Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2009

Vikan

Stebba_og_Sj__nu_b__rn_1962Fann ţessa mynd af mér á Raufarhafnarvefnum fyrir nokkru og hirti hana ţví hún hefur vissa ţýđingu fyrir mig. Ég er međ verđlaunapening um hálsinn og á höfđinu hef ég húfubát sem merktur er Vikan. Tilefniđ var ađ ég fékk verđlaun frá Vikunni sem ég var umbođsmađur fyrir og var söluhćst yfir landiđ, einhvern tiltekinn tíma. Ţađ var gaman ađ selja Vikuna ţví ţađ vildu allir kaupa bćđi sjómenn, sem ekki sáu mikiđ af blöđum, og eins síldarstelpurnar sem létu ţađ eftir sér ađ kaupa blađiđ. Mađur var ţví mjög vinsćll ţegar mađur birtist klyfjađur af blöđum. Aldrei áđur hafđi ég fengiđ verđlaun og ţekkti engan sem hafđi fengiđ slíkt. Ţá voru ekki keppnir og mót eins og nú tíđkast hvađ ţá mót ţar sem allir fá medalíu fyrir ţátttökuna. Ţetta hleypti miklu kappi í okkur systurnar en systir mín var auđvitađ međ í ţessu og vinkona hennar. Ég var ţví snemma komin í ţađ ađ stjórna liđi. Ég rifja ţetta upp hér í tilefni af ţví ađ ég verđ í yfirheyrslu hjá Vikunni í nćstu eđa ţarnćstu viku.

Kirkjan og krísan

HafnarfjarđarkirkjaÍ gćrkvöld var ég  á málţingi um trúmál og siđferđi sem Hafnarfjarđarkirkja stóđ fyrir međ fulltrúum allra frambođa til Alţingis í pallborđi. Ég frétti af honum tveimur tímum áđur en hann hófst.  Ég rétt náđi ađ mćta og ţar sem ég var rćđulaus og óundirbúinn tók ég nýja liđsmanninn í Frjálslynda flokknum, sr. Karl Matthíasson, međ mér en hann var á sama fundi og ég milli kl:18-19. Ţegar til átti ađ taka varđ ég ađ sitja pallborđiđ sjálf og varđ ţví ađ bjarga mér. Miklir rćđuskörungar voru í panel og ţar á međal ráđherra heilbrigđismála Ögmundur Jónasson, prestsonurinn Höskuldur Ţórhallsson, ritstjórinn Óli Björn Kárason, en hann kom í stađ Ţorgerđar Katrínar, sem er kaţólsk ađ ég best veit, og bćjarstjórinn Lúđvík Geirsson, Bjarni Harđarson bóksali , trúleysingi, fyrrverandi ţingmađur og frambjóđandi ásamt Valgeir Skagfjörđ tónlistarmanni sem kom mér mjög en skemmtilega á óvart. Ćvar Kjartansson sveitungi minn frá Hólsfjöllum í Norđur Ţingeyjarsýslu stýrđi umrćđunni. Ekki var mikil mćting, en góđ og voru málefnalegar spurningar úr sal. Ţađ er einhvernvegin ţannig ađ ţađ skilar manni mestu ţegar upp er stađiđ ađ tala bara spontant út frá hjartanu og láta bara vađa. Ég vona bara ađ guđsmennirnir, sem stóđu fyrir ţessu, hafi ekki móđgast ţegar ég sagđi ađ kirkjan vćri stöđnuđ og nauđsynlegt ađ fara ađ poppa hana upp, auk ţess sem ég sagđist vilja ađskilnađ milli ríkis og kirkju. Ég vil sjá kirkjuna koma sterka fram í hjálparstarfinu núna, međan hún er ríkisrekin, bćđi međ andlegan stuđning, fjármálaráđgjöf og nauđţurftir allar. Annars var ég bara spök.

Landsfundur Frjálslynda flokksins

logo FF  

 

Framundan er Landsfundur Frjálslynda flokksins. Ég hlakka mikiđ til ađ hitta fólk  úr flokknum og fara í gegnum ţađ sem fyrir liggur á ţinginu. Fyrir höndum er mikil málefnavinna og undirbúningur kosningabaráttunnar sem nálgast eins og óđ fluga.

Margir góđir kandídatar eru í frambođi , ţar á međal ég. Ég vil benda lesendum síđu minnar á ađ kíkja viđ á xf.is og sjá hverjir ţar eru upptaldir.

Verđ ţó ađ geta nýjasta frambođsins sem er Magnús Ţór Hafsteinsson sem  bíđur sig fram í formannsslaginn. Ţađ eru semsagt ţrír í bođi til formanns ţrír í bođi til varaformanns  einn til ritarann og einn til formanns fjármálaráđs.

Ţetta er ađ verđa spennandi... sjáumst.

 

 

 


Frambođsmál.

Landiđ í sinni fegurstu myndÉg hef ákveđiđ ađ ţiggja bođ kjördćmafélags Suđvesturkjördćmis um ađ leiđa lista Frjálslynda flokksins í komandi kosningum. Annađ sćti skipar Helgi Helgason stjórnmálafrćđingur og kennari, sonur hins fróma skipherra Helga Hallvarđssonar. Í ţriđja sćti verđur Valdís Steinarsdóttir bókhalds-og skrifstofutćknir og fyrrverandi formađur Sniglanna. Sú virđist mikil dugnađarkona. Fjórđa sćtiđ skipar Björn Birgisson vélsmiđur og starfsmađur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sómamađur út Mosfellsbć. Í fimmta sćti er Haraldur Bogi Sigţórsson verkamađur. Ég vona ađ ţessi hópur nái vel saman ţví augljóst er ađ menn verđa ađ skipta á milli sín verkefnum ţar sem tíminn er skammur og í mörg horn ađ líta. Nú verđur fariđ í ađ klára listann, skipuleggja kosningabaráttuna og stilla strengina ásamt góđum félögum úr öđrum kjördćmum. Ég hlakka til ţingsins um nćstu helgi og vona ađ sem flestir sjái sér fćrt ađ mćta.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband