Leita í fréttum mbl.is

Dýrðardagar

IMG_1613_2 

Það er óhætt að segja að veðurguðirnir hafi leikið við okkur undanfarna daga og vikur. Sól og blíða, dag eftir dag, og blússandi hiti. Það hefur verið erfitt að sitja inni á sjóðheitri skrifstofunni við þessar aðstæður. Það er samt mesta furða hvað hefur komist í verk, þrátt fyrir að margir séu í fríi.

Ég hef reyndar notið útivistar með því að fara í golf á morgnana áður en ég mæti í vinnuna. Níu holur á Mýrinni taka ekki nema einn og hálfan tíma ef enginn er á undan. Einnig hef ég notið góða veðursins með því að hjóla til og frá vinnu þá daga sem ég fer ekki í golf. Þetta hefur verið frábært og ég hef náð að lækka mig i forgjöf, þó markmiðin séu ekki í höfn. Ég finn líka að ég hef náð meira valdi á hjólinu og jafnvægið, hugrekkið og getan alveg að koma.

Gróðurinn hefur rokið upp í þessu veðurfari og nú er það þannig að varla sést í húskofann minn fyrir úr sér sprottnum gróðrinum. Það er auðvitað indælt en ekki endilega núna þegar ég er loksins búin að láta mála og allt orðið "spik og span". Vantar bara að þeir snillingarnir sem sjá um handriðið klári að setja listana á. Þeir koma eflaust í vikunni.

Nú er frí í eina stóra viku framundan og verður vel þegið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ánægður með að þú sért að komast á skrið á hjólinu. Það er með hjólið eins og maltið; það bætir, hressir og kætir. Á endanum læturði þér ekki nægja golfhring, heldur ferð hring á hjólinu. Ég meina þann stóra, eftir þjóðvegi 1. Þú lætur mig vita hvenær af því verður, slæst kannski í för með þér.


Ágúst Ásgeirsson, 22.7.2010 kl. 20:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Allt á uppleið í góða veðrinu,nú þarf að fara að stækka eða fjölga golfvöllum,ásóknin er svo mikil. Ætla að horfa á snillingana að Flúðum um helgina.

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2010 kl. 02:09

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ágúst. Já kannski eigum við eftir að fara hringinn.  Heldurðu að það væri samt ekki þægilegra að taka álíka hring í Frakklandi í hita og logni heldur en á Íslandi þar sem allra veðra er von þó það sé "alltaf " gott í Kópavogi og nágrenni.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.7.2010 kl. 11:15

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já það er rétt Helga. Golfið er vaxandi íþrótt og nú á að viðurkenna það sem Ólympíuíþrótt :)  Varðandi snillingana þá missi ég því miður af þeim þar sem ég er að fara í vikufrí til Danmerkur í kvöld. Einkennilegt hve gaman er að fylgjast með öðrum í golfi. Þá virðist þetta svo einfalt og létt hahaha sem það er ekki alltaf.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.7.2010 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband