Leita í fréttum mbl.is

Gullkistan -jólakveðja

HeimaSenn koma jólin og allt sem þeim fylgir og fylgja ber. Það hefur truflað mig undanfarin ár, á jólaföstunni, sú vitneskja að margir hafa mikla mæðu af jólahátíðinni og þeim kröfum sem henni fylgja. Síauknar kröfur um jólatilstand og gjafir kalla á taumlausa kaupmennsku, í frelsarans nafni, sem ekki hefur farið vel í alla. Það eru því misskemmtilega upplifanir sem fylgja jólum. Nú óttast ég að það hafi fjölgað í þessum hópi út af þeirri kreppu sem þjóðin er í.  

Myrkur og kuldi er oftast fylgifiskar þessarar árstíðar og hefur auðvitað ekkert með jólin að gera. Jólin eru hinsvegar tilefni til að tendra meiri ljós en venjulega og margir  skreyta heimili sín út í flest horn með fallegum og mildum ljósum. Vonandi virkar það upplífgandi á sálarlíf sem flestra.

Nú er viðbúið að enn lengist í matarbiðröðum hjálparstofnana þar sem fólk þarf að nota aurana í annað. Þessar matarbiðraðir eru til stórskammar fyrir vestrænt nútíma þjóðfélag. Ég óttast að fólk aðlagist þessu sem er alls ekki gott mál. Margar fínar lausnir eru til að tryggja að fólk fái í sig og á án þess að standa i biðröð. Það er hinsvegar stjórnvalda að breyta þessu og sjá til þess að enginn búi við fátækt á Íslandi.

Ekki er ástandið í þjóðfélaginu upplífgandi fyrir þjáðar sálir og reyndar ekki fyrir neinn. Ótrúlegar fréttir berast daglega um ákærur og umvandanir ýmiss konar. Sumar fréttir svo óraunverulegar að maður veit ekki hvernig á að bregðast við.

Getuleysi stjórnarandstöðunnar er trúlega í sögulegu hámarki um þessar mundir ef marka má skoðanakönnun Gallup um aukinn stuðning við ríkisstjórn sem fæstir skilja hvað er að gera, ef hún er þá að gera  nokkuð.

Í árslok 2010 er loks í augsýn það samkomulag um aðgerðir í málefnum heimilanna sem ríkisstjórnin býður upp á. Í síðustu kosningum 2009, fyrir einu og hálfu ári, vorum við í Frjálslynda flokknum með ákveðnar tillögur um lágmarksvarnir fyrir heimilin sem fólust í leiguréttindum til þeirra sem voru að missa heimili sín og um leiðréttingarhugmyndir skulda heimilanna, um að miða endurgreiðslu lána við greiðslugetu og færa höfuðstól lána í það sem hann var fyrir hrun. Þær tillögur gengu mun lengra og voru réttlátari en þær sem nú eru í boði. Fólk hefur þurft að bíða milli vonar og ótta um að missa heimili sitt allan þennan tíma meðan verið er að afskrifa og hagræða fyrir stórskuldara og sægreifa.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru á borðinu eru rýrar í roðinu og flestir sammála um að þær séu nánast sjónarspil sem bæði mismuna fólki og gangast lítið. Í kjölfar þeirra aðgerða biður svo Samfylkingin, sem er ráðandi flokkur í ríkisstjórn, þjóðina afsökunar á að hafa staðið að hruninu, ásamt fleirum að vísu, og klúðrað málum stórkostlega. Um það geta flestir verið sammála.

Kannski þjóðin fyrirgefi og gleymi en mér hefði þótt við hæfi að þeir ráðherrar sem störfuðu í ríkisstjórninni 2008 og tóku ekki til varna fyrir þjóðina segðu nú af sér til að hægt sé að taka mark á þessari afsökunarbeiðni.

Ég óska lesendum Gullkistunnar gleðilegra jóla og þjóðinni allri friðar og farsældar á nýju ári.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, sömuleiðis!

Björn Birgisson, 17.12.2010 kl. 18:39

2 identicon

Sæl mín ágæta. Rosalega finnst mér þú pólitísk í jólakveðju. Þá vil ég svar þér á sama hátt. Niðurstaða Gallup er að 64% þjóðarinnar er á móti þessari "ríkisstjórn". Staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn (minn) hefur ekki í mörg ár átt svona mikið fylgi, meira en "ríkisstjórnin".

Annars held ég áfram með jólakveðju þína og segi: Landsmenn allir, megið þið njóta komandi hátíðar sem best(og gleymið jólagjöfum "ríkisstjórnarinnar" yfir þessa daga. Skrattakollurinn Steingrímur stórlygari nær öllu af ykkur fyrr en síðar, já líka yfir dauða ykkar. Satt. Ekki spara fyrir jarðaförinni, eftirlifendur sendi reikninginn á Fjármálaráðuneytið með gjaldþrotabeiðni sem fyrnist eftir tvö ár !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 02:21

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Örn og takk fyrir þína kveðju og innlit. Já ég var ansi pólitísk í jólakveðjunni enda að skrifa í pólitískt blað og gat ekki látið vera að nefna það sem stingur í augun í dag þar sem margir voru væntingarfullir til Vinstri grænna og Samfylkingar þrátt fyrir þátt þeirra síðarnefndu í hrunadansinum. Því má ekki gleyma og ekki heldur því að þeim finnst ekki nóg að gert heldur vilja gefa frá sér þó þær auðlindir sem við eigum til EU. Ég var að vísa í skoðanakönnun sem birtist áður en þessi sem þú vitnar til. Mín jólakveðja kemur frá hjartanu og það þýðir að ég trúi því að fólk geti sjálft unnið sig út úr vandanum ef það vill það. Þá þarf að kjósa rétt næst og vera á móti skattahækkunum sem draga allt frumkvæði og dugnað úr fólki. Ég trúi ekki að Jesú eða Jóhanna komi mikið við sögu í upprisu þjóðarinnar -sorry. Látum ekki trú eða pólistíka frasa svæfa okkur. Aðeins hlýtt hjarta og köld skynsemi geta bjargað okkur núna. :)

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.12.2010 kl. 12:38

4 identicon

Sæl aftur mín ágæta.

Af því að þú minntist á Jesú hér að ofan langar mig til að segja þér eina: Það var nú ekki hátt þakið á fjárhúsinu þar sem hann fæddist. Svo duttu inn þrír menn og sá hæsti rak höfuðið í einn bitann í loftinu og tók um staðinn og sagði, "Jesús". María hnippti í Jósep og sagði "þetta er miklu flottara nafn en Hannibal, finnst þér ekki ?" Svona var nú það.

Jólakveðjur til þín.

Örn

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 00:17

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah  já það eru margar sögurnar bæði sannar og lognar það er áreiðanlegt. Þessi ekki verri en margar aðrar. Bestu jólakveðjur til þín og þinna. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.12.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband