Leita í fréttum mbl.is

Kirkjan og krísan

HafnarfjarðarkirkjaÍ gærkvöld var ég  á málþingi um trúmál og siðferði sem Hafnarfjarðarkirkja stóð fyrir með fulltrúum allra framboða til Alþingis í pallborði. Ég frétti af honum tveimur tímum áður en hann hófst.  Ég rétt náði að mæta og þar sem ég var ræðulaus og óundirbúinn tók ég nýja liðsmanninn í Frjálslynda flokknum, sr. Karl Matthíasson, með mér en hann var á sama fundi og ég milli kl:18-19. Þegar til átti að taka varð ég að sitja pallborðið sjálf og varð því að bjarga mér. Miklir ræðuskörungar voru í panel og þar á meðal ráðherra heilbrigðismála Ögmundur Jónasson, prestsonurinn Höskuldur Þórhallsson, ritstjórinn Óli Björn Kárason, en hann kom í stað Þorgerðar Katrínar, sem er kaþólsk að ég best veit, og bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson, Bjarni Harðarson bóksali , trúleysingi, fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi ásamt Valgeir Skagfjörð tónlistarmanni sem kom mér mjög en skemmtilega á óvart. Ævar Kjartansson sveitungi minn frá Hólsfjöllum í Norður Þingeyjarsýslu stýrði umræðunni. Ekki var mikil mæting, en góð og voru málefnalegar spurningar úr sal. Það er einhvernvegin þannig að það skilar manni mestu þegar upp er staðið að tala bara spontant út frá hjartanu og láta bara vaða. Ég vona bara að guðsmennirnir, sem stóðu fyrir þessu, hafi ekki móðgast þegar ég sagði að kirkjan væri stöðnuð og nauðsynlegt að fara að poppa hana upp, auk þess sem ég sagðist vilja aðskilnað milli ríkis og kirkju. Ég vil sjá kirkjuna koma sterka fram í hjálparstarfinu núna, meðan hún er ríkisrekin, bæði með andlegan stuðning, fjármálaráðgjöf og nauðþurftir allar. Annars var ég bara spök.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áttu ekki við Höskuld Þórhallsson alþingismann?

Jón Valur Jensson, 20.3.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Eða Þórhall Heimisson Hafnarfjarðarklerk?

Ágúst Ásgeirsson, 20.3.2009 kl. 19:02

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hún á allavega ekki við Þórhall Guðmundsson, sem þó er ANDLEGUR á alla kanta!

En Höskuldur er prestssonur, veit ekki með Þórhall, svo Jón Valur er með þetta líkast til.Og svei mér ef Ævar gamli "hryðjuverkamaðurinn" frá Laxá og MA-maður með meiru, verði ekki Sr. Ævar fyrr en síðar!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 22:20

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

  æææ hvað er maður að skandalisera núna.. jú auðvitað var það næstum því formaður Framsóknar hinn afar geðþekki Höskuldur Þórhallsson sem ég á við.

Ég var með sr. Þórhalli Heimis í pallborði í Flensborg í síðustu viku og það var bæði skemmtilegur og fróðlegur fundur. Það kom mér á óvart að unga fólkið hafði mikinn áhuga á sjávarútvegi og var með fyrirspurnir um hann. Það fannst mér afar gott og vona að við í FF náum að vekja fólk til vitundar um að nú er tími breytinga og best að byrja þar sem spillingin byrjaði sem varð okkur að falli. Auðvitað hefur spilling alltaf verið til það vitum við. Best að laga vitleysinu í færslunni og biðja Höskuld afsökunar hér með. Bestu þakkir fyrir ábendinguna báðir tveir. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.3.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Magnús þú slappst inn á meðan ég var að leiðrétta færsluna. Þetta var bæði og því ég var að slá þessum nöfnum saman enda nýbúin að hitta þessa ágætu menn í fyrsta skipti nú nýlega. Þú veist líklega að andlegu atgervi fer að hraka hjá fólki upp úr 27 ára . Ævar, hinn flotti útvarpsmaður er búin með guðfræðinámið en ekki vígsluna. Hann er sumsé brauðlaus.kveðja Kolla.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.3.2009 kl. 22:32

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ber að skilja þetta svo að Hólsfjallamaðurinn hafi látið af fyrri trú? Kommúnismanum? Og kominn yfir í kristindóminn? Eða er hægt að eiga marga guði í einu?

Ágúst Ásgeirsson, 20.3.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ja nú er stórt spurt.   Annars var ég að horfa á kristilega sjónvarpsstöð áðan og þar voru menn að tala um að þeir ættu að fara og vera virkir í stjórnmálaflokkum og láta ekki troða á sínum skoðunum og réttindum. Svo virðist sem þetta geti farið saman virkar bæði frekar einhliða á mig enda er ég frjálslynd. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.3.2009 kl. 00:29

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mörg er lífsins listin,

létt og dregin sjálfsmynd.

Víst mun Kolla kristin,

kvinna já og FRJÁLSLYND!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 02:42

9 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Nýjustu tíðindi innanúr Frjálslynda flokknum verða tæpast rædd í sömu andrá og kristilegt bræðralag, eða hvað? Hvað er eiginlega að gerast? Ásgerður gagnrýndi skrif Kolbrúnar Bergþórs, en er hún ekki að staðfesta þau, eða hvað. Er hún ekki sjálf að stuðla að því að gera flokkinn að engu? 

Ég skal ekkert röfla þótt þú kommentir ekki á þetta! En fagna ef þú gerir.

Ágúst Ásgeirsson, 23.3.2009 kl. 13:10

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. Þú ert umburðalyndur þykir mér  Ég veit ekki hvort frúin veit sjálf hvað hún er að gera en ekki kemur þetta mér á óvart. Ég bendi á blogg Viðars Guðjohnsen og eins má sjá hér hugleiðingar annars flokksmanns um tiltekið efni. Ég hef ekki sagt að það hafi ekki verið fótur fyrir skrifum nöfnu minnar en mér fannst hún þröngsýn og dómhörð í meira lagi. Framkomu ÁJF var ég búin að spá nákvæmlega svona, sama hvort hún myndi tapa eða vinna hún myndi hætta og aldrei vinna neitt fyrir flokkinn heldur fylgja Jóni og Eiríki. Hefur eflaust viljað sanna mátt sinn áður og eins til að vekja athygli. Ég hallast æ meir að því að ég sé mikill mannþekkjari og etv með pólitíska lesturinn nokkurn veginn á hreinu. Nema þetta séu náðargjafir spákonunnar hver veit. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.3.2009 kl. 20:46

11 identicon

Heyrði því fleygt að þessi uppákoma með nýja fyrrverandi varaformannin,hafi verið fyrirsjáanleg.Ég sé það fyrir mér að þú, Kolbrún eigir  frekar samleið með V G.Mikið mislyndi virðist vera í Frjálslynda(mislynda) Flokknum.Gunnar Örlygs fór,Kristinn H fór,Jón Magnúss fór,Ágerður,farin,  man ekki eftir fleirum í bili.Kolbrún þinn tími mun koma.

NN (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:56

12 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Hvað áttu nákvæmlega við þegar þú segir að kirkjan sé stöðnuð? Á hvaða sviðum er hún stöðnuð? Hvernig á hún að koma meira að hjálparstarfi en hún gerir nú þegar? Hvaða rök finnst þér vega þyngst þegar kemur að aðskilnaði ríkis og kirkju?

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.3.2009 kl. 10:24

13 identicon

Ég hef alla mína tíð sett stórt  ?  við kirkjuna og margt sem henni fylgir, sérstaklega suma presta.    Ef hún á að fræða mig um Guð þá get ég allt eins farið á fund hjá Sálarrannsóknarfélaginu eða AA, þar er oft meira talað um Guð en í sumum kirkjum landsins og kannski á "skiljanlegri" hátt.  Mér finnst hún "stofnun" sem hefur kannski ekki svo mikið með mína trú að gera og tel að við ættum að aðskilja hana frá ríkisbákninu.

Að móðga guðsmann er varla merkilegra en að móðga aðra  þeir hafa lítið umfram sum okkar nema háskólagráðu, sem er jú dálítið, en hefur lítið með það að gera hvernig ég meðtek mína trú  

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 14:57

14 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Páll fer kannski ekki mikið í kirkju. Þar er mjög mikið talað um Guð á mjög skiljanlegri íslensku. 

 Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.3.2009 kl. 16:07

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN . Ég á ekki samleið með VG þó svo að sú staða sé uppi núna í augnablikinu (  ) að við verðum að hörfa til fortíðar í lífstíl og hugsunum. Þeir eru eins og ég á móti ESB en ég treysti ekki á þá yfirlýsingu enda er hún kakkloðin og opin í báða enda hjá þeim. Vísa sem er í glugga hjá mér hljóðar svo.

Lífs í hringferð allri er / einn og sami kraftur / maður kemur maður fer/ maður kemur aftur.

Ég er trygglyndið uppmálað og ekki að fara að yfirgefa flokkinn.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2009 kl. 17:51

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Grétar. Mér finnst rekstrarformið á kirkjunni staðnað og þungt. Ég hef þá trú að margir prestar væru að gera marga og miklu betri hluti með trúna sjálfa ef þeim væri ekki svona miðstýrt. Sumir eru auðvitað ánægðir með þetta eins og kennarar voru hér áður og fyrr með sama námsefni og sömu prófin. Engin ný sköpun. Það finnst mér vega þyngst og svo hin hliðin að það er ósanngjarnt að mismuna trúarsöfnuðum fjárhagslega og að taka afstöðu með einni umfram aðra. Ég vil sýna umburðarlyndi í trúmálum eins og öðrum og þetta er ein af þeim leiðum sem má fara. Trú á að vera einkamál.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2009 kl. 17:58

17 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Páll. Ég er nú bara að segja þetta af því það er svo viðkvæmt málefni, trúin, og prestar oft með miklar varnir um þá umræðu. Ég vil auðvitað ekki móðga neinn (síst svona rétt fyrir kosningar hahahah). En Grétar þó mínum kirkjuferðum hafi fækkað þá er ég ekki sammála því að þetta sé mjög skiljanlegt hjá prestunum mörgum hverjum. Sami upplesturinn eftir því hvaða dagur er sem messan fer fram í flestum kirkjum landsins og ekki bara á jólum. Nokkrir prestar hafa náð að tengja trúna við daglegt líf og koma með ágætis dæmisögur úr nútímanum en varla margir.

Besta jólamessa sem ég hef farið í var í Ólafsvíkurkirkju fyrir mörgum árum og þá gleymdist jólaguðsspjallið og ég slapp við söguna um fæðingu frelsarans sem ég er búin að fá hundleið á. Guð fyrirgefi mér. Hins vegar eru helgisöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar alger gullkorn sem ekki er hægt að fá leið á.  Bestu kveðjur til ykkar allra Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2009 kl. 18:16

18 identicon

Kolbrún, þú nefnir þarna Séra Bjarna Þorsteinsson .Einsog þú líklega veist að þá er safn á Siglufirði sem helgað er ævistarfi séra Bjarna,þangað hef ég komið í tvígang,og er það stórkostlegt.Umsjónarmaður safnsins er Tónlistarstjórnandinn og tónlistarkennarin og snillingurin,hann Gunnsteinn Ólafsson.

NN (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:52

19 identicon

Kolbrún þú getur látið flest flakka í mín augu og eyru, ég fékk víst ekki þá "guðsgjöf" að geta móðgast.  Ææ   ég missti þetta óvart á lyklaborðið þetta með "guðsgjöfina" og ég veit að Guð móðgast ekki heldur, það er mín trú.  Hann er ekki eins rosalega "hátíðlegur" og sumir kirkjunnar menn og reyndar margir aðrir vilja halda fram og ég hef frekar trú á því að hann undrist sjálfur þegar hann horfir á mannfólkið og spáir í það hvernig honum tókst að skapa svona furðulegar verur  

En hann Grétar benti á að ég færi kannski ekki mikið í kirkjur og einnig að þar væri mikið talað um Guð á skiljanlegri íslensku.  Auðvitað á svo að vera.  Ég verð að viðurkenna að ég fer ekki oft í messur, en í sumum messum sem ég hef mætt í hefur sjaldnar verið talað um Guð og á óskiljanlegri hátt en ég hef heyrt um hann rætt hjá Sálarrannsóknum og AA 

Annars fer ég mjög mikið í kirkjur í Englandi og Frakklandi þegar ég á leið þar um og ekki síst þær elstu og svo er líka ákaflega gott að koma í Akureyrarkirkju.  Í þessum kirkjum dáist ég að öllu sem fyrir augun ber og nýt þess oft að vera í kyrrðinni og þeim góða "anda" sem sumar kirkjur hafa að geyma.   

Kolbrún, þú ert sem sagt sveitastelpa frá Hólsfjöllum,  gaman að heyra það og ekki til að draga úr áliti mínu á þér og til hamingju með verðandi starf varaformanns.  Ég vona að ykkur takist að "kristna" prestinn ykkar hann Karl og láttu karlinn fara að huga betur að þorskinum en hann gerði hjá Samfylkingu.

Ég hef þá "trú" að aðskilnaður milli ríkis og kirkju komi til með að losa kirkjuna við "drunga ríkisins" sem mér finnst dapur blettur á henni.  

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 02:34

20 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Án efa eru sumir prestar illa skyljanlegir. Það eru líka æði margir pólítíkusar o.s.frv. Og svo sannarlega er ekki öllum gefið að koma efni frá sér á góðan hátt.

Kolbrún segir:  "Sami upplesturinn eftir því hvaða dagur er sem messan fer fram í flestum kirkjum landsins og ekki bara á jólum." Því er þannig háttað að upplestur í kirkjunum fer eftir svokölluðum textaröðum sem eru fyrirfram ákveðnar. Þetta er hluti af helgihaldi kirkjunnar og kirkjuárinu. Út frá þessum tekstum er síðan prédikunin unnin.

Þótt ég sé ekki búinn að gera endanlega upp hug minn varðandi aðskilnað ríkis og kirkju þáhallst ég nú frekar að aðskilnaði heldur en hinu. Kirkjunnar vegna.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 25.3.2009 kl. 16:01

21 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

NN Ég man óljóst eftir að hafa heyrt um þetta safn en mundi ekkert hvar það var. Ljótt að vita það ekki í fyrra þegar ég heimsótti Siglufjörð á 50 ára afmæli Sjálfsbjargar fyrsta félagsins okkar.

Páll takk fyrir skemmtilega bloggfærslu. Sammála því að Guð hefði ekki gefið okkur kímnigáfuna nema fyrir að við ættum að nota hana. Ekki þekki ég samkomur hjá Sálarrannsóknarfélaginu né AA en veit auðvitað eins og allir að þeir hafa sína æðruleysisbæn í AA og túlka Guð eftir skilningi sínum á honum  . Ég fór í fyrra í Péturskirkjuna í Róm  og Vatíkanið er mikið og voldugt bákn sýndist mér. Margar kirkjur eru meira eins og söfn og þar er opið fyrir fólk að koma og biðja og vera við athafnir. Gott mál. Ég bað heitt og innilega í Péturskirkjunni fyrir ákveðnu máli og 15 mínútum síðar var hringt og mér tilkynnt að mál hefðu gengið eins og ég vildi og bað. Mjög áhrifaríkt svo maður segi ekki meira. Nei nei ég er ekki af Hólsfjöllum sagði þetta bara af því við erum komin í sama sveitarfélag og það nær til Húsavíkur. Reyndar er hvergi fegurra en í Öxarfirði og Kelduhverfi og ég hef mikla ást á þeim stað. Minn uppáhalds held ég bara. Varðandi varaformannsembættið er það afgreitt eftir ákveðnum reglum og allt óvíst með það. kemur bara í ljós.Sr. Karl passar held ég ágætlega í hópinn hjá okkur og mér líst mjög vel á hann. Hann getur alveg haldið sinni trú óáreittur. Draugar ríkisins það er vel orðað. Íþyngjandi bákn. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2009 kl. 21:46

22 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Sæll Grétar. Satt segir þú. Ég hef átt í mesta basli með að koma mínum skoðunum á framfæri og stundum bara í vandræðum með að fá orðið. Varðandi upplesturinn sem ég nefndi þá veit ég allt um það að þetta er fyrirfram mótuð stefna eftir dögum og árstíðum. Í fyrra fór ég í messu bæði kl 1800 á aðfangadag og aftur seinna um kvöldið og það var sama ræðan en sitthvor kirkjan. Menn eru bara að lesa of mikið beint úr ritningunni. Ég þarf ekki að nefna að prestar eru mjög ólíkir, eins og stjórnmálamenn, margir gera þetta vel og fá á sig stimpil eins og tískuprestur.  Ég held að það væri bara betra fyrir bæði að skilja að skiptum, kirkjuna og ríkið. Auðvitað þarf að skoða kosti og galla náið og meta það kalt en ekki eins og það sé eitthvert trúboð. Með kveðju Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2009 kl. 22:00

23 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Komdu sæl Kolbrún enn og aftur:-)

En ef menn lesa ekki upp úr ritningunni í kristinni kirkju úr hverju þeir þá að lesa? Biblían er það rit sem kristin kirkja biggir játningu sína og starf á. Ég átta mig ekki alveg á hvað þú ert að fara þarna?

Kveðja

Grétar

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 29.3.2009 kl. 20:57

24 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Grétar. Nei þú áttar þig ekki á því og það er ekkert skrýtið. Það er nú þannig með þetta blogg að maður getur aldrei verið nógu nákvæmur og oft mun auðveldara að snúa orðum til ills en góðs. Nú er ég ekki að tala um þig heldur bara svona almennt. Það væri ágætt ef fleiri væru færir um að spyrja þá bara eins og þú gerir.

Þegar ég er að tala um að það sé bara lesið "beint" upp úr biblíunni þá er ég að meina að mér finnst að ef verið er að tala um lifandi trú þá eigi að leggja út frá þeirri hugsun sem ritningin greinir frá en ekki bókstafnum sjálfum. Dæmisögur og tilvitnanir eru gamlar og tilheyra öðrum tíma og hefðum en hugsunin og andinn er sá sami og það er hann sem lifir og á að leiða okkur í trúnni.  Annars væri bara betra ef þetta væri á latínu og tilbeiðslan eftir því hvernig hver og einn skilur boðskapinn. Einn besti prestur sem ég hef heyrt í er sr. Kristján Valur Ingólfsson og hann var ( og er eflaust) snillingur í að flétta þetta tvennt saman. Auðvitað veit ég að það er einn liður í þessu að kynna ritninguna og er ekki að tala um að það eigi að breyta henni sjálfri heldur predikununum og svo mætti létta messuformið þó það verði ekki eins poppað og Hvítasunnumessurnar Vona að bróðir minn lesi þetta ekki  kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.3.2009 kl. 22:26

25 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Heil og sæl

Takk fyrir að útskýra þetta fyrir mér. Sammála er ég þér með að séra Kristján er svo sannarlega einn besti prédikari sem vi höfum og eru þeir þó ansi margir, vil ég meina (má benda á www.tru.is því til staðfestingar). Ég hygg að flestir prestar geri einmitt það að leggja út frá þeirri hugsun sem er í þeim dæmisögum og frásögnum sem biblían greinir frá. Að minnsta kosti er það mín reynsla. Eflaust gera það ekki allir og hugsanlega erum við ekki að fara í sömu kirkjur eða ekki að hlusta á sömu prestana. Svo er það líka hið besta mál að hver prestur hafi sína aðferð. Ekki vil ég taka um messur á latínu og ég held að fæstir myndu vilja það. Um þetta er m.a. deilt í kaþólsku kirkjunni en nú vill blessaður páfinn fara að taka upp þann sið að nýju, æði mörgum til mikillar armmæðu þar á bæ. Latína er falleg en það á ekki að loka trúna inni á máli sem fæstir hafa góð tök á.

Þar með læt ég þessu nú lokið og þakka fyrir skrifin:-)

Kveðja

Grétar

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 29.3.2009 kl. 23:44

26 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Grétar. Gott að enda þetta á að vera sammála um ýmislegt þ.m. KVI.Mér finnst það nú orðið bráðnauðsynlegt að Kaþólska kirkjan snúi sér að latínu eða esperantó allavega ekki að láta páfann tala neitt annað svo hann skiljist ekki þegar hann opinberar hryllilega fordóma og vanvirðu við lífið og réttlætið eins og átti sér stað nú nýverið er hann fordæmdi læknisaðgerð á stúlkubarni sem var nauðgað af stjúpa sínum og gekk  með tvíbura. Það er varla hægt að skilja svona ofstæki og best væri að heyra ekki um það. Svona atburðir ræsa upp í mér reiðina. Ljúkum þessu bara á ljúfu nótunum og virðum skoðanir annarra. Er það ekki bara málið. Takk fyrir innlitið. Í friði guðs og góðra manna kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.3.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband