Leita í fréttum mbl.is

Framboðsmál.

Landið í sinni fegurstu myndÉg hef ákveðið að þiggja boð kjördæmafélags Suðvesturkjördæmis um að leiða lista Frjálslynda flokksins í komandi kosningum. Annað sæti skipar Helgi Helgason stjórnmálafræðingur og kennari, sonur hins fróma skipherra Helga Hallvarðssonar. Í þriðja sæti verður Valdís Steinarsdóttir bókhalds-og skrifstofutæknir og fyrrverandi formaður Sniglanna. Sú virðist mikil dugnaðarkona. Fjórða sætið skipar Björn Birgisson vélsmiður og starfsmaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sómamaður út Mosfellsbæ. Í fimmta sæti er Haraldur Bogi Sigþórsson verkamaður. Ég vona að þessi hópur nái vel saman því augljóst er að menn verða að skipta á milli sín verkefnum þar sem tíminn er skammur og í mörg horn að líta. Nú verður farið í að klára listann, skipuleggja kosningabaráttuna og stilla strengina ásamt góðum félögum úr öðrum kjördæmum. Ég hlakka til þingsins um næstu helgi og vona að sem flestir sjái sér fært að mæta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel í þínum verkum. Sjáum svo til hvar við eigum vegamót í skoðunum....kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:28

2 identicon

ps. þessi vinkill að Baulu er uppáhalds...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:29

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolbrún.

Sá fyrst fundarboð á heimasíðu um miðjan dag í dag, um fund kl.18. ræddi við Pétur og hann sagðist afboða fundinn, þess vegna kom ég ekki.

Voru margir ?

Hvernig féllu atvkæði í sætaskipan ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.3.2009 kl. 01:06

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Atkvæði átti þetta að vera þarna.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.3.2009 kl. 01:07

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Komið þið sæl. Gísli ég er alveg til í að máta skoðanir við þig og er næsta viss um að þær geta farið vel saman ef þú lætur af aðdáun við ESB og lítur á okkar auðlindir eins og þessi mynd, sem er líka uppáhalds vinkill hjá mér, sýnir þá er gnótt af verðmætum í landinu okkar. Takk fyrir góðar óskir og sömuleiðis vona ég að þú verðir MJÖG  framarlega í prófkjörinu svo þú komist á þing. Sæl GMaría. Það var leitt að þú fékkst þessa meldingu. Þarna var að kynna sig ung kona Valdís og mér leist mjög vel á hana. Þú þekkir hana kannski því hún er búin að vera lengi í flokknum ( Það er ég sem er ný  )Það voru borin upp 5 efstu sætin, því Guðlaug sem var hjá okkur í 6. sæti síðast síðast dró sig til baka bara á fundinum þannig að það vantar í það. Ég held að þau sæti hafi verið samþykkt án mótatkvæða. Nei það voru ekki margir. Þetta er ekki góður tími til að funda. Föstudagskvöld og útsvarið í sjónvarpinu. Þetta var hinsvegar mjög góður fundur og mikið rætt um efnahagsmál og áherslur frambjóðenda. Er ekki fundur í Suðrinu í dag. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.3.2009 kl. 08:02

6 identicon

Sæl Kolla til hamingju með tilnefninguna í fyrsta sætið,vonandi verður þú  alveg inni núna í kosningunum,en ekki inni og úti eins og síðast.

Sendi baráttu kveðjur að norðan.

Kveðja Siggi Páls 

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 11:53

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það tekur enginn mark á þessum flokki fyrr en beðist verður opinberlega afsökunnar á þeim rasisma sem hefur verið boðaður í nafni hans.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 18:38

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Siggi. Bestu þakkir fyrir góðar óskir. Hvað er að frétta að norðan. Það vantaði einhver 17 atkvæði síðast til að verða kjördæmakjörinn en við sjáum til hvernig gengur núna. Það verður bara að taka því. Það er samt mikill hugur í okkar fólki og gott fólk  með mér þarna. Ég er búin að vera á leiðinni norður í heila viku en ég ætlaði að fara keyrandi með tvö ungabörn og látlaus stórhríð hefur verið hálf fráfælandi. Fer fyrir rest  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.3.2009 kl. 20:32

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Hilmar. Já það er gríðarleg eftirspurn eftir afsökunarbeiðnum núna. Ef ég hef einhvertíma hljómað sem rasisti þá biðst ég afsökunar á því . Á okkar lista í SV var vinur minn "Nói" sem er Thailendingur síðast og vonandi verður hann líka núna. Það eru ekki bara Íslendingar sem vildu hefta innflutning vinnuafls. Allt hugsandi fólk sá að með ótakmörkuðu vinnuafli myndi hjól framkvæmda renna af miklu meiri hraða en litla Ísland réði við. Ekki flókið fyrir venjulegt fólk, að minnsta kosti í dag. Ég þekki þó einkar vel þennan stimpil sem Steinunn Valdís skellti á flokkinn í beinni útsendingu og Samfylkinginn notaði óspart til að losna frá loforði sem kallað var "kaffibandalag". Það var nú bara fyrsta loforðið sem var svikið en nú er sviðin jörð af loforðum sýnist manni. Láttu mig endilega vita ef þú þarft fleiri afsökunarbeiðnir því það er mikilvægt að það verði hlustað á rödd Frjálslynda flokksins, einmitt núna á þessum tímamótum þjóðarinnar. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.3.2009 kl. 20:45

10 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Óska þér góðs gengis í komandi kosningum.

Runólfur Jónatan Hauksson, 7.3.2009 kl. 21:22

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Takk Runólfur. Ertu ekki að gefa þig?  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.3.2009 kl. 21:45

12 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég sagði ekki að þú værir rasisti en í nafni flokksins hefur þó verið hafður uppi rasismi t.d. hjá Jóni Magnússyni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur sem gengst við því að vera rasisti.

Flokkurinn hefur talað um að Ísland sé að fyllast af útlendingum og það ógni skjannahvítri húð íslendinga. Jón líkti svörtum mönnum við apa þegar hann var í flokknum og allir vita um ógeðslegar aðfarir Magnúsar gegn sárafáum konum frá Írak einungis vegna þess að þær aðhylltust Íslam. Dæmin eru endalaus.

Aldrei hefur þessi rasismi verðið fordæmdur af flokknum heldur hlegið eins og þú gerir og gert lítið úr alvöru málsins.

Ef þið viljið láta taka ykkur alvarlega ættuð þið að losa ykkur við rasistana úr flokknum og birta opinbera afsökunarbeiðni til þjóðarinnar sem og að breyta viðhorfum ykkar til erlendra verkamanna sem kjósa að setjast hér að sem tilheyra gamaldags viðhorfum og úreltum.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 21:48

13 identicon

Hilmar líttu þér nær,hverjir voru það sem smöluðu fólki hér á Akureyri og Reykjavík 2 vikum eftir síðustu kosningar og ráku það úr landi.

Ekki voru það Frjálslyndir

Kv Siggi P 

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 22:43

14 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hvaða fólk ertu að tala um Sigurður?

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 22:45

15 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Kolbrún,,, Nei ég er enn jafn ákveðinn í að mæta ekki á kjörstað nema þá til að skila auðu. Reyndar hefi ég hlerað að lýsa eigi yfir sjálfstæði Ríkis Vatnajökuls sama dag og aðrir ganga eða keyra á kjörstað.

Kveðja..........Runólfur.

Runólfur Jónatan Hauksson, 7.3.2009 kl. 23:40

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hilmar. Það kann að vera að Jón hafi farið yfir strikið eins og alkar gera stundum og hann er farinn úr flokknum. Hann er nú sjálfur eins og meikuð kerling á litinn þannig að hann hefur varla verið að tala um skjannahvíta húð . Eins er Guðrún Þóra farin en ég man að hún lýsti því einhvertíma á sinni bloggsíðu að hún væri rasisti. Hvað getur flokkurinn skipt sér af því? Hvað Magnús Þór varðar var ég ekki sammála honum í þessu máli en það var sveitarstjórnarmál og snéri að félagsmálum á Akranesi. Hann situr það í félagsmálanefnd ef ég man þetta rétt. Ég er einmitt á því að ef við þurfum að vera að taka þátt í svona hjálparstarfi sé þetta einmitt leiðin þ,e, að taka konur hingað og hældi Ingibjörgu Sólrúnu fyrir það (eignaði henni það einhverra hluta vegna) Já ég hlæ að þessu eins og mörgu sem mér finnst fáránlegt. Allavega hvað mig varðar og minni á að formaðurinn er giftur pólskri konu og frekar langsótt að ásaka hann um eitthvert útlendingahatur. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.3.2009 kl. 23:44

17 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Auðu ekki nema það þó Runólfur. Hvaða bull er þetta með Vatnajökul ? Hvað næst? Eru menn að yfirgefa lýðveldið? kv Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.3.2009 kl. 23:46

18 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ef meðlimir flokksins eru rasistar á að reka þá í burtu. Það fylgir því að vera með stjórnmálaflokk í lýðræðissamfélagi. Þessu hefur Guðjón brugðist og hefur þegjandi tekið undir rasismann þó svo að hann eigi pólska konu sem ég veit að er ekki múslími eða af "óæðri kynþætti".

Þetta er raunar alveg rétt með Jón. Hvers vegna er hann að fara í ljós ef hann er svona stoltur af hinum hvíta kynþætti?

Mér finnst mjög slæmt að Sjálfstæðisflokkurinn taki honum með opnum örmum. Ég efast um að ég kjósi flokkinn ef hann verður í framboði.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 23:53

19 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Jamm svo virðist vera. Altéð er búið að stofna Ríki Vatnajökuls, og fyrst svo er þá mun víst vera næst á dagskrá að lýsa yfir sjálfstæði og yfirgefa hið sökkvandi skip Ísland.

Runólfur Jónatan Hauksson, 8.3.2009 kl. 00:12

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SVei mér ef þú ert ekki búin að eignast tvo eldheita aðdáendur frú K! Bítast hér hver í kapp við annan um athygli og aðdáun þína, svo þaulsetnir eru þeir hérna!

Þeir hljóta að kjósa þig báðir á endanum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 00:23

21 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já svei þér þá Magnús ef þú heldur að samskipti sé sama og aðdáun en vonandi kjósa þeir flokkinn. Það eru skýr skilaboð um að fólk vilji breytingar og nú vita allir að það er ekki erfiðara að flytja kvótann til þjóðarinnar en allt bankakerfið. Svo er það þannig að þú ert alveg að fara að yfirgefa mig eftir Davíðsdaðrið um daginn þannig að það þarf að  koma sér upp nýjum viðmælendum  

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.3.2009 kl. 10:11

22 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hilmar það er rétt að það þarf að vera hægt að vísa manni úr flokknum ef hann skaðar hann með málflutningi sínum. Þetta með óæðri kynþætti þá er bara þetta orð hálf ógeðslegt en hitt er rétt að það er ólík menning og vandi fyrir það fólk að aðlagast okkar menningu sem er nú oft á tíðum óttaleg vitleysa. Ég var með hugmynd um leið í þá átt, að kenna þeim sem hingað koma með öðrum hætti íslensku og ef það væri gert yrði það menningaraðlögun í leiðinni. sjá hér  Vertu ekkert að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en ef þú gerir það þá mæli ég með Illuga Gunnars  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.3.2009 kl. 10:21

23 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Runólfur. Ætli sé ekki hægt að sækja um pólitískt hæli í nýja ríkinuÖ Top of the Iceland. Viljum við ekki alltaf vera á toppnum. Annars er Ísland alls ekki sökkvandi skip. Það er spennandi skipspláss með mikla sóknarmöguleika (kvóta ? ) en þarf bara að sækja nýjar tegundir og taka upp nýjar vinnuaðferðir og veiðafæri ( svo maður hangi í sjómannamálinu  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.3.2009 kl. 10:26

24 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta Ö átti að vera ? . Þetta lyklaborð er afbrigðilegt. Kannski útlent allavega táknin út um allt borð og engin leið að muna hvar  Afsakið þetta. Kveðja til ykkar allra Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.3.2009 kl. 10:28

25 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Kvótinn er ekkert mál Kolla.

Ríkið bara tekur hann til sín. Síðan er bara öllu draslinu skipt á milli landsmanna. Hámarksverð verður sett á leiguverðið,,,kannski 30 krónur á hvert kíló. Þeir sem eiga báta geta þá leigt til sín og fiskað. Mörvambinn fær svo bara senda ávísun með xxxxx mörgum krónutölu og þá verður búið að draga af þeirri upphæð segjum 35% skatt. 

Allir græða, ríkið, útvegsmenn og hvert mannsbarn á skerinu.

Slíkt má líka gera með mjólkurkvótan og allt annað kvótadrasl.

En eigðu góðan sunnudag.........

Og Magnús ég get ekki kosið Kollu því hún er ekki í framboði fyrir Ríki Vatnajökuls.......

Runólfur Jónatan Hauksson, 8.3.2009 kl. 10:35

26 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir þessa færslu Runólfur. Við erum á sömu skoðun bara í sitthvoru ríkinu  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.3.2009 kl. 10:39

27 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl vinkona.Það er með endemu hvernig þessir sem koma vilja einhverjum rasistastimpil á FF láta.Skyldu þessir menn ekki vera læsir á íslensku.Það ætti kannske að setja þá á íslenskunámskeið með innflytendum.Fyrigefðu þetta orð má víst ekki heyrast án þess að það flokkist undir rasisma.Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 8.3.2009 kl. 20:38

28 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel nú að ólík menning geti verið mjög jákvæð fyrir okkur hér og á margan hátt er ég hlynntari samlögun heldur en aðlögun.

Ef ég man rétt er Íslenskukennsla nú þegar skylda fyrir innflytjendur sem vilja gerast ríkisborgarar. Mér finnst nú að Íslendingar mættu hætta þessu afturhaldi í málefnum innflytjenda, ekki sé ég hverjum það er til góðs.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 21:26

29 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hilmar. Ólík menning getur verið ágæt en ég er nú ekki að sjá Íslendinga breyta miklu hjá sér. Vona bara að við getum öll búið saman í sátt og samlyndi . kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.3.2009 kl. 21:54

30 identicon

Ef menn hafa óttast innflytjendur þá geta þeir kvatt þann ótta.  Það endist ekki margir þeirra hér á landi til lengdar undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.  Ég man ekki betur en að ég hafi séð Hilmar dásama þann pakka á einhverri blogg-síðu.   Nei þá er nú betra að fá yfir sig 100 þúsund innflytjendur.  Það er lítið að marka okkur þessi innfæddu sem ólumst upp í þessu rugli og teljum öll þau "ákaflega leiðu mistök" sem gerð hafa verið hér á landi síðustu áratugina bara "eðlileg".  Annars var ég að hlusta á Evu Joly í Silfri/Egils og hana ætla ég að hlusta á aftur það er kona sem segir ekki bara "mér þykir þetta leitt", hún horfir á raunveruleikann í réttu ljósi og  sefur ekki á verðinum.  En númer eitt, tvö og þrjú þá var nú bara meiningin að óska þér velfarnaðar í komandi kosningum og gaman væri að sjá þig á þingi annað í greininni var bara smá útúrdúr.

En svona okkar á milli Kolla, getur verið að Hilmar sé dálítið á móti innflytjendum svona innst inni.   

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:28

31 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Ja Það skyldi þá aldrei vera., það hvarflar stundum að mér þegar ég heyri svona rosa vörn fyrir innflytjendum... bestu þakkir fyrir góðar óskir og ég er sammála þér með þessa norsku konu Evu Joly. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.3.2009 kl. 23:36

32 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef ekkert á móti innflytjendum nema síður sé. Þetta eru ósmekklegar ásakanir.

Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 00:22

33 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Til lukku með að leiða flokkinn, þetta með rasistaflokk held ég að sé eitthvað sem sumir gripu til að hafa eitthvað á móti flokknum Ég er ekki búin að ákveða hvað ég kýs og það fer eflaust eftir því hverjir verða til framboðs á norðausturlandi. Innflytjendur eru bara eins og annað fólk, bæði góðir og slæmir. Ég styð samt það að það þurfi að hafa eitthver höft á því hverjir koma inn í landið. Kvitt og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.3.2009 kl. 17:26

34 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Gangi þér Kolbrún, vonandi finnur flokkurinn ræturnar sínar aftur.

Jens Sigurjónsson, 9.3.2009 kl. 18:19

35 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Sem tengdasonur Frakklands finnst mér það sjálfgefið hlutskipti mitt að halda hlut þessa mikla lands á lofti!

Bendi því á, að Eva Joly, sem alltíeinu virðist fræg á Íslandi, hefur alið nær allan sinn aldur í Frakklandi. Frá því hún tæplega tvítug réðist sem "au-pair" stúlka til hjóna í París. Frakkar eiga því talsvert í henni.

Í vistinni tókust ástir með henni og syni hjónanna sem leiddi til hjónabands. Hann varð læknir en hún lögfræðingur. Eignuðust tvö börn en nánar veit ég ekki um þau. Hún varð á endanum rannsóknardómari, sem er sérstakt fyrirbæri hér, og fékk um tíma í fang sitt mörg stærstu spillingarmál Frakklands. Kannski ekki öfundsvert því hún sætti ítrekuðum líflátshótunum og varð tilneydd að hafa um sig sveit lífvarða. Af skiljanlegum ástæðum hefur hún lítið látið á sér bera hér undanfarin ár.

Þessu langar mig að halda til haga . . . 

Ágúst Ásgeirsson, 9.3.2009 kl. 21:21

36 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hilmar. Ég hef heldur ekkert á móti innflytjendum en eins og Guðrún þá vil ég ekki of mikið af þeim á of stuttum tíma, af efnahagsástæðum. ÉG vil líka sjá innflytjendur í öllum stöðum þjóðfélagsins en ekki bara verkafólk. Það skapar ójafnvægi og býr til undirstétt sem fer að hata hina þegar lengst er seilst í lýsingunum. Þetta er reynsla nágranna okkar. Mér finnst því þínar ásakanir á mig og minn flokk ósmekklegar. Guðrún takk fyrir góðar óskir og þú skalt kíkja vel á frambjóðanda okkar í NV.  Tryggvi. Takk fyrir traustið en þetta held ég mynd ekki ganga enda Sigurjón ekki í framboði , ennþá að minnsta kosti. Hitti hann í dag og hann varla heilsar manni. Jens takk fyrir hvatninguna. Tek undir aðrar hugleiðingar þínar.  Þú tengdasonur Frakklands. Við erum búin að rannsaka frúna uppúr og niðurúr og vitum þetta. Hún er norsk að uppruna. Allt fólk er komið af öpum nema við Íslendingar, við erum komin af Norðmönnum . Ég er nú með nokkra dropa af frönsku blóði í æðunum eftir að formóðir mín hjúkraði frönskum sjómanni full innilega hér áður fyrr. En takk fyrir upplýsingarnar um Evu hún er búin að heilla landann en þetta er heldur ömurlegt líf að una við eins og þú lýsir því hjá henni. Bestu kveðjur til ykkar allra. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.3.2009 kl. 22:46

37 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef bent á skýr dæmi um rasisma Frjálslyndra. Ég sakaði þig þó aldrei beint um rasisma en þó virðistu tyggja á áróðri hægri öfgamanna sbr. að samsæri sé í gangi hjá stjórnvöldum að fylla landið af útlendingum og gera íslendinga í minnihluta. Þetta er síður en svo stefnan hjá stjórnvöldum heldur er hún að bjóða innflytjendur velkomna að setjast hér að og hafa frjálst flæði fólks til landsins skv. EES sáttmálanum. En kannski viltu segja samningnum upp Kolbrún?

Þið getið ekki bent á neinn rasisma hjá mér enda er ég alfarið á móti slíkum hugmyndum og hef aldrei talað fyrir þeim. Hins vegar er hægt að benda á ótal dæmi um rasisma hjá Frjálslyndum t.d. aðfarirnar gegn fáeinum konum sem vildu setjast að á Skaganum.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 00:14

38 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvurslagserðetta Kolbrún!?

Ég sem setti saman sérstaka færslu um þig vegna fyrsta sætisins! Að daðra við nefndan mann eru nú léttvægar sakir miðað við það sem þú ert borin varðandi skoðanir á öðrum kynþáttum eða útlendingum, átt nú fullt í fangi með það þótt ástarsorg og söknuður vegna mín bætist ekki líka við!?

En Ágúst mælir nokkuð heilt um þessa kvinnu og hennar orðnu frægð, held raunar líka að slíkur dómari sem hún sé kannski bara einn frægari, hinn spænski Baltasar Garson, sem m.a. gerði sitt besta að negla hinn vonda Chileeinræðisherra, Augustus Pinochet!?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.3.2009 kl. 00:55

39 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

"Ég er nú með nokkra dropa af frönsku blóði í æðunum eftir að formóðir mín hjúkraði frönskum sjómanni full innilega hér áður fyrr."

Þú býrð vel að þessum dropum, Kolla, og á því leikur enginn vafi, að formóðir  þín hefur hjúkrað hinum franska duggara vel.

Ágúst Ásgeirsson, 10.3.2009 kl. 12:11

40 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Hilmar. "sbr. að samsæri sé í gangi hjá stjórnvöldum að fylla landið af útlendingum og gera íslendinga í minnihluta." ASI brást, tel ég, verkafólki þegar þeir létu SA ráða því að ekki var sótt um frest á frjálsri för vegna EES. Fyrir vikið varð snúningshraði athafnalífsins allt of mikill. Viðskiptajöfrarnir hefðu ekki hætt þó útlendingar hefðu verið orðnir fleiri en Íslendingar enda búnir að skapa sér nýja veröld á bújörðum í fögrum sveitum landsins og með einkaþotur svo þeir þurftu ekki einu sinni að fara venjulegar leiðir í tollinum á utanferðum sínum. Já ég hef tuggið þessa tuggu oftar en nokkurt jórturdýr sína tuggu. Varðandi EES þá finnst mér reyndar að það ætti að skoða það dæmi og reyna fyrir sér með viðskiptasamninga með minni áhættu en þar samanber innlánstryggingar. Auðvitað ertu ekki rasisti það er samt alltof auðvelt að klína því á fólk. Búin að svara þér með Akraneskonurnar. En blessaður hættu svo að bulla þetta um rasisma, það eru allir búnir að átta sig á þessu trixi Samfylkingarinnar. kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.3.2009 kl. 22:08

41 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús, gott að þú ert umburðarlyndur við mig. Ekki veitir af. Já Ágúst ég er afar stolt af þessari hjartahlýju formóðir minni og mínu franska skírskoti þó það sé langt aftur í ættum. Ásta málari sem þú kannski kannast við, og var fyrsta kona í Evrópu til að verða húsamálari, nam í Franz en afi hennar var þessi franski sjómaður sem fluttur var í land veikur undir Eyjafjöllum. Ásta var föðursystir afa míns sem nam hjá henni málaralistina. Margir málarar eru í þessum legg ættarinnar og þ.a.m. Magnús bróðir minn. Bestu kveðjur til ykkar Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.3.2009 kl. 22:16

42 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Af hverju áttum við að sækja um frest? Það gerðu ekki aðrar þjóðir. Á þessu tímabili héldu innflytjendur uppi efnahagnum og hefði ekki verið hægt að vera án þeirra.

Hvaða aðra samninga viltu en EES?

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 01:17

43 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég ætlaði ekki að blanda mér í þessa umræðu en eftir að hafa lesið síðustu athugasemdina gat ég ekki orða bundist.

 Þetta er ein mest vitlausasta og margendurteknasta tuggan sem sögð hefur verið.

Aðrar þjóðir hafa sótt um frest. Þú ættir líka ágæti Hilmar að líta aðeins í kring um þig. Of mikill straumur af útlendingum á of stuttum tíma hefur alls staðar skapað vandræði. Bandaríkin sem telja að minnsta kosti 300 milljónir eru í stöðugri baráttu við að halda innstreymi af fólki í skefjum. Núna eru þeir meira að segja í fúlust alvöru að hugsa um að reisa múr við landamæri Mexico til þess eins að hefta innflutning á fólki. Á meginlandi Evrópu eru stöðug vandræði sem rekja má til árekstra á milli allt of ólíkra þjóðfélagshópa sem virðast ekki getað búið saman.

Núna eru Bretar í alvarlegum vandræðum og hafa sótt um frest vegna nýjustu Eu landana.

Svo er það þetta með að innflytjendur hafi haldið efnahagnum uppi. Þvílík firra. Þessi óhefti innflutningur verktaka á ódýru vinnuafli, (þannig hugsuðu þeir það allavega) gerði það meðal annars að verkum að hér voru byggð hús langt inní framtíðina. Með því var í rauninni tekin vinna frá byggingariðnaðinum langt fram í tímann. Óháð öllu bankahruni þá var það löngu ljóst að byggingariðnaðurinn myndi sigla í strand. Það er jú takmörkuð eftirspurn eftir nýju húsnæði.

Það er líka skondið að Hilmar skuli segja að það hefði ekki verið hægt að halda efnahagnum uppi án innflytjenda. Hvaða efnahag?  

Ef ekki hefðu komið til allar þessar auka hendur, þá hefði þenslan aldrei orðið svona mikil og þ.a.l. samdrátturinn ekki heldur.

Þóra Guðmundsdóttir, 11.3.2009 kl. 14:18

44 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir skeleggan rökstuðning Þóra. Það er bara þannig að þó maður fari yfir þetta aftur og aftur er eins og fólk SJÁI hlutina aldrei í réttu ljósi. Það er svo blindað í sjálfskipaðir "vörn"  sem er alveg óþarfi. Þetta sama fólk hefur aldrei talað um að það þurfi að fjölga læknum og lögfræðingum eða hjúkkum og blaðamönnum, hvað þá sjónvarpsstjörnum. Alltaf bara vinnufúsar verkamannahendur. Vona að þú hafir það rosa gott og var að komast að því að þú ert náskyld tengdasyni mínum bílasalanum Ingimar. Hilmar ég er ekki farin að semja við neina  en það má þreifa fyrir sér ef maður kemst í þá stöðu... hafið það sem best. Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.3.2009 kl. 19:24

45 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ja hérna Þóra þetta var eins og að lesa fyrirlestur leiðtoga KKK.

Innflytjendur hafa bæði styrkt og auðgað Íslenskt samfélag t.d. er menning okkar mun sterkari og eru fjölmargar samkomur og skemmtanir þar sem fólk af mismunandi þjóðfélagshópum kemur saman og fjölmargir góðir veitingastaðir hafa sprottið upp sem innflytjendur og einnig eru fjölmargir sem hafa fundið ástina hjá fólki af öðru þjóðerni og trúarhópi svo ég taki nokkur dæmi.

Við lifum í breyttum heimi þar sem fjölbreytileikinn er kostur en ekki löstur og þessi árekstrar sem þú talar um eru einkum vegna uppgangs öfgahópa t.d. AK81 í Danmörku sem notfæra sér kynþáttafordóma. Það er mikilvægt að stöðva þá strax svo ekki fari verr.

Það er mjög varasamt að kenna innflytjendum um hvernig fór hér en þeir héldu efnahagnum okkar uppi meðan efnahagsástand var sem best og getum við þakkað fyrir það. Ekki hefur komið í ljós að nokkur af fjármálamönnunum sé annað en Íslenskur og hvítur á hörund er það?

Er það virkilega stefna Frjálslyndra að reka alla aðra en Íslendinga burt úr landinu, einangra það og leyfa aðeins Íslenskan mat og menningu?

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 22:00

46 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

-veitingastaðir sem innflytjendur reka.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 22:01

47 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég er ekki að kenna innflytjendum um nokkurn skapaðan hlut. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að fólk leiti þangað sem þeir telja hag sínum best borgið hverju sinni.

Lykilatriði í þessu máli er fjöldi og tími. Ekkert samfélag, hversu fjölmennt sem það er, samanber USA, þolir of mikinn fjölda á of skömmum tíma, einfalt. Engin útlendingaandúð á bak við það.

Til dæmis væri það hrein skelfing ef hvítir karlmenn myndu þúsundum saman flytja til einhvers lítils ríkis í Afríku og gera sig gildandi þar á öllum sviðum. Ég er hrædd um að það þætti grófleg íhlutun.

Áður en brjálæðið í efnahagslífi okkar þá hafði flutt hingað allskonar fólk úr öllum heimsálfum. Það kom svo til eitt og sér á eigin forsendum og ekkert nema gott um það að segja. Það er einmitt fólkið sem færði okkur framandi matarmenningu og fl.

Svo hin allra síðustu ár breytti allt um svip. Hingað var fólki nánast mokað inn í gámum til þess eins að vinna á lægri launum en Íslendingar gerðu. Því var beinlínis þrælað út og í ofanálag hafði það ekki einu sinni mannsæmandi húsnæði. Ég áfellist  þá sem stóðu fyrir því og nýttu sér neyð fólksins. Það var engin útlendingavinsemd á bak við það.

Það er algjörlega óþolandi að mega ekki hafa skoðun á þjóðflutningum í heiminum án þess að vera úthrópaður rasisti.  Það er merkilegt að allir þessir "umburðalyndu útlendingavinir" skuli ekki hafa neinn skilning á samlöndum sínum sem vilja fara varlega í sakirnar.

Kolla, já heimurinn er lítill. Ég treysti því að þú látir hann ekki gjalda skyldleikans hann getur ekkert að þessu gert . En nú fer ég að skilja að þú skulir vera svona hrifin af dóttursonum þínum

Þóra Guðmundsdóttir, 12.3.2009 kl. 10:29

48 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Þóra.. Það er nú þannig að hann er búinn að vera uppáhaldstengdasonurinn eins og hann segir sjálfur í mörg ár. Það var nú bæði af því hann er skínandi maður, eins og ættin væntanlega, og svo var hann líka sá eini. gallarnir voru að hann var framsóknarmaður og er nú genginn í Sjálfstæðisflokkinn. Skilur ekkert í "tengdu " að styðja þunglynda eins og hann kallar okkur.  Varðandi barnabörnin þá viðurkenni ég það að ég dýrka þá alla sem einn enda yndislegir drengir og góðir við ömmu sína. bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.3.2009 kl. 13:30

49 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Kolbrún. Er þetta stefna flokksins sem Þóra boðar hér?

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 23:24

50 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hilmar. Þóra er að tjá sína skoðun og hefur fullan rétt á því. Hún er ekki lengur í Frjálslynda flokknum og því ekki talsmaður hans. Skoðun er eitt og stefna annað ekki satt. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.3.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 121926

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband