Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
24.7.2008 | 22:22
Jeppahroki.
23.7.2008 | 22:52
Sambúðarslit.
22.7.2008 | 16:31
GKG
15.7.2008 | 22:46
“Sjómannslíf, sjómannslíf draumur hins djarfa manns......”
Grein sem birtist í Sjómanninum. 4 tbl.
Að vera síldarstúlka eða.......
Sumir segja að við mannfólkið mótumst af landslagi og veðurfari. Ísland er þekkt fyrir kalt veðurfar en einnig fyrir eld og hita í jörðu. Íslendingar eru af sumum taldir kaldir í viðmóti en eldheitir í ást sinni og þrám þegar þær brjótast fram undan ísbrynjunni. Þá er talið að umhverfið sem við ölumst upp í og kringumstæður á hverjum stað hafi mikil áhrif. Undir þetta get ég tekið að mörgu leyti. Hvað uppeldið varðar hef ég borið þess merki alla tíð að hafa alist upp í fiskvinnslu og útgerð og sérsktaklega í síldarævintýrinu, eins og það er stundum kallað, það tímabil í sögu okkar Íslendinga, þegar síldarsöltun og bræðsla var að gefa okkur hvað mestar þjóðartekjur.
Jafnrétti kynjanna
Ég ólst upp í umhverfi, þar sem framtak einstaklingsins og dugnaður réði því hvað mikill afli kom á land og hversu vel gekk að gera verðmæti úr honum. Þetta hefur gert það að verkum að ég hef alltaf reynt að afkasta miklu og ráðist í verkefni sem hafa verið mér erfið og sum langt utan þægindamarka. Ég held að þaðan sé komið það álit mitt að við konur höfum sama rétt og getu til góðra launa og karlar. Ég var oft með mun hærri laun í síldinni sem unglingur en strákarnir sem voru á tímakaupi við að taka tunnur til og frá síldarstúlkunum og færa okkur salt og síld. Eins var það í fiskvinnslunni ef notaður var bónus. Þá var hægt að tvöfalda launin sín ef maður var kappsamur og sæmilega vandvirkur. Strákarnir þurftu í flestum tilfellum að fara á sjóinn til að komast í þá aðstöðu að hafa eitthvað um það að segja, með sínu vinnuframlagi, hverjar tekjurnar yrðu. Þeir þurftu að gera meira en að þrauka í vinnuúthaldi og vöku heilu næturnar. Hjá þeim var umhverfið oft lífshættulegt og sumir svo sjóveikir að þá langaði mest fyrir borð. Við þetta bættist oft erfitt samfélag um borð, auk stríðni til viðbótar við einangrun frá ástvinum og ættingjum.
Draumurinn
Hver var hann þá þessi draumur hins djarfa manns? Var það að vera bjargvættur þjóðarinnar með vinnuframlagi sínu? Var það að vera sjálfstæður og metinn að verðleikum? Var hann kannski bara draumur um síldarstelpu sem hann sæi næst þegar hann landaði síldinni... sitt á hvað ...á Dalvík og Dagvarðareyri.
Það var erfitt að taka þeirri staðreynd að síldin hvarf af Íslandsmiðum og starf síldarstúlkunnar heyrði sögunni til. Menn urðu því að bjarga sér sjálfir með einhverjum hætti og sumir fjárfestu í trillum, ýmist einir eða fleiri saman, jafnvel bátum og skipum. Þá skipti miklu máli að vera agaður og kappsamur. Eflaust voru þær nokkuð margar sjómannskonurnar sem urðu að sæta því að bíltúrinn á kvöldin lá beint niður á bryggju til að kanna hvar menn væru að fáann og hvað þeir voru með margar trossur og allt það. Þær máttu þakka fyrir að nú voru þeir heima á hverjum kvöldi. Ekki voru samskipti eins greið við þá yfir daginn eins og er í dag, á tímum gsm símasambandsins, en mikil umskipti eftir að hafa upplifað margra daga sambandsleysi á síldveiðiúthaldinu.
Kvótinn.
Trillukarlar hafa marga fjöruna sopið í sambandi við stjórnun fiskveiða með öllum þeim reglugerðum og takmörkunum sem settar hafa verið á þá. Á tímabili vissu margir ekki í hvorn fótinn ætti að stíga þegar þeim var gert að velja á milli kerfa, enda mikil óvissa um hvernig kvótakerfið myndi þróast. Má þar nefna dagróðrakerfið og almenna kvótakerfið. Ég hef það á tilfinningunni að margir trillukarlar séu með sömu starfshvatagenin og síldarstúlkurnar. Ég veit allavega um þó nokkra útgerðarmenn sem halda áfram að róa þó þeir hafi auðgast gríðarlega á kvótanum og láta sína skipverja njóta þess í glæsilegum uppgjörum. Ekkert svindl þar. Þeirra menn eru kannski með tvisvar sinnum hærri laun en sambærilegir hluthafar hjá öðrum útgerðum. Þetta eru menn sem elska vinnuna sína og stjórnast ekki af taumlausri peningagræðgi og eru sjálfum sér og stéttinni til sóma. Þetta eru sjómenn sem eru alltaf ofan á sama hvaða fiskveiðikerfi er notað. Nú er spurning hvort starfsheiti trillukarl heldur til framtíðar eða hverfur eins og starf síldarstúlkunnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.7.2008 | 13:57
Leggjabrjótur
Á laugardaginn fór ég í gönguferð upp frá Botni í Hvalfirði og kíkti á hæsta foss landsins, Glym. Veðrið var alveg frábært og umhverfið æðislegt. Nokkur fjöldi fólks var á gönguleiðinni bæði að koma og fara og misvel útbúinn fyrir gönguna. Ég var bara á strigaskóm og hafði enga göngustafi en það mun ég ekki láta koma fyrir aftur. Á ákveðnum tímapunkti var ég viss um að nafnið á þessari gönguleið væri dregið af því að menn slyppu ekki óbrotnir frá henni en það gerði ég nú sem betur fer. Eftir gönguna skellti ég mér í sumarbústaðinn til systur minnar í Hvítársíðu og naut góðra veitinga og félagskapar þeirra hjónakornanna. Á leiðinni heim sá ég að bíll hafði velt í einu hringtorginu í Mosfellsbæ og var hann alveg á toppnum. Nú óttast ég að hraðatakmarkanir á hringtorgum verði lækkaðar í framhaldinu.
Það væri bara eftir öðru í umferðinni.
3.7.2008 | 21:59
Í nafni Guðs föður.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko