Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
29.3.2010 | 22:52
Stöðugleikinn og getuleysið
Mörg orð eru stórlega ofnotuð að mínu mati. Búið er að taka sum þeirra úr umferð en það er enn mikið talað um stöðugleika og getuleysi. Pólitískir andstæðingar gaspra mikið um getuleysi landsstjórnarinnar og öfugt. Kjósendur tala um getuleysi þingmanna. Flokksmenn um getuleysi flokksforystunnar.
Ríkisstjórnin talar mikið um stöðugleika og stöðugleikasáttmála. Allir virðast þrá og leita stöðugleika. Kannski er þetta lausnarorð fyrir marga og er þá væntanlega merki um þörf fyrir öryggi. En af hverju þurfum við svona mikið öryggi núna, fólkið sem var tilbúið að taka óskaplega sénsa fyrir hrun. Er það kannski bara hjarðhegðun rétt eins og græðgisvæðingin áður.
Á nýafstöðnu þingi Frjálslyndra talaði fyrrverandi formaður um stöðugleika. Hann lýsti því yfir að hann og Grétar Mar væru ekki bara þungir heldur einnig fastir fyrir. Ég kaus að túlka það þannig að þeir væru trúverðugir og traustir. Góðir saman. Þyngdar sinnar virði í gulli. Þeir virtust sammála nýrri stefnuyfirlýsingu flokksins um að binda flokksræðið enn sterkari böndum en áður. Þetta kom fram í tillögu stjórnar sem fól í sér að frambjóðendur flokksins skulu nú undirrita eið um að hætta ef þeir verða viðskila við flokkinn, sem væntanlega er þá flokksforystan. Jafnframt var samþykkt gömul tillaga til laga um að vísa megi fólki úr flokknum ef það vinnur gegn honum að mati stjórnarinnar.
Hinn þungi og staðfasti fyrrverandi þingmaður, Grétar Mar, var hálf sjokkeraður yfir því að til væri fólk, meira að segja í framboði til ábyrgðarstarfa fyrir Frjálslynda, sem ekki vildi skrifa undir þetta. Þar var hann að meina mig. Ég benti á að stundum verða menn viðskila við flokk sinn út af breyttri áherslu flokksins á ýmis mál. Margrét Sverrisdóttir lýsti því á sínum tíma að hún hefði ekki yfirgefið flokkinn, heldur flokkurinn hana. Minna má á aðskilnað þingmanna Borgarahreyfingarinnar við sína flokksmenn. Það er ekki öllum sama um drengskap sinn.
Kosningaloforð við kjósendur voru léttvæg fundin sem rök þó þingmenn séu bara bundnir af samvisku sinni samkvæmt stjórnarskrá. Það er eiður sem menn verða að skrifa undir þegar menn hefja störf á Alþingi. Flokksræði eykur stöðugleika í stjórnun og veitir stjórn flokksins öryggi og völd. En það er aðför að lýðræðinu.
Er kannski stöðugleikinn ofmetinn. Kallar hann á getuleysi. Er það ekki sveigjanleikinn sem við þurfum í dag. Bæði í stjórnun og stefnumótun, gengismálum, skuldaaðlögun og á sem flestum sviðum daglegs lífs.
Mörgu þarf að breyta en fyrst og fremst þarf að breyta lífsgildum. Það sem ég vill sjá vaxa upp úr rústum kreppunnar, sem orsakaðist mest af græðgi, valdníðslu, flokksræði og flokkadráttum, er aukin áhersla á heiðarleika, orðheldni, velvilja og sanngirni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2010 | 18:23
Hamingjusöm og upptekin
Ég er eitthvað svo yfirgengilega hamingjusöm. Allt svo frábært. Allt skemmtilegt. Allt spennandi. Ætli þetta sé normal ástand hjá konu á mínum aldri. Samt má ég ekkert vera að því. Ég á eftir að gera skattskýrsluna, fara í golftíma til að undirbúa mig fyrir næstu æfingaferð, sem er til Spánar um páskana, og taka vorrassíu í garðinum. Auk þess þyrfti ég að komast í bóklegt vélhjólapróf sem fyrst. Ég er ekki farin að undirbúa afmælisveisluna mína, síðan í janúar, og það er eins og engin helgi sé laus. Vinnan er líka í meira lagi þar sem ég er að undirbúa móttöku tveggja erlendra hópa núna í apríl og málstofu fyrir annan þeirra. Búin að fá frábæra fyrirlesara , auk ráðherra félagsmála, Árna Páls Árnasonar. Síðan er stór vinnufundur nefnda og stjórna Sjálfsbjargar lsf, kannski fimmtíu manns, og svo annar fundur fyrir sambandsstjórnina. Apríl verður fljótur að fara það er víst. Við erum auk þessa á haus á skrifstofunni við að undirbúa þing Sjálfsbjargar lsf, sem er þriggja daga aðalfundur, en það verður haldið úti á landi að þessu sinni. Þetta passar mér reyndar vel þar sem ég er afar verkefnamiðuð og finnst gaman að hafa mörg járn í eldinum ef svo má segja. Allavega finnst mér lífið frábært og vona að svo sé um sem flesta.
23.3.2010 | 18:43
Pólitísk tækling
Fyrir þremur árum síðan ákvað ég að eyða tíma í pólitík. Ég var laus og liðug og hafði mikinn tíma til að sinna því áhugamáli mínu. Ég átti von á því að það yrði fróðlegt og ég myndi bæði kynnast skemmtilegu fólki og öðlast nýja reynslu. Sumt af þessu gekk eftir en annað ekki. Þetta er reynsla sem flestir ættu að sækjast eftir en varast að vera með of miklar væntingar til fólks. Víst kynntist ég mörgu skemmtilegu fólki á þessum árum en fleiri voru þó hinir. Það sem mér þótti skemmtilegast við þetta var kosningaslagurinn, eins og kosningabaráttan er oft kölluð. Að hitta ókunnugt fólk og kynna frábæra stefnu flokksins var létt verk og skemmtilegt. Það var líka gaman að kynnast öðrum frambjóðendum bæði hjá okkur og eins úr röðum andstæðinganna. Þar er margt afbragðsfólk og verð ég að hæla sérstaklega bæði Sif Friðleifsdóttur og hinni brosmildu Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Illugi Gunnarsson var einu sinni með mér í sjónvarpsþætti og kunni ég afar vel við hann sem og Höskuld Þórhallsson. Úr mínum röðum er einn maður sem ég hef meira álit á í dag en áður en það er Kristinn H. Gunnarsson. Hann er einn af þeim sem stóð alltaf við sína skoðun hvort sem hún passaði við flokkinn hans eða stefnu andstæðinganna. Hann er líklega pólitíkus eins og fólk vill sjá í dag þó hann hafi sætt mikilli gagnrýni fyrir flokkaflakk áður fyrr. Það er sem betur fer að minnka flokkshollustan sem hefur leitt okkur í miklar ógöngur. Það kann ekki góðri lukku að stýra að einhverjir séu eigendur að drengskap manns og hafi hann til ráðstöfunar. Þetta er allavega mín skoðun og henni ræð ég sjálf. Nú hef ég skilað því framlagi sem óskað var af mér af mínum flokki , bæði sem ritari , varaformaður og frambjóðandi til þings í tvennum kosningum. Ég vil þakka fyrir þau tækifæri og þá reynslu sem ég hef fengið. Reynslan á vonandi eftir að nýtast mér síðar, en nú er mál að snúa sér að öðrum áhugamálum. Sumarið er á leiðinni og þá verður nægur tími til að iðka áhugamál númer eitt sem er golf og útivist með barnabörnunum og fleiru skemmtilegu fólki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.3.2010 | 18:02
Hringnum lokað
Þá geta aðdáendur Tigersins farið að taka gleði sína á ný. Pilturinn lýsti því yfir að hann væri að fara að keppa í golfi á nýjan leik. Það má því segja að hringnum sé lokað og það sem máli skiptir fyrir heimsbyggðina, og alla eðlilega golfáhugamenn, sé komi ð í réttan farveg. Mér kom ekki á óvart að í fréttinni tyggja fréttamenn upp allt fárið frá a til ö, upp á dag, til að nýta nú allt sem hægt er á sinn smekkvísa hátt eða hitt þó heldur.
Meira hvað Kaninn er þröngsýnn og sjálfhverfur í dómum sínum.
Vona bara að Tigerinn rústi þessari keppni og blómstri sem aldrei fyrr. Enginn hefur gert eins mikið fyrir þessa íþrótt og hann. Þó hann sé ekki minn uppáhaldsgolfari þá er ég mikill aðdáandi hans og óska honum alls hins besta.
15.3.2010 | 20:17
Landsþing Frjálslynda flokksins.
Nú líður að landsþingi Frjálslynda flokksins sem ákveðið var á miðstjórnarfundi, fyrir um mánuði síðan,að halda þrátt fyrir að ár sé í venjulegan þingfundartíma. Þingið verður að Hótel Cabin 19. og 20. mars.
Ekki veit ég hvers vegna en einhvernvegin finnst mér að það sé ekki mikill spenningur fyrir þessu þingi. Ekki hafa verið dramatískar umræður um fundarstað og ekki hefur neinn séð ástæðu til þess að halda það utan Reykjavíkur til að vinna á þinginu verði sem best. Ég vona samt að það verði árangursríkt og farsælt.
Stefna Frjálslynda flokksins, sem hefur alltaf verið mín stefna, hefur aldrei átt betur við en einmitt á þessum tímum, þó segja megi að staðan sé eðlileg afleiðing af því að ekki var hlustað á talsmenn hennar í góðærinu. En hver vill hlusta á raus um timburmenn í miðju fylleríi.
Ég verð að segja að ég er stolt af því að tilheyra þessum hópi sem margir telja sérvitringa og nöldurseggi. Við höfum barist með hjartanu til hagsbóta fyrir þjóðina vitandi það að þjóðin vildi ekki hlusta. Við höfum varað við óhófi og ofneyslu. Við vöruðum einnig við hættunni af framsali kvótans og auknum innflutningi á erlendu vinnuafli. Við höfum viljað sjá fleiri smærri fyrirtæki, einkaframtak í sem víðastri mynd án spillingar, blandað hagkerfi, aðskilnað ríkis og kirkju og sanngjarnt velferðarkerfi.
Enginn fagnar sendiboða slæmra tíðinda eða áhyggjusuði umhyggjusamrar móður sem varar við hættum og erfiðum afleiðingum af ákveðinni hegðun. En hvenær er mál að linni og hvenær er manns eigin vitjunartími. Það er að brjótast í mér núna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko