Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
23.7.2010 | 17:34
FM 106,5
Nýlega var ég í útvarpsviðtali hjá Ö-FM 106,5. Þetta er útvarpsstöð sem ungir og hressir strákar reka sem eru félagar í Ný-ung, ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar lsf, í samstarfi við Hitt húsið sem rekið er af Reykjavíkurborg.
"Hitt húsið" er afar jákvætt framlag Reykjavíkurborgar sem hefur það hlutverk að leyfa ungu fólki á aldrinum 16-25 að vinna að eigin hugmyndum, vera miðstöð ungs fólks í leit að sumarstarfi, vettvangur fyrir félagsleg úrræði og ráðgjöf fyrir ungt fólk.
Ný-ung hefur undanfarin ár unnið í samstarfi við Hitt húsið og margt gott og skemmtilegt komið út úr því eins og http://oryrki.is/ og nú þetta frjálslega og skemmtilega útvarp FM 106,5.
Þeir hafa tekið þjóðþekkta Íslendinga í viðtal og má þar nefna Hemma Gunn þann yndislega skemmtikraft og þjóðarkrútt, Ómar Ragnarsson sem nú er pínu peningalaus en alltaf jafn skemmtilegur og Ladda sem varð frægur fyrir að halda upp á sextugsafmælið sitt í 2-3 ár, auk þess að vera þjóðþekktur golfari og skemmtikraftur af guðs náð.
Ég er nú að vona að þeim hafi fundist ég svona skemmtilega þó ég sé ekki þjóðþekkt.
Ég vildi gjarnan verða þjóðarkrútt eins og "Hemmi minn".
Ladda ætla ég að taka til fyrirmyndar og halda upp á afmælið mitt nokkur næstu árin.
Vonast til sleppa við þær þrengingar sem Ómar er að glíma við, en ef ekki vonast ég til að góður þjóðarhugur verði með mér eins og honum.
Annars er ég bara góð
22.7.2010 | 16:22
Dýrðardagar
Það er óhætt að segja að veðurguðirnir hafi leikið við okkur undanfarna daga og vikur. Sól og blíða, dag eftir dag, og blússandi hiti. Það hefur verið erfitt að sitja inni á sjóðheitri skrifstofunni við þessar aðstæður. Það er samt mesta furða hvað hefur komist í verk, þrátt fyrir að margir séu í fríi.
Ég hef reyndar notið útivistar með því að fara í golf á morgnana áður en ég mæti í vinnuna. Níu holur á Mýrinni taka ekki nema einn og hálfan tíma ef enginn er á undan. Einnig hef ég notið góða veðursins með því að hjóla til og frá vinnu þá daga sem ég fer ekki í golf. Þetta hefur verið frábært og ég hef náð að lækka mig i forgjöf, þó markmiðin séu ekki í höfn. Ég finn líka að ég hef náð meira valdi á hjólinu og jafnvægið, hugrekkið og getan alveg að koma.
Gróðurinn hefur rokið upp í þessu veðurfari og nú er það þannig að varla sést í húskofann minn fyrir úr sér sprottnum gróðrinum. Það er auðvitað indælt en ekki endilega núna þegar ég er loksins búin að láta mála og allt orðið "spik og span". Vantar bara að þeir snillingarnir sem sjá um handriðið klári að setja listana á. Þeir koma eflaust í vikunni.
Nú er frí í eina stóra viku framundan og verður vel þegið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.8.2010 kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2010 | 09:46
Stjörnur í Ólafsvík
Þá er hin stórkostlega HM veisla að baki. Eftir sitja margar góðar stundir sem alltaf er hægt að orna sér við í framtíðinni.
Ég var búin að spá því, strax í upphafi, að Spánn myndi sigra mótið. Hjartað sló þó með Ghana og nú held ég mest upp á Gyan sem var þeirra besti maður.
Einnig var ég búin að spá því að Þjóðverjar myndu sigra Úrúgvæ þó mér hafi fundist þeir síðarnefndu ótrúlega flottir í fagurbláu treyjunum sínum sem minntu mig á Manchester City treyjurnar, en ég hef haldið með þeim lengi.
Nú fer maður að fókusa á íslenska fótboltann sem er ekki auðvelt eftir að vera búinn að glápa á HM. Reyndar hef ég aldrei náð mér á strik í honum en hef þó haldið með Breiðablik vegna þess að þeir sýndu Sjálfsbjörg mikinn velvilja fyrir nokkru síðan. Þá var góðgerðarleikur og þeir ánöfnuðu Sjálfsbjörg þeirra hlut í innkomnum aðgangseyri.
Nú hefur áhuginn glæðst aðeins við að heyra af Víkingum í Ólafsvík sem óvænt skutust upp á "stjörnu"himininn. Þeir eiga vissulega hrós skilið og góðar óskir um velgengin í framtíðinni.
Alltaf frábært þegar svona færi opnast og sýnir best að maður ætti aldrei að telja neitt útilokað fyrirfram. Ég hefði örugglega spáð þeim sigri, afþvíbara
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.8.2010 kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 16:47
Rosalega heppin
Sunnudaginn 11. júlí, á afmælisdegi eldri dóttur minnar, fór ég á bátadaginn í Krika. Kriki er sælureitur sem Sjálfsbjargarfélagið í Reykjavík og nágrenni hefur til umráða við Elliðavatn. Þar koma þeir saman sem unna útivist, vatnasporti, og samvistum við skemmtilegt fólk.
Boðið er upp á kaffi og vöfflur eða pylsu og kók gegn vægu gjaldi. Allir leggjast á eitt að gera daginn eftirminnilegan og góðan. Auðvitað er svo alltaf svokallað Sjálfsbjargarveður í boði almættisins.
Það var fyrir velvild yfirvalda í Kópavogi, í garð hreyfihamlaðra, að Sjálfsbjörg var úthlutað þessum stað á sínum tíma. Því verður haldið á lofti í okkar röðum um ókomin ár og fyrir það erum við afar þakklát.
Bátadagurinn er búinn að vera við líði í nokkur ár í núverandi mynd eða frá því að hinn mikli velunnari Sjálfsbjargar, Kjartan Jakob Hauksson, fór að bjóða upp á þessa íþrótt fyrir nokkrum árum, ásamt fleiri valinkunnum mönnum.
Það yljar manni að vita af mönnum eins og Kjartani. Hann leggur fram mikla vinnu og tíma í að gera þennan dag mögulegan með þessum hætti á hverju ári. Flestum er í fersku minni þegar hann réri hringinn í kringum Ísland á kajak árið 2005 og safnaði áheitum í Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar, sem er sjóður til að styrkja þá sem þurfa hjálparmenn á ferðalögum.
Ef einhver á skilið orðu eða riddarakross fyrir verk sín þá er það Kjartan Jakob Hauksson að mínu áliti.
Ung dama sem kom með pabba sínum á bátadaginn sagði við hann á heimleiðinni. " Rosalega er hún Kolbrún heppin að vinna með þessu jákvæða og skemmtilega fólki" Hún var alveg hjólandi kát eftir að hafa farið á hjólabát, prufað hjólastól og spjallað við fólk í hjólastólum, sem var samt bara venjulegt og skemmtilegt.
Bragð er að þá barnið finnur.
Ég er vissulega heppin. Takk fyrir mig Krikavinir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko