöld þegar ég kom heim að ég kom að þeim á mínum helmingi og ekki bara það heldur búnar að leggja undir sig dyrabjölluna og farnar í útrás þaðan. Útrásin Þeim var þá sparkað og þær fótum troðnar í orðsins fyllstu merkingu. Ég mun ekki gefa neina grið í framtíðinni. Þessi hæð rúmar bara eina drottningu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

 , húrra fyrir drottningunni . kv .

Georg Eiður Arnarson, 23.7.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla.

Já skondið.

Hefi lent í álíka reynslu á svölunum hjá mér, hefi leyft þeim að vera sem lengst þangað til ég lendi sjálf i vefnum þá er komið nóg og náð í kústinn og hreinsað til.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.7.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fyndin ertu, gangi þér vel með framhaldið. 

Marta B Helgadóttir, 24.7.2008 kl. 15:02

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

A ha, spiderwoman!

Hér í Frans þýðir nú lítið að æsa sig yfir skorkvikindunum. Þau vefa og spinna hratt í hitunum (33°C klukkan 17 og hafði sólin þó ekki skinið frá hádegi). Eins og það sé einhver leið til kælingar. Eiginlega fullt starf að halda aftur af þeim.

Ágúst Ásgeirsson, 24.7.2008 kl. 17:58

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir innlitið ... já nú er það bara Spiderwoman í Köngulóarkoti.. Ég mun fjárfesta í kústa og reyna að þrífa í kringum mig. Gústi ég vona að þú kafnir ekki í þessum í þessum ofboðslega hita. Vissirðu að Sævar Jonnu er látinn. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:32

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Nei, vissi ekki um Sævar. Voru það veikindi? Sá var alltaf alúðlegur og indæll, þannig man ég bara eftir honum.

Ágúst Ásgeirsson, 25.7.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ágúst. Fyrirgefðu hvað ég svara seint en ég var bara að sjá þetta núna.. ekki að átta mig á breytingunum á uppsetningunni... Sævar kafnaði í hádeginu einn góðviðrisdaginn í sumar og var þá staddur á Umferðamiðstöðinni einn eins og hann var oftast nær. Já hann var ósköp rólegur og hægur og ég held að hann hafi ekki verið hamingjusamur  maður. Heyrði í Gramma á Spáni á helginni og þá var yfir 40 stig hjá honum. Hafðu það gott kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.8.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband