Leita í fréttum mbl.is

19.júní.

ljósm. Ólafur Aron SveinssonÍ dag er 19 júni og það er einn af mínum uppáhaldsdögum. Ekki bara af því það er kvennadagurinn og upphaf af þeirri réttindabaráttu sem þá hófst og stendur enn, heldur af því það eru margir góðir og skemmtilegir atburðir sem tengjast þessari dagsetningu úr mínu lífi. Til dæmis fékk ég uppfylltan langþráðan draum minn um menntun þegar ég útskrifaðist úr rekstrar og viðskiptafræði úr EHI fyrir akkúrat 10 árum síðan. Í því námi eignaðist ég sjö frábæra vini en það var hópur sem fór að læra saman í náminu og hefur haldið saman síðan í gegnum þykkt og þunnt, sorg og gleði. Einn þeirra er nú látinn. Annað sem átti sér stað á þessum degi er að ég flutti inn í núverandi húsnæði mitt á þessum degi og sama var með það sem ég átti áður. Ekki stendur til að endurtaka þann leik oftar enda er ég afar ánægð með mig í mínu koti. Það er meira en yndislegt að búa í Kópavogi og ég tala nú ekki um þegar næturkyrrðin og fegurðin tekur alveg yfir en það gerist oft á sumarkvöldum. Ég vona að sem flestir eigi gott og friðsamt heimili og óska öllum konum til hamingju með daginn þó hann sé að kveldi kominn. Hann er okkar helsti baráttudagur og vonandi verður hann það um ókomna tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan ljúfa lágstemmda texta.   Svo innilega hvílandi...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Já eru menn ekki bara að verða þreyttir á pólitísku argaþrasi og hörmungarsögum. Til hamingju með daginn Hallgerður. Ég held að þú sért líka mikil kjark- og baráttukona. Bestu kveðjur í þitt kot. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.6.2009 kl. 01:23

3 identicon

Sæl Kolla

Jæja, eru tíu ár síðan við útskrifuðumst.   Þetta var skemmtilegur tími og við lærðum ekki einasta af kennurunum heldur var líka mjög lærdómsríkt að vera í þessum hópi.  Takk fyrir það.   Og þetta nám er það besta sem ég hef kynnst og hef þó kynnst ýmsu síðan. 

Kveðja

Steinar Frímannsson

Steinar Frímannsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 21:27

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Steinar. Frábært að sjá þig hér með komment. Já þetta var góður tími og eins og ég segi við tengdumst öll nokkuð vel. Þú varst nú dúxinn í náminu og það var í eina skiptið sem ég fékk fulla tíu þegar ég var með þér í verkefni. Ég fór svo í starfsmannastjórnun og það var enn skemmtilegra því þá var maður meira að viðra sínar skoðanir og reynslu en að læra nýtt þannig að það var enginn prófskrekkur í manni þar. Hópurinn sem ég var í þar ætlar að hittast í vikunni. Það er frábært þegar maður nær að mynda tengsl sem haldast í raunveruleikanum því það er jú gagnsemin af þessu. Námið í sjálfu sér úreldist nema maður haldi áfram að  nýta það og æfast í aðferðafræðinni. Bestu kveðjur til þín. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.6.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband