Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ekki versla yfir þig

 Elsku hjartans stelpan mín. Hvað ert  þú að pæla núna? Þú sem ert nýbúin að setja saman heimili með yndislegum manni og eignast krúttlegasta kríli í heimi. Nú ertu búin að setja íbúðina á sölu sem var skveruð fyrir nokkrum mánuðum til að kaupa aðra stærri. Veist þú ekki hvað er að gerast í lánamálum á Íslandi?Vilt þú verða þræll bankans næstu 40 árin? Viltu að bankinn fái helminginn af laununum þínum?Veistu að ef námsmennirnir renna á auglýsingar bankanna og versla út í eitt til að fá aukakrónur (aulakrónur)  hækkar lánið þitt.Veistu ekki að ef sægreifarnir selja kvótaeignina sem þjóðin hefur gefið þeim og eyða peningunum  á Íslandi hækkar lánið þitt.Þetta er útaf neysluvísitölunni sem hækkar lánin  eftir neyslu og kaupæði landans. Ef bankarnir halda áfram að lána til nýbygginga þar til  markaðurinn  mettast  endar það með því að markaðsverð á húsnæði lækkar vegna offramboðs og lánið verður hærra en íbúðarverðið.Þú þarft þá að sitja uppi með lán sem eignin stendur ekki fyrir þegar og ef  þú selur íbúðina eða bankinn hirðir hana af þér. Hugsaðu þig nú vel um krúttið mitt. Þetta er líka spurning um frelsi. Þetta sama á við um þig lesandi góður. 

Hvunndagsergelsi

Í dag hitti ég skemmtilegan iðnaðarmann. Hann talaði góða íslensku enda Íslendingur. Hann kom heim til mín til að gera við ísskápinn sem orðin er átta ára og því vafi hvort borgaði sig að gera við hann. Hann sagði mér að koma ( heim úr vinnunni) með 15 þúsund krónur því hann vissi hvað væri að þ.e. hitaelementið. Auðvita gerði ég þetta og hugðist nýta tímann og strauja á meðan ég þyrfti að hanga heima yfir iðnaðarmanni. Hann var hinsvegar í spjallstuði og spurði mikið þannig að ég kom mér ekki að verki. Þegar hann setti ísskápinn í samband vildi ekki betur til en svo að strau-vélin sló út rafmagninu. Ég sagði honum að hann hefði gert einhverja vitleysu og þetta væri örugglega honum að kenna. Hann bara hló að mér. Þegar hann fór hélt hann á hitaelementinu úr strau-vélinni  undir hendinni. J  Það er eins og öll tækin mín séu að gefast upp öll á sama tíma. Spurning hvort hitaelementið í mér þolir þetta. JJ

Aukakrónur og aurar...

Það er svolítið skemmtilegt að fylgjast með markaðsmálum í bankanum sínum þegar maður er sjálfur kominn aðeins frá  þeirri firringu sem þar ríkir. Ég sá að nú eru þeir farnir að auglýsa aukakrónur sem koma bara......Einu sinnu var slagorðið “Græddur er geymdur eyrir “ og var það notað löngu eftir að verðbólgan gleypti nánast alla aura sem lagðir voru inn í bankann. Á tímabili tókum við upp slagorð útibússtjórarnir okkar á milli sem var  “Greidd skuld –glatað fé” en það var á árunum þegar fólk borgaði helst ekki skuldir sínar heldur varð gjaldþrota og byrjaði svo upp á nýtt með nýtt fyrirtæki á nýrri kennitölu. Seinna voru þeir með bleika miða út um alla geimstöðina  sem ég held að hafi átt að vera bankinn. Ég náði aldrei upp í þá auglýsingu og nú er komið nýtt slagorð sem blasir við hvert sem litið er. Aukakrónur sem koma bara og hópur af fólki sem hleypur á þessa vitleysu eins og sýnt er í auglýsingunni.Í gamla daga var áherslan lögð á að fólk sparaði fé og legði það inn í bankann en núna snýst þetta um að fólk eyði sem mestu og helst hjá fyrirtækjum sem eru í “samstarfi”. Þar fær fólk ennþá fleiri krónur.. hahahaha . Sem sagt auka neysluna og hækka neysluvísitöluna og þar með lánin sem þeir eiga en viðskiptavinirnir borga....hahaha  alltaf græðir bankinn meira og meira...gaman að eiga hlutabréf núna. J Hver ætli eigi samstarfsfyrirtækin? Hversvegna gefað þeir bara ekki eftir seðilgjald á greiðsluseðlum hjá þeim sem skulda og geta ekki afþakkað seðil þó þeir greiði í  einkabankanum.? 

Lífið er undarlegt.

  

Skrýtið hvað lífið er skrýtið.

Ég verð ennþá , svona gömul sem ég er, fyrir vonbrigðum þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá mér.

Ég hélt að þetta yrði góð helgi og var búin að sjá fyrir mér að ég myndi spila mikið golf og þá á golfvöllum sem ég hef ekki spilað áður. Ekki þarf að kvarta yfir veðrinu sem er yndislegt en þegar maður er pæla í öðru fólki þá getur alltaf eitthvað komið uppá sem gerir það að verkum að maður situr bara heima og gónir á sjónvarpið eins og alla hina dagana. Ég skrapp þó níu holur á Korpunni í dag, laugardag, en hún er nú bara alveg að verða góð aftur eftir erfiðleika með grínin í sumar. Ég prófaði nokkra drivera sem ég hef að láni frá Nevada Bob. Var alveg ánægð með mig en ekki að falla fyrir nýjum græjum að þessu sinni.

Hvort ætli Sjálfstæðismenn vilji selja Rúv eða ekki. :)


Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband