Leita í fréttum mbl.is

Skýjum prýddur Skagafjörđur

Saudarkrokur2010 007                                         

 

 

 

 

 

 

Ég átti erindi á Sauđárkrók og ekki var um annan dag ađ rćđa en fyrsta dag desembermánađar. Ég varđ ađ keyra ţar sem ekki er flogiđ ţangađ alla daga. Ekki finnst mér nú leiđinlegt ađ keyra um ţjóđvegi landsins og hef gert mikiđ af ţví síđustu 20 árin. Mér fannst samt frekar verra ađ nú spáđi hálku á heiđum og snjó fyrir norđan. Ég er ein af ţeim sem hef tröllatrú á nagladekkjum en nota ţau ekki. Ţađ var ţví međ smá óhug sem ég hélt af stađ í birtingu.

Brátt léttist lundin og söng ég hressilega međ norskri danshljómsveit á leiđinni norđur. Ég setti mér ţađ ađ vera á löglegum hrađa eđa ţví sem nćst og setti "krúsinn" á. Stoppađi á Blönduósi í pylsu og kók.

Nú var komiđ ađ ţví ađ fara leiđ sem ég hafđi ekki keyrt áđur en ţetta var í annađ skipti sem ég heimsćki Sauđárkrók. Hitt skiptiđ var fyrir 25 árum ţegar ég fór međ eldri dótturina í framhaldskóla ţar, en viđ bjuggum ţá á Raufarhöfn. Nú keyrđi ég ađ sunnan og ţví fór ég niđur í átt ađ Skagaströnd og yfir Ţverárfjall og ţannig á Krókinn. 

Ég var alveg heilluđ af fegurđ náttúrunnar ţó hún vćri hulin snjó. Hvítt og frítt skartađi landiđ mikilli fegurđ. Ţá var skýjafar afar sérstakt og heillandi og ţađ svo mjög ađ ég var alltaf ađ stoppa til ađ taka myndir á nýju vélina mína. Ég hélt á tímabili ađ ég vćri ađ upplifa heimsókn geimvera ţví ský voru eins og fljúgandi furđuhlutir. Glitskýin voru einstök og mikiđ um grćna og fjólubláa liti. Ţetta hafđi ég ekki séđ áđur hvorki hér heima né annars stađar.

Á Sauđárkróki var ísing á götum og mér ţótti menn keyra fullhratt um strćtin. Ţađ var mikiđ skreytt og jólaljós í flestum gluggum. Alger jólabćr. Ađ loknu erindi keyrđi ég svo til baka en var hálf draugahrćdd á fjallinu. Heim komst ég án ţess ađ verđa vör viđ löggu hvađ ţá meira.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Kolla ţađ ţarf meira en snjóföl til ađ hrella fyrverandi Raufarhafnarbúa kv. Erla M

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.12.2010 kl. 21:11

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha já satt segirđu Erla mín. Ég er bara ađ verđa eins og kirkjurotta eđa 101 íbúi hahah hrćdd viđ drauga, vantreysta bílnum os.frv. hahaha  Ég er allavega nógu mikill Raufarhafnarbúi til ađ vera  á gráu svćđi og óttast ţví vegalögguna.:) kveđja til ţín listakona .  Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.12.2010 kl. 22:24

3 identicon

Ég er líka alveg heillađur af norđlenskri fegurđ Kolbrún. Sérstaklega frá Raufarhöfn  Svo eru frábćrir pistlarnir ţínir skemmtilegir, fróđlegir og fallegir

Atli Ágústsson (IP-tala skráđ) 12.12.2010 kl. 19:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 121902

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband