Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
29.12.2010 | 20:24
Árið 2010
Nú líður að áramótum. Eins og aðrir er ég farin að rifja upp og skilgreina árið sem er að líða. Var það gott eða slæmt? Hvað var gott og hvað slæmt? Stundum munum við betur eftir því slæma og mér hefur fundist það einkenna mannfólkið yfirleitt, að það á erfitt með að skilja við slæmu hlutina en hinir renna hjá eins og það sé sjálfgefið að allt sé gott og blessað.
Fyrir mér var árið mikið og stórt. Margt gerðist sem er ekki venjulegt hjá mér. Þetta var ekki beint erfitt ár en yfirhlaðið var það. Ný framkvæmdastjórn tók við hjá Sjálfsbjörg lsf og þar með nýr yfirmaður og nýjar áherslur. Meiri vinna í erlendu verkefnunum þremur sem við erum í en nokkru sinni fyrr. Ég hef fengið mikla reynslu í að ferðast á eigin vegum og við misjafnar aðstæður. Ég hef líka æfst í að standa fyrir stórum fundum og ráðstefnum með úrvals fyrirlesurum, en það virðist vera mikið framboð af þeim á Íslandi. Hálft sumarfríið er ótekið, en ég fór samt fimm stuttar ferðir til útlanda. Það voru helgarferðir til Helsingi og Þórshafnar í Færeyjum, en þangað hafði ég ekki komið áður, Köben sem er líka nýtt fyrir mér og einnig tvær vikuferðir til Spánar að spila golf bæði um páska og í haust.
Þrátt fyrir þetta rótleysi náði Amor að koma á mig voðaskoti. Nýr maður birtist í mínu lífi og hefur það verið ný reynsla að kynnast honum og hans afkomendum. Það verður svo bara að sjá til hvernig til tekst með það samband. Auðvitað er alltaf gott að vera í góðu sambandi. Árið var gott fyrir allt mitt fólk og mamma enn á lífi. Þegar ég sótti hana til Þórshafnar fyrir rúmu ári þá var það ávísun á allt illt og óðs manns æði að flytja hana langan veg. Hún er samt glöð og kát unir sér vel og er sannarlega gleðigjafi í mínu lífi og margra annarra.
Ágætur gangur var í golfinu hjá mér þrátt fyrir að missa af úrtökumótunum fyrir landslið LEK vegna helgarvinnu þegar mótin voru haldin. Ég náði þó að lækka mig úr 13,5 í 11,5 í forgjöfinni en náði ekki markmiðinu sem er 10. Tók líka þátt í að landa silfrinu í sveitakeppni öldunga fyrir minn klúbb, GKG, sem er bæting frá fyrra ári og ágætt þó við næðum ekki gullinu.
Það sem var mér erfiðast var að verða 60 ára og vera " að heiman" á þeim degi. Það tók mig 5 mánuði að finna dag til að halda veislu með vinum og vandamönnum, en það var líka herleg veisla og verður lengi í minnum höfð. Ég vil þakka perluvini mínum Tómasi Hallgrímssyni fyrir að leggja mínu fólki lið við að halda uppi stórkostlegri skemmtun fyrir mig og mína gesti. Sérstakar þakkir fær svo barnabarnið Viktor sem söng einsöng til ömmu sinnar. Ég þakka góðar gjafir og glæsilegar og hugsa með hlýhug til gefendanna. Besta gjöfin var auðvitað að eyða í mig undurfögru laugardagskvöldi í maí.
Einnig er ég afar þakklát þeim sem voru þátttakendur í Evrópuverkefnunum sem ég er í og ferðuðust með mér langan veg til að sinna þeim. Það eru góðar og skemmtilegar minningar sem maður safnaði bæði heima og heiman. Svo er það auðvitað kostur að mynda góð tengsl við samtök, félög og einstaklinga sem eru að vinna að sömu málum og við í Sjálfsbjörg. Vonandi nýtist það bæði okkur og þeim þó síðar verði.
Jú þetta var æðislegt ár :) takk fyrir það.
17.12.2010 | 18:26
Gullkistan -jólakveðja
Senn koma jólin og allt sem þeim fylgir og fylgja ber. Það hefur truflað mig undanfarin ár, á jólaföstunni, sú vitneskja að margir hafa mikla mæðu af jólahátíðinni og þeim kröfum sem henni fylgja. Síauknar kröfur um jólatilstand og gjafir kalla á taumlausa kaupmennsku, í frelsarans nafni, sem ekki hefur farið vel í alla. Það eru því misskemmtilega upplifanir sem fylgja jólum. Nú óttast ég að það hafi fjölgað í þessum hópi út af þeirri kreppu sem þjóðin er í.
Myrkur og kuldi er oftast fylgifiskar þessarar árstíðar og hefur auðvitað ekkert með jólin að gera. Jólin eru hinsvegar tilefni til að tendra meiri ljós en venjulega og margir skreyta heimili sín út í flest horn með fallegum og mildum ljósum. Vonandi virkar það upplífgandi á sálarlíf sem flestra.
Nú er viðbúið að enn lengist í matarbiðröðum hjálparstofnana þar sem fólk þarf að nota aurana í annað. Þessar matarbiðraðir eru til stórskammar fyrir vestrænt nútíma þjóðfélag. Ég óttast að fólk aðlagist þessu sem er alls ekki gott mál. Margar fínar lausnir eru til að tryggja að fólk fái í sig og á án þess að standa i biðröð. Það er hinsvegar stjórnvalda að breyta þessu og sjá til þess að enginn búi við fátækt á Íslandi.
Ekki er ástandið í þjóðfélaginu upplífgandi fyrir þjáðar sálir og reyndar ekki fyrir neinn. Ótrúlegar fréttir berast daglega um ákærur og umvandanir ýmiss konar. Sumar fréttir svo óraunverulegar að maður veit ekki hvernig á að bregðast við.
Getuleysi stjórnarandstöðunnar er trúlega í sögulegu hámarki um þessar mundir ef marka má skoðanakönnun Gallup um aukinn stuðning við ríkisstjórn sem fæstir skilja hvað er að gera, ef hún er þá að gera nokkuð.
Í árslok 2010 er loks í augsýn það samkomulag um aðgerðir í málefnum heimilanna sem ríkisstjórnin býður upp á. Í síðustu kosningum 2009, fyrir einu og hálfu ári, vorum við í Frjálslynda flokknum með ákveðnar tillögur um lágmarksvarnir fyrir heimilin sem fólust í leiguréttindum til þeirra sem voru að missa heimili sín og um leiðréttingarhugmyndir skulda heimilanna, um að miða endurgreiðslu lána við greiðslugetu og færa höfuðstól lána í það sem hann var fyrir hrun. Þær tillögur gengu mun lengra og voru réttlátari en þær sem nú eru í boði. Fólk hefur þurft að bíða milli vonar og ótta um að missa heimili sitt allan þennan tíma meðan verið er að afskrifa og hagræða fyrir stórskuldara og sægreifa.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru á borðinu eru rýrar í roðinu og flestir sammála um að þær séu nánast sjónarspil sem bæði mismuna fólki og gangast lítið. Í kjölfar þeirra aðgerða biður svo Samfylkingin, sem er ráðandi flokkur í ríkisstjórn, þjóðina afsökunar á að hafa staðið að hruninu, ásamt fleirum að vísu, og klúðrað málum stórkostlega. Um það geta flestir verið sammála.
Kannski þjóðin fyrirgefi og gleymi en mér hefði þótt við hæfi að þeir ráðherrar sem störfuðu í ríkisstjórninni 2008 og tóku ekki til varna fyrir þjóðina segðu nú af sér til að hægt sé að taka mark á þessari afsökunarbeiðni.
Ég óska lesendum Gullkistunnar gleðilegra jóla og þjóðinni allri friðar og farsældar á nýju ári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2010 | 11:52
Skýjum prýddur Skagafjörður
Ég átti erindi á Sauðárkrók og ekki var um annan dag að ræða en fyrsta dag desembermánaðar. Ég varð að keyra þar sem ekki er flogið þangað alla daga. Ekki finnst mér nú leiðinlegt að keyra um þjóðvegi landsins og hef gert mikið af því síðustu 20 árin. Mér fannst samt frekar verra að nú spáði hálku á heiðum og snjó fyrir norðan. Ég er ein af þeim sem hef tröllatrú á nagladekkjum en nota þau ekki. Það var því með smá óhug sem ég hélt af stað í birtingu.
Brátt léttist lundin og söng ég hressilega með norskri danshljómsveit á leiðinni norður. Ég setti mér það að vera á löglegum hraða eða því sem næst og setti "krúsinn" á. Stoppaði á Blönduósi í pylsu og kók.
Nú var komið að því að fara leið sem ég hafði ekki keyrt áður en þetta var í annað skipti sem ég heimsæki Sauðárkrók. Hitt skiptið var fyrir 25 árum þegar ég fór með eldri dótturina í framhaldskóla þar, en við bjuggum þá á Raufarhöfn. Nú keyrði ég að sunnan og því fór ég niður í átt að Skagaströnd og yfir Þverárfjall og þannig á Krókinn.
Ég var alveg heilluð af fegurð náttúrunnar þó hún væri hulin snjó. Hvítt og frítt skartaði landið mikilli fegurð. Þá var skýjafar afar sérstakt og heillandi og það svo mjög að ég var alltaf að stoppa til að taka myndir á nýju vélina mína. Ég hélt á tímabili að ég væri að upplifa heimsókn geimvera því ský voru eins og fljúgandi furðuhlutir. Glitskýin voru einstök og mikið um græna og fjólubláa liti. Þetta hafði ég ekki séð áður hvorki hér heima né annars staðar.
Á Sauðárkróki var ísing á götum og mér þótti menn keyra fullhratt um strætin. Það var mikið skreytt og jólaljós í flestum gluggum. Alger jólabær. Að loknu erindi keyrði ég svo til baka en var hálf draugahrædd á fjallinu. Heim komst ég án þess að verða vör við löggu hvað þá meira.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko