Leita í fréttum mbl.is

Að ná markmiðum sínum

kolla golfi1Í vor gekk ég í golfklúbbinn GKG -Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar-og ákvað að vera dugleg að spila þetta sumarið. Ég setti mér markmið um áramótin og það var að komast undir 13 í forgjöf en þá var ég með 13,8. Ég var reyndar að vona að ég kæmist í öldungasveitina hjá þeim því þar er ekki eins mikil aðsókn og keppni og í gamla klúbbnum mínum GR-Golfklúbbi Reykjavíkur. Ég ákvað líka að eyða peningum í kennara og breyta sveiflunni. Það er gaman að segja frá því að ég notaði meistaramótið til að æfa nýju sveifluna og varð öldungameistari kvenna í GKG. Síðan hef ég spilað mikið og náð markmiðinu í forgjöf, komin í 12,3. Síðast og ekki síst þá tók ég þátt í sveitakeppni öldunga á Flúðum og þar unnu kellurnar út GKG sig upp í A-riðil og náðu svo bronsinu fyrir þriðja sætið í dag. Það var frábært að spila á Flúðum við konur sem eru hoknar af reynslu og mörgum sinnum betri í golfi en maður sjálfur. Afar þroskandi og lærdómsríkt. Það voru því kátar og þreyttar konur sem ég kvaddi á Flúðum í dag. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsileg mynd af glæsilegri konu.Hef tvisvar reynt að spila Golf en í bæði skiptin endaði með kúlu á haus og svaðamarbletti og roknahöggi á læri.Fer stundum uppí GR og bara læt mig hafa það að dúndra af pöllunum þar,hafðu það gott fagra mær.Á morgun er það hvalir og Húsavíkurbær.

NN (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Það er þokkaleg golfreynslan þín NN. Ég spilaði Nesvöllinn í dag og það var stólparok en ég vann samt kvennaverðlaunin og var sérstaklega ánægð með þann vinning enda Íslandsmeistari kvenna í öldunaflokki að keppa líka. Hvalaskoðun á Húsavík segirðu. Það er ekki leiðinlegt. Ég keyrði í gegnum Húsavík um daginn og var einmitt að velta því fyrir mér að það er einhvernveginn öðruvísi staður. Eitthvað svo útlent andrúmsloft. Markaður og túristalegt eitthvað. Er ekki reðursafnið þar, mig minnir að ég hafi heyrt það kveðja og góða ferð Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.8.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þér er ekki fisjað saman og ekki oflofar hann þig trúi ég, aðdáandin hér að ofan, sem mig grunar meir og meir....?

En hjartanlega til hamingju Kolla, eins og þú veist þekki ég mætavel íþróttina og metnaðinn og gleðina sem hún felur í sér og veitir. Svo sameinar hún flestum eða öllum slíkum betur, áhugamennsku og holla útivist annars vegar og hörkukeppnislöngun hins vegar!

Þrefalt húrra fyrir þér og þú lætur svo aldeilis vaða í baráttuna um öldungatitilinn næsta sumar, bara ekki nokkur spurning!

Bros og bestu kveðjur frá "þeim skorna"

Magnús Geir Guðmundsson, 31.8.2009 kl. 23:42

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús  Þú heldur auðvitað að þú hafir einkaleyfi á að oflofa mig og konur almennt. Þú ert meira en dularfullur núna "skorni" Ertu nokkuð að meina umskorni eins og ég segi að ónefndur félagi minn í FF sé en hann var fyrst skorinn niður (fitan fjarlægð ) og síðan skinnskorinn þ.e. skorinn allan hringinn (umskorinn). Hvað er þig farið að gruna? Er það hver er hinn dularfulli NN? Þú verður nú að deila því með mér því ég er alveg langt frá að geta giskað ? Takk fyrir hamingjuóskir og það er auðheyrt að þú hefur fundið blóðbragðið af keppnisandanum í þessari frábæru íþrótt. Ég sagði það þegar ég tók við bikarnum í öldungaflokknum að ég myndi ekki skila honum næst, þannig að ég verð að berjast fyrir honum. Vona að þú sért hress og kátur og bestu kveðjur til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.9.2009 kl. 22:41

5 identicon

Sæl mín kæra.Til hamingju með titilinn,glæsilegt hjá þér eins og allt annað sem þú tekur þér fyrir hendur.Ég og Stefán fórum fyrir Xmörgum árum  og skoðuðum Reðursafnið á Húsavík.Það er hreint með ólíkindum að sjá" karlkynsdjásnið" í öllum stærðum. Ekki skemmir að eigandinn er mjög fróður um allt sem þetta varðar og er hinn allra skemmtilegasti karl.Gefðu þér tíma og skoðaðu safnið næst þegar þú ferð norður.Hver veit nema þú fáir hugljómun.Það vantar alveg svona kvennkyns(Friðrikku)safn.Kærar kveðjur til þín Sigurveig.

Sigurveig Ingim. (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 16:45

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl vertu Sigurveig. Ég vissi bara að þegar ég ætlaði að fara að sýna útlendingum safnið þá var mér sagt að það væri komið til Húsavíkur (af öllum stöðum  ) Já ég má til með að kíkja á það einhvern daginn. Bestu kveðjur til ykkar Stebba.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.9.2009 kl. 23:29

7 identicon

Þótt háttprúður heita nú megi,

held ég að lítt sé úr vegi.

Að segja sem er,

sannleikan hér

"Minn vinur" sé umskorin eigi!

Hahahah, þetta er annars snilld hjá þér og Sigurveigu með safnið og þessa hugmynd um að gæta nú jafnréttis í þessum efnum sem öðrum. Mannsreður mun svo annars bætast við skilst manni fyrr en seinna, er hann páll gamli verður allur!

Þakka þér anannars góða og hlýja kveðju Kolbrún, hver svo dulúð mín er til eða frá!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 00:49

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús Þó það nú að þú fáir hlýjar kveðjur þegar maður er búinn að gantast svona með þér.

Við erum góðar saman við Sigurveig það er rétt .

ég var að koma af Jaðarsvelli 35 pt og 84 högg. Æðislegt að spila í blíðunni hér fyrir norðan. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.9.2009 kl. 12:42

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óhóhó, glæsilegt enn og aftur, ert þarna nánast á forgjöfinni, +13, ætli hún verði ekki bara komin enn neðar hjá kvinnunni kappsfullu áður en golfsumrinu lýkur endanlega?

Blíðan í bænum fagra á sér fáar hliðstæður Kolbrún, en aftur tókst þér að forðast "aðdáendaklúbbinn" á svæðinu, en kannski eins gott, hefði kannski bara sett þig út af laginu og truflað sveifluna haha!

En það var þetta með einkaleyfi, þá gutlar í mér sá grunur að NN til dæmis eigi kannski "leyfi á þig líka" þótt þú segir annað?

En sjálfsagt er það ímyndun ein?

Magnús Geir Guðmundsson, 4.9.2009 kl. 20:12

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Sæll eini meðlimur aðdáendaklúbbs Kolbrúnar

Já ég er sko ekki hætt að spila þó farið sé að bera á haustlitum hér og þar. Völlurinn fyrir norðan var æðislegur. Ég átti brjálæðislega gott högg á, held ég, 16 braut, þar sem grín er upp á hæð, par 4 braut. Ég tók þristinn og þrusaði 160 m. upp að pinna og rétt missti fuglinn. Mega mega...

Nei veistu þó lífið væri að veði gæti ég ekki giskað á NN. En er afar forvitin um hann. Ég þekki engan sem er að þvælast svona um landið og úr því.  Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.9.2009 kl. 11:52

11 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Hverskonar andsk..... frekja er þetta í Magnúsi.  Þykist hafa vit á golfi bara til að, já ég segi ekki meira. Ég heimta nú líka aðgang að klúbbnum góða. Nei hér skal stemma stigu að frekjunni í mér. Ég veit að Magnús á No 1 skilið og óska honum alls hins besta, en ég bið auðmjúklega um númer . Kært kvödd bæði tvö

Ólafur Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 20:15

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Já nú fer að styttast í haustið og kannski minnka líkur á ferð til Eyja með hverjum degi en er ekki spilað hjá ykkur langt fram á haustið. Mér er sagt að það verði lokað hjá okkur í GKG um næstu mánaðarmót. Mér finnst það nú ferlega snemmt. Salómonsdómurinn verður á þá leið að þú verðir nr. 1 suður en Magnús norður. Alltaf að fara samningaleiðina ef hún er fær. Þú varst allavega bloggvinur langt á undan honum þannig að þú heldur því sæti allavega . kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.9.2009 kl. 22:55

13 identicon

Ja hér og nú,er karlin hann  NN  að valda hér einhverju fjaðrafoki,e nei það var nú ekki ætlunin.Magnús hafðu ei áhyggjur,hann  NN  er á eilífum þvælingi,og er allsekki í neinni samkeppni hverskonar,nema þó í ferðabransanum sem hefur verið afburðagóður í sumar.Magnús þú ágæti,þú ert snillingur í limrum og þá í vísum það hef ég séð á ýmsum síðum.(afsakaðu Kolbrún,en ég er að reyna að róa Magnús.) Kolbrún votta þér enn og aftur samúð mína vegna andláts föður þíns.

NN (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:58

14 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þú ert seig í golfinu og það er alltaf flott þegar menn eru að bæta sig.

Leitt til þess að hugsa að þú þurfir senn að pakka niður kylfunum vegna lokunar valla. Hér í kringum mig eru nokkrir flottir vellir sem eru opnir allan ársins hring, enda veðrátta öllu mildari. Steikjandi sól núna og hitamælirinn stígur langleiðina á þriðja tuginn þegar heitast er þessa dagana!

Ágúst Ásgeirsson, 7.9.2009 kl. 11:41

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Æ ég veit nú ekki hversu dugleg ég er en mér finnst allavega mjög gaman að spila. Ég pakka ekki kylfunum mínum alveg strax. Ég fer í bása og slæ annað slagið og svo er venjulega golfferð í febr-mars til Flórída. Hefði nú farið í okt-nóv líka en það er nú kreppa. Ég er að byrja í Evrópuverkefni með frökkunum og heyri í þeim á morgun. Kannski ég taki kylfurnar með til Frans. Veit ekki hvort ég get spilað í svona miklum hita. Hafðu það gott Gústi í Frans. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.9.2009 kl. 22:28

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hahahó, þetta er alveg yndislegt, ólíkindatólinu mér skuli alltaf takast að róta upp rykskýi, jafnvel vekja afbrýðissemi hjá ónefndum heiðursmönnum!Ég þakka ferðafrömuðinum NN kærlega fyrir hrósið, sem ég á þó vart skilið, en þetta klambur mitt þó í því skyni oftast nær að létta lund ef vel tekst til, upp fyrir gráman sem óneitanlega er svo ráðandi í bloggheimum og víðar.

Yndislegur Salamónsdómur haha, en Ólafi til huggunar þá gengur mér þrátt fyrir rembingin, lítt að seyða meyjuna til mín, þykist vera allt of gömul til dæmis fyrir gutta eins og mig og ég veit ekki hvað! En eins og þar stendur, "Við gefumst aldrei upp þótt móti blasi.."

Og svo bara þetta:

Þótt bjóði ég krásir og kjóla,

við Kollu dugar ei neitt.

Og svo er aðdáun Óla,

auðvitað númer eitt!

En mér finnst svo þetta lítt dulbúna tilboð Ágústar líka þess virði að íhuga Kolla, Óli yrði kannski enn meira afbrýðisamur, en hann gæti þá bara farið með sem kylfusveinn?!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2009 kl. 18:32

17 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Merkilegt að konan skuli búa ein ef það eru tilboð út um allt.

Ég er þeirrar skoðunar að karlmenn eru samasem vandræði og hver vill þau . kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.9.2009 kl. 22:17

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

aha, þar kom skýringin! En hvaða karlpungur er nú mest til vandræða, Guðjón ARnar kannski? (neinei, ég veit, ekki þannig, en samt til vandræða eða hvað?)

Á karlmönnum Kolla er leið,

kaldlynd hér sendir þeim "sneið".

Samt grunar hann Geira,

til gleði og fleira

Þá stundum "noti í neyp"?!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.9.2009 kl. 00:17

19 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Agalegt að heyra í þér drengur. Kaldlynd ég?  Guðjón Arnar er held ég vandræðalaus maður nema með kjörfylgið sem búið er að reyta af honum. Var það ég sem skemmdi fyrir honum, ertu að meina það ? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.9.2009 kl. 22:31

20 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Magnús reynir greinilega að lesa meira út úr því sem á milli línanna stendur en efni eru til! Tilboð til Kollu myndi ég ekki setja í torrætt dulargervi! Minnugur þess að styttra er að fljúga til Parísar en keyra til Akureyrar var ég eiginlega bara að armæðast yfir því hversu stutt golftíðin er á Íslandi miðað við hér í landi.

Ágúst Ásgeirsson, 10.9.2009 kl. 21:38

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, góður Ágúst, lengra að keyra til Ak. en Pa., en þá ber þess samt að geta, að bæði er ódýrara að keyra og fljúga reyndar líka til landsins fegursta bæjar og ekki bara það, heldur er golfvöllurinn að Jaðri, skemmtilegri en allir þessir sólarvellir þarna í Frankríinu til samans! Ekki satt Kolla hin Sveifluseiga?

En jú, ég er bara svona agalegur mín kæra, ættir að vera farin að uppgötva það, en hvað á maður að halda þegar við veslingarnir af nú miklu veikara kyninu, erum bara vandræðagemsar?

en ég spurði bara svona út í loftið með Guðjón, hann jú skammaður fyrir að ganga í björg núna eða þannig, þyggja þetta starf þarna hjá J'oni bjarna ef ég man rétt? (Reyndar var það Össur sem ámálgaði það fyrst að Guðjón væri sterkur kostur til starfa í stjórnsýslunni) Ónei, ek ekki áttir þú nú sök á fylgishruninu hygg ég, "Stjarna kvöldsins" í kosningaþættinum úr SV-kjördæmi, annað og meir kom til. Annars vil ég í restina hrósa ÁÁ og mbl fyrir kappakstursskrifin,þau það sem allrabest er ritað þar.

Magnús Geir Guðmundsson, 11.9.2009 kl. 23:01

22 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús. Ég var að koma frá Köben og það voru þrír og hálfur tími í flugi. Mótvindur, þannig að það er erfitt að segja til um ferðatíma. Ég hef ekki flogið beint á Frakkland en það fer að breytast því ég er að fara að vinna með stærstu samtökum Frakka í fötlunargeiranum. Varðandi það að keyra norður verð ég að segja að það er alveg óþolandi að eiga að keyra á 90 km hraða. Ég er búin að reyna það þrisvar í sumar og stilli crúsinn á 93 km en það er endalaus framúrakstur og enginn ofsaakstur í gangi heldur vilja menn liggja í kringum 100 til 110. Það er miklu þægilegri akstur í alla staði og ég vil bara að þessu verði breytt hið snarasta. Íslenskir golfvellir eru ekki svipur hjá sjón miðað við erlendis því miður. Sammála þér að Ágúst hefur alltaf sinnt sínu starfi með mesta sóma en ég hef aldrei verið stjana hvorki kvölds morguns eða miðs dags.  Ekki ennþá í það minnsta. kveðja Kolla.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.9.2009 kl. 09:51

23 identicon

Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar Landssambands Fatlaðra,mælir með auknum hraða á þjóðvegum landsins.Nú er ég klosshissa á þér Kolbrún þú gæðasál,að mæla með auknum hraða.Er það vegna allra golfmótanna sem þú virðist sækja víða um land?Ég ek mikið um landið og fer ansi víða og þá sérstaklega yfir sumartímann,sá hámarkshraði sem er núna er bara í fínu lagi,og svo skal taka það líka í dæmið að töluverð eldsneytiseyðsla fylgir auknum hraða og hvað þá slysahætta.Verum ábyrg,og Magnús get ég pantað eina vísu,kæmi mér ekki á óvart að Magnús geri það,eftir þessa hneykslun mína á uppástungu,gæðasálarinnar hennar Kolbrúnu.

NN (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband