Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk tækling

baráttaFyrir þremur árum síðan ákvað ég að eyða tíma í pólitík. Ég var laus og liðug og hafði mikinn tíma til að sinna því áhugamáli mínu. Ég átti von á því að það yrði fróðlegt og ég myndi bæði kynnast skemmtilegu fólki og öðlast nýja reynslu. Sumt af þessu gekk eftir en annað ekki. Þetta er reynsla sem flestir ættu að sækjast eftir en varast að vera með of miklar væntingar til fólks. Víst kynntist ég mörgu skemmtilegu fólki á þessum árum en fleiri voru þó hinir. Það sem mér þótti skemmtilegast við þetta var kosningaslagurinn, eins og kosningabaráttan er oft kölluð. Að hitta ókunnugt fólk og kynna frábæra stefnu flokksins var létt verk og skemmtilegt. Það var líka gaman að kynnast öðrum frambjóðendum bæði hjá okkur og eins úr röðum andstæðinganna. Þar er margt afbragðsfólk og verð ég að hæla sérstaklega bæði Sif Friðleifsdóttur og hinni brosmildu Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Illugi Gunnarsson var einu sinni með mér í  sjónvarpsþætti og kunni ég afar vel við hann sem og Höskuld Þórhallsson. Úr mínum röðum er einn maður sem ég hef meira álit á í dag en áður en það er Kristinn H. Gunnarsson. Hann er einn af þeim sem stóð alltaf við sína skoðun hvort sem hún passaði við flokkinn hans eða stefnu andstæðinganna. Hann er líklega pólitíkus eins og fólk vill sjá í dag þó hann hafi sætt mikilli gagnrýni fyrir flokkaflakk áður fyrr. Það er sem betur fer að minnka flokkshollustan sem hefur leitt okkur í miklar ógöngur. Það kann ekki góðri lukku að stýra að einhverjir séu eigendur að drengskap manns og hafi hann til ráðstöfunar. Þetta er allavega mín skoðun og henni ræð ég sjálf. Nú hef ég skilað því framlagi sem óskað var af mér af mínum flokki , bæði sem ritari , varaformaður og frambjóðandi til þings í tvennum kosningum. Ég vil þakka fyrir þau tækifæri og þá reynslu sem ég hef fengið. Reynslan á vonandi eftir að nýtast mér síðar, en nú er mál að snúa sér að öðrum áhugamálum. Sumarið er á leiðinni og þá verður nægur tími til að iðka áhugamál númer eitt sem er golf og útivist með barnabörnunum og fleiru skemmtilegu fólki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi það sama, eins gott að sumarið er að koma. Þetta var erfitt tímabil. Barátta við að halda flokknum frá gjaldþroti. Og það tókst! Þér var sérstaklega þakkað fyrir það á landsþinginu, eða þannig. Og svo var Magnúsi Reynir heiðraður líka. Já, og Guðmundur í Tjaldó líka. Þannig að við sjáum að það hefur orðið mjög góð endurnýjun í forystu flokksins. Ég bauð mig ekki fram í neitt og hef aldrei, ég segi það satt Kolbrún, aldrei þerrað eins mörg tár af öxlinni á mér eftir að framboðsfrestur var út runinn og fólk fattaði að ég var ekki í framboði í neitt embætti. Ég trúi því, Kolbrún, að þessi nýja forysta, Sigurjón sem formaður, Grétar Mar sem ritari og Guðjón sem formaður fjármálaráðs muni rífa flokkinn aftur á lappirnar.

Helgi (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 19:39

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æi, Kristinn H. – hefur málstaður andstæðinga okkar í því máli alltaf verið hans málstaður? ... En gangi þér vel í fríi frá pólitík!

Jón Valur Jensson, 23.3.2010 kl. 20:22

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hi Helgi. Auðvitað vonum við það besta fyrir hönd flokksins og nauðsynlegt að nýtt fólk taki við. Grétar er allavega flinkur að teikna . Guðjón hefur staðið sig vel ekki síst í skuldamálunum þó hann hafi ekki verið einn í því eins og þú segir enda þér margþakkað hahaha. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.3.2010 kl. 21:08

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón Valur. "Okkar málstaður" er Ísland frjálst og utan ESB. Kristinn hefur verið á annarri skoðun held ég og talað þannig að við ættum að samþykkja Icesave. Ég er alveg á öndverðri skoðun við hann en virði hann fyrir að viðra sína. Takk fyrir góðar óskir en ég er eins og Tigerinn í ótímasettu fríi  Bestu kveðjur til þín. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.3.2010 kl. 21:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka fyrir mig, – en ræð ekkert við þessa broskalla.

Jón Valur Jensson, 23.3.2010 kl. 21:18

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þá verður bara brosið þitt að duga . Sumir eru ekki fyrir þessi tjáningartákn en ég nota þá töluvert því ég er stundum misskilin í textanum. kvks.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.3.2010 kl. 21:21

7 Smámynd: Snorri Gestsson

Sumargrín í Leiru um páska !

Snorri Gestsson, 24.3.2010 kl. 18:03

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Snorri og velkominn á síðuna mína. Já er það virkilega komið að því að opna alveg í Leirunni. Þeir eru alltaf snemma á ferðinni eins og Hellan og Höfn. Maður talar nú ekkert um Vestmannaeyjar þá golfparadís. Gangi þér vel. Ég var í golftíma í dag hjá Derrick og það var alveg augljóst að ég á mikið ólært og hlakka mikið til að æfa mig um páskana. kveðja og gangi þér vel í golfinu Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2010 kl. 19:34

9 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ber manni að skilja þetta svo sem þú sért hætt í pólitík? Farir ekki oftar í framboð?

Ágúst Ásgeirsson, 25.3.2010 kl. 18:56

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nei nei  nei alls ekki skilja mig þannig Ágúst. Ég er rétt að læra á þessi fræði en stundum finnst mér óþægilegt hvað ég skynja hlutina fyrirfram. Stundum held ég að ég sé pólitískt skyggn hahaha kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2010 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband