29.12.2010 | 20:24
Árið 2010
Nú líður að áramótum. Eins og aðrir er ég farin að rifja upp og skilgreina árið sem er að líða. Var það gott eða slæmt? Hvað var gott og hvað slæmt? Stundum munum við betur eftir því slæma og mér hefur fundist það einkenna mannfólkið yfirleitt, að það á erfitt með að skilja við slæmu hlutina en hinir renna hjá eins og það sé sjálfgefið að allt sé gott og blessað.
Fyrir mér var árið mikið og stórt. Margt gerðist sem er ekki venjulegt hjá mér. Þetta var ekki beint erfitt ár en yfirhlaðið var það. Ný framkvæmdastjórn tók við hjá Sjálfsbjörg lsf og þar með nýr yfirmaður og nýjar áherslur. Meiri vinna í erlendu verkefnunum þremur sem við erum í en nokkru sinni fyrr. Ég hef fengið mikla reynslu í að ferðast á eigin vegum og við misjafnar aðstæður. Ég hef líka æfst í að standa fyrir stórum fundum og ráðstefnum með úrvals fyrirlesurum, en það virðist vera mikið framboð af þeim á Íslandi. Hálft sumarfríið er ótekið, en ég fór samt fimm stuttar ferðir til útlanda. Það voru helgarferðir til Helsingi og Þórshafnar í Færeyjum, en þangað hafði ég ekki komið áður, Köben sem er líka nýtt fyrir mér og einnig tvær vikuferðir til Spánar að spila golf bæði um páska og í haust.
Þrátt fyrir þetta rótleysi náði Amor að koma á mig voðaskoti. Nýr maður birtist í mínu lífi og hefur það verið ný reynsla að kynnast honum og hans afkomendum. Það verður svo bara að sjá til hvernig til tekst með það samband. Auðvitað er alltaf gott að vera í góðu sambandi. Árið var gott fyrir allt mitt fólk og mamma enn á lífi. Þegar ég sótti hana til Þórshafnar fyrir rúmu ári þá var það ávísun á allt illt og óðs manns æði að flytja hana langan veg. Hún er samt glöð og kát unir sér vel og er sannarlega gleðigjafi í mínu lífi og margra annarra.
Ágætur gangur var í golfinu hjá mér þrátt fyrir að missa af úrtökumótunum fyrir landslið LEK vegna helgarvinnu þegar mótin voru haldin. Ég náði þó að lækka mig úr 13,5 í 11,5 í forgjöfinni en náði ekki markmiðinu sem er 10. Tók líka þátt í að landa silfrinu í sveitakeppni öldunga fyrir minn klúbb, GKG, sem er bæting frá fyrra ári og ágætt þó við næðum ekki gullinu.
Það sem var mér erfiðast var að verða 60 ára og vera " að heiman" á þeim degi. Það tók mig 5 mánuði að finna dag til að halda veislu með vinum og vandamönnum, en það var líka herleg veisla og verður lengi í minnum höfð. Ég vil þakka perluvini mínum Tómasi Hallgrímssyni fyrir að leggja mínu fólki lið við að halda uppi stórkostlegri skemmtun fyrir mig og mína gesti. Sérstakar þakkir fær svo barnabarnið Viktor sem söng einsöng til ömmu sinnar. Ég þakka góðar gjafir og glæsilegar og hugsa með hlýhug til gefendanna. Besta gjöfin var auðvitað að eyða í mig undurfögru laugardagskvöldi í maí.
Einnig er ég afar þakklát þeim sem voru þátttakendur í Evrópuverkefnunum sem ég er í og ferðuðust með mér langan veg til að sinna þeim. Það eru góðar og skemmtilegar minningar sem maður safnaði bæði heima og heiman. Svo er það auðvitað kostur að mynda góð tengsl við samtök, félög og einstaklinga sem eru að vinna að sömu málum og við í Sjálfsbjörg. Vonandi nýtist það bæði okkur og þeim þó síðar verði.
Jú þetta var æðislegt ár :) takk fyrir það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Stórgóður, hreinskilinn og fallegur pistill, enda ekki von á öðru frá þér. Gangi þér sem best á nýju ári, á hverjum þeim vettvangi sem þú tæpir hér á og auðvitað öllum hinum!
Bestu kveðjur frá Grindavík!
Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 21:57
Gott silfur gulli betra. Krakkarnir mínir eru með golfbakteríuna. Þau efndu til keppni á Þorlákshafnarvelli,því sonur minn býr nálægt golfvellinum þar. Einn af þeim leikur með GKG kanski þú hafir att kappi við þau,en mynd af 4 þeirra er í horninu á bloggi mínu. Gott að þú geislar af gleði, þá segi ég áfram gleðilegt ár Kolbrún. "Gott að búa í Kopavogi".
Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2010 kl. 00:18
Ég held að þú hljótir að eiga skilinn titilinn "jákvæðasti íslendingur ársins", það er greinilegt að þú ert með afbrigðum lífsglöð kona.
Til lukku með sextugsafmælið, það telst ansi gott að hafa útlit fertugrar konu eftir að hafa lifað í sextíu ár.
Og ég vil nota tækifærið og óska þér til hamingju með "voðaskot Amors", sá sem fær að njóta þess með þér er lánsamur maður og ég efa það ekki að þú sért líka lánsöm, því ég býst ekki við að þú þolir til lengdar einhverja leiðindadurga.
En ég er sammála þér, þetta hefur verið gott ár hjá mér líka, enda eru forréttindi að búa í svona fallegu landi og vera hluti af góðri og friðsamri þjóð.
Svo óska ég þess að þú og nýi maðurinn í lífi þínu eigið yndisleg áramót saman og náið að rækta sambandið á nýju ári.
Jón Ríkharðsson, 30.12.2010 kl. 12:19
Takk fyrir góðar óskir Björn og góð ummæli. Ég óska þér sömuleiðis vaxandi árangurs í golfinu og meiri spilamennsku á næsta ári. Sömuleiðis að þú eigir afspyrnugott ár framundan að öllu leiti. Vertu áfram skeleggur og hreinskilinn á blogginu það er svo gaman að lesa pistlana þína og komment. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.12.2010 kl. 23:34
Sæl Helga. Besta baktería sem hægt er að fá er golfbakterían því hún gefur manni svo mikla gleði. Endalaus þrá eftir góðum hring og útiveran frábær. Nú er veðurfar á Íslandi svo sérlega gott sumar eftir sumar að það er gósentíð fyrir útivistarfólk og sérstaklega golfara. Ég er svo nýkomin í klúbbinn að ég þekki nánast engan en þetta er stórmyndarlegt fólk á myndinni. Vona að þú eigir góð áramót og gott ár framundan. Besta kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.12.2010 kl. 23:36
Jón þú ert ekki að skafa af því. Maður fer bara hjá sér en takk fyrir fallegt komment. Ég er jákvæð og bjartsýn en líka raunsæ og fyrirhyggjusöm. Ég er steingeit með báða fætur á jörðinni en eins og sagt er um það stjörnumerki þá er það fólk frekar alvarlegt og leiðinlegt á yngri árum en lagast stöðugt eftir því sem líður á. Ég verð örugglega góð á elliheimilinu. Vona bara að þú verðir þar og Björn og kannski Helga líka hahaha þá gæti orðið þokkalegt stuð.
Þessi maður sem dúkkaði upp sló í gegn í dansinum og uppfyllti þessi einföldu skilyrði sem ég set. Reykir ekki, skemmtilegur og góður bæði í eldhúsinu og fleiri herbergjum . Óska þér áframhaldandi friðar og farsældar á nýju ári. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.12.2010 kl. 23:43
Til hamingju, Kolbrún, sérlega fyrir jákvætt hugarfar.
Úrsúla Jünemann, 2.1.2011 kl. 11:52
Gleðilegt ár kella, ekkert "Froðufruss" úr þessari átt eins og frá sumum, svo lengi sem fólk nýtur þeirrar gæfu að eiga góða heilsu og gott skap, er eða verður það ekki eldra en það sjálft vill!
bk og auðvitað er hann BB hérna fyrstur á mælendaskrá, auðvitað bara snillingur, enda norðlenskur inn við beinið!
Magnús Geir Guðmundsson, 2.1.2011 kl. 17:19
Takk Úrsúla gaman að fá þig inn á komment. Ertu enn að spila blak. Ég er svo til í að finna mér lið til að æfa með. Veistu um einhverjar sem gætu tekið mig með? Vona að nýja árið verði þér gott og eftirminnilegt. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 2.1.2011 kl. 21:18
Magnús minn kæri bloggvinur. Mér lætur flest betur en að látast það er alveg rétt og ekki er ég svo djúp að ég sé að nota meiri umbúðir en þarf í mínar skoðanir. Heilsan mín er alveg frábær og aldrei verið betri. Hjólaði 22 km í dag í blíðunni sem var reyndar orðin ansi blaut í restina en blés ekki úr nös . Já er hann BB að norðan, það hlaut að vera, yfirgengilega skemmtilegur maður eins og þú og fleiri. Besta kveðja á þig drengur og takk fyrir samskiptin á árinu. Ég vona að næsta ár verði þér gott og gleðilegt kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 2.1.2011 kl. 21:24
Kolla mín, með sérhverri lýsingu á heilbrigði þínu, finn ég til vanmáttar. 22 kílómetrar á hjólinu! Frábært!
Eru ekki 2222 km að endastöðinni í Neðra?
Hugga mig þó við trú konunnar minnar á framhaldslífið! Hún, þessi elska, er ekki búin að fatta að við hliðið margumrædda munu leiðir skilja!
Hún verður upphafin, en ég niðurgrafinn, rétt eins og laxar útrásarinnar!
Jæja, sjáum til!
Annað.
Fann þessa vísu og datt í hug að senda þér hana, ástföngnum unglingnum á tvíræðum aldri:
Jón minn hefur litla lyst,
langtum betur aðrir sóttu.
Það var aðeins allra fyrst
að hann réri á hverri nóttu.
Björn Birgisson, 3.1.2011 kl. 22:43
haha ég fer nú létt með að bæta við mig 2200 km ef ég get gengið að því vísu að þú verðir það. Þessi vísa er alger snilld. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 4.1.2011 kl. 09:52
Gleðilegt ár, Kolla. Flott uppgjör þetta við það nýliðna en ég tek eftir því að þú skautar yfir pólitíkina. Það er sosum skiljanlegt hjá fólki sem er barmafullt af bjartsýni og lítur bara fram á við.
Ef ekki er lengra niður í Helvíti úr Grindavík en 2222 km, þá býð ég ekki í það!
Ágúst Ásgeirsson, 7.1.2011 kl. 07:40
Sæll Ágúst og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir skemmtileg samskipti á árinu. Já ég reyni að sleppa pólitíkinni því hún er eitthvað svo drepleiðinleg og ómálefnaleg einmitt núna.
Það er nú erfitt að spá hvar helvíti er og hvernig, en Björn er búinn að mæla þetta og ég apa það eftir honum gagnrýnilaust . Hafðu það sem allra best í Frakklandi. Væntanlega óveður og kuldi þar eins og hér. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.1.2011 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.