25.8.2009 | 21:31
Föðurmissir
Ég keyrði norður á Húsavík sl. laugardag ásamt bróður mínum og systursyni. Erindið var að hitta föður sinn og afa á lífi í hinsta sinn. Hann hafði verið fluttur á sjúkrahús daginn áður, gamli maðurinn, í andnauð. Hann fékk öndunaraðstoð en í raun var líkaminn búinn að fá nóg. Ein systir mín kom frá Raufarhöfn en hin er í útlöndum. Hann lést tveimur klukkustundum eftir að við komum til hans. Þetta er önnur ferðin mín til hans á nokkrum dögum en ég var hjá honum 7. til 11. ágúst. Við áttum góðan tíma saman og ræddum um ýmis mál sem við höfum ekki rætt lengi. Hann sagði mér drauma sína um föður sinn og aðra látna ættingja. Hann sagði mér líka upplifun sína af því að missa réttindi til að keyra bíl vegna daprandi sjónar og hvað það hreppti hann í mikla fjötra en hélt í vonina um að það mætti laga. Við ræddum dauðann og þá trú sem ég hef varðandi hann og framhaldslífið. Það var auðheyrt að það var eitthvað sem honum hugnaðist vel og er ég að vona að það hafi tekið frá honum óttann sem ég held að flestir upplifi þegar kallið kemur. Eftir erfiða stund á sjúkrahúsinu keyrðum við heim á Raufarhöfn um kvöldið og gistum í Brún. Á sunnudagsmorgun fórum við til Þórshafnar til að flytja móður okkar þessi sorgartíðindi. Eftir nokkra tíma með henni var keyrt í bæinn. Framundan er flókið ferli til að komast í gegnum útför með öllum þeim serimoníum sem því fylgja bæði hvað varðar trúarþáttinn og lagaþáttinn. Maður gengur alveg á vegg hvað þekkingu varðar í þeim efnum. Mér kom í hug hvort það fari ekki að koma upp sú staða í þjóðfélaginu að fólk hafi ekki ráð á því að grafa sína nánustu. Ég vil nota tækifærið og þakka sjúkraflutningamönnum og starfsfólki sjúkrahússins á Húsavík fyrir skjóta og góða þjónustu við pabba minn og okkur aðstandendur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Sendi þér samúðarkveðjur elsku Kolla, það er svo erfitt að kveðja, en mikið held ég að vinur minn sé glaður, nú þenur hann nikkuna sem aldrei fyrr og enginn mæði eða ónýtir fætur sem hindra hann í taka sporið, blessuð sé minning hans, knús á Sjönu og ykkur öll
kveðja Maja.
María Lilja Þorkels (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:09
Takk fyrir María. Já ég held að það sé næsta víst að þú hafir rétt fyrir þér með þetta allt saman. Ég kem knúsinu til skila til mömmu . Henni líður vel og er síkát þó minnið sé farið að svíkja hana og í raun held ég að það sé blessun ellinnar að muna bara ungdóminn og besta tíma ævinnar. Henni fellur ekki verk úr hendi, saumar og saumar. Hafðu það sem allra best María og bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 25.8.2009 kl. 23:38
Votta þér og þinni fjöldskyldu mína innilegustu samúð.
NN (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:41
Þakka þér fyrir það NN gaman að sjá þig aftur á síðunni sinni. kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 25.8.2009 kl. 23:49
Ég samhryggist þér Kolla, passaðu upp á þig í þessu öllu saman.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 04:05
Elsku frænka og annað frændfólk.
Ég votta ykkir innilega samúð mína, ég veit hvað það er erfitt að missa og já ferlið sem við tekur er flókið. En ég hef þá trú að handan við móðuna sé tekið vel á móti þeim sem kveðja okkur hér og að þeim líði vel þar.
Guð veiti ykkur styrk á erfiðum stundum. Hjartans kveðja til allra.
Heiðrún
Heiðrún Þórólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 08:22
Sæll Gunnar og takk fyrir hlýhug til mín. Það er einmitt atriði að menn passi upp á sig í svona aðstæðum. Ég reyni að vanda mig
Heiðrún elsku frænka mín bestu þakkir fyrir að hugsa til okkar á þessum tíma. Þú þekkir það eins og við vitum. Ekki spurning að það tekur betra við fyrir föður minn eins og Maja benti á þá er hann örugglega að spila syngja og dansa. Samt alltaf sárt að kveðja. Gangi þér allt í haginn og vonandi sjáumst við á næsta frænkukvöldi.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.8.2009 kl. 16:32
Elsku Kolla við vottum þér og þínum innilega samúð,gangi ykkur sem allra best.Kærar kveðjur Sigurveig og Stefán.
Sigurveig Ingim. (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:22
Samhryggist þér og systkynum, Kolla, vegna fráfalls föðurs ykkar. Man vel eftir honum frá í den, teinréttum og spengilegum.
Ágúst Ásgeirsson, 26.8.2009 kl. 20:31
Kæra Kolla
Votta þér og þinni fjöldskyldu mína innilegustu samúð.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja
Jón
Jón Snæbjörnsson, 27.8.2009 kl. 09:42
Votta þér og þínum mína innilegustu samúð.
Kær kveðja
Helgi Helgason
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:28
Bestu þakkir fyrir sýnda samúð. Já Gústi hann var óttalegur sperruleggur og reffilegur karl hann pabbi . Hann var það alveg fram í andlátið Svona var amma Fríða líka og hún varð 100 ára og blind þar að auki en alltaf þessi reisn hjá henni. Hún var líka umhyggjusöm, stjórnsöm og skynsöm kona og hún hefur alltaf verið Idolið mitt. Ég sakna hennar ennþá þó hún hafi látist 1994. kveðja til ykkar allra.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.8.2009 kl. 20:49
Kæra Kolla! Sendi þér og þinum mínar dýpstu samúðarkveðjur við fráfall föður þíns. Megi góður guð styrkja ykkur og styðja, Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 27.8.2009 kl. 22:53
Þakka þér fyrir Óli minn. Það veitir ekki af smá stuðningi núna og ekki verra að hann komi að ofan. Mikið stress og ergelsi út af öllum þessum formlegheitum, venjum og klisjum sem koma upp í svona tilfellum. Svo virðist sem allir ættingjar hafi sérútgáfu af því hvað sé " í hans anda" og ef vel ætti að vera þarf útförin að taka tvo, þrjá tíma bara undir lögin sem "verður að syngja" eða " hann söng svo mikið" Ég reikna samt með því að ég, nöldurskjóðan í fjölskyldunni, nái þessu niður í venjulegan útfarartíma fyrir rest . Bestu þakkir fyrir góðar kveðjur, eins og alltaf, Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.8.2009 kl. 23:12
Kolbrún: Falleg færsla hjá þér, sendi þér og þínum samúðarkveðjur, faðir þinn hefur vonandi verið saddur lífdaga og mikið ert þú heppin að hafa fengið að eiga með honum stund í lokin, það hefur önuglega létt honum ferðalagið, haf þökk fyrir þessa færsluna.
Magnús Jónsson, 28.8.2009 kl. 23:31
Kolbrún: fyrirgefðu átti að standa Örugglega.
Magnús Jónsson, 28.8.2009 kl. 23:32
Kæra Kolla! Sendi þér og þinum mínar dýpstu samúðarkveðjur við fráfall föður þíns. Megi allir góðir vættir styrkja ykkur og styðja.
Ólafía Herborg (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:08
Innilegar samúðarkveðjur frá okkur hér í eyjum.
Georg Eiður Arnarson, 29.8.2009 kl. 20:29
Takk Goggi og Ólafía fyrir samúðarkveðjur. Magnús takk fyrir kommentið og það er mikið rétt að það var ótrúlega heppilegt að ég skyldi bara nánast "detta" norður því það var ekki skipulagt heldur bara alltaf á döfinni eins og það hefur verið undanfarið ár. Það er líka öruggt mál að mitt viðhorf til "dauðans" breytti viðhorfi hans líka og hann hefur kannski orðið óhræddari við að breyta um tilverustað. Þetta passaði líka svo snilldarlega við hans drauma undanfarið. Gott að finna hlýjuna frá ykkur öllum á þessum tímamótum því þó hann væri saddur lífdaga og líkaminn móður og lúinn þá var andinn sprækur og húmorinn góður. Hans er sárt saknað. Takk aftur og kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.8.2009 kl. 23:09
Elsku Kolla mín.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls pabba þíns (ykkar)Stefáns. Ég var svo heppin að hitta hann í fyrrasumar og hann var eins og ég mundi hann frá því í gamla daga og fyrir það er ég þakklát.
Antonía
Antonía (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 12:57
Takk frænka mín. Já hann hélt sér ótrúlega vel og alltaf jafn hress í bragði og fyndinn karlinn. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 31.8.2009 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.