30.11.2008 | 23:43
Draumur
Síðastliðna nótt dreymdi mig tvo drauma sem ég man. Annar situr rosalega í mér því hann var svo raunverulegur að mér fannst þetta hafa gerst. Mér fannst ég koma inn á veitingahús sem ég taldi að væri svona af fínni gerðinni og fannst ég ætla að hitta einhvern þar inni. Á veggjarbút var fatahengi og ég ætlaði að fara að hengja yfirhöfn mína þar, en þá sé ég að það er heilmikill kóngulóavefur þar fyrir svo ég hætti við. Ég var að hugsa með mér hvort það væri ekki þrifið nægilega vel en mundi þá að kóngulær sem ég hef haft kynni af eru ótrúlega snöggar að vefa þannig að ég settist bara og lagði kápuna á stólbakið. Ég ákvað samt að vekja athygli afgreiðslustúlku á þessu og fer til að benda henni á þetta. Þá sé ég að það er risastór kóngulóavefur sem liggur samsíða stórum vegg en þó svona 30 cm frá veggnum og er ábyggilega svona 8-10 fermetrar. Hann var algert snilldarverk. Ótal leggir og lykkjur sem lágu svo saman í miðjunni og svo margar miðjur eða hringir allan hringinn í kringum miðjuna. Eins og listaverk heklað úr silki , silfurgrár, næstum hvítur eftir hvernig horft var eftir honum. Engar flugur , engar kóngulær, enginn óhreinindi bara þessi listasmíð. Hann blakti aðeins eins og hann hreyfðist pínulítið undan stærð sinni og ég var algerlega heilluð. Hvað skyldi þetta nú merkja? Það væri nú gaman að fá ráðningu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Sæl mín kæra vinkona.Ég held að köngulær boði bara gott.Var ekki einhverntíms sagt "könguló,könguló vísaðu mér á berjamó".Þú átt eftir að gera þig gilda sem stjórnmálamannesku.Þú átt eftir að finna út hinar ýmsu leiðir fyrir hina smærri í þjóðfélaginu.Á það bendir vefurinn.Þú munt lenda í einhverjum mótbyr í þeim málum en hafa sigur að lokum.Sleppi geðheilsu þinni við frekari draumráðningum.Sértu af mér ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 1.12.2008 kl. 00:01
Sæl Kolla.
Manni er nú farið að förlast í draumráðningum, verð að glugga í gamlar bækur til þess arna, læt þig vita þegar ég er búin að kíkja.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.12.2008 kl. 00:32
Því er m.a. fleygt í sambandi við draumaráðningar, að það viti á arðbær viðskipti að dreyma kongulóarvef. Það hlýtur að vera gott vegarnesti í þessu árferði!
Var nokkuð fluga í vefnum, það mun tákna stórgróða af viðskiptunum.
Lýsingin er mjög óvenjuleg, en draumar eru oft þannig? Hvað með hinn, hann hefur ekki verið jafn kúl?
Ágúst Ásgeirsson, 1.12.2008 kl. 21:05
hahaha Gústi góður. Hinn var meira pólitískur og verður því ekki sagður hér. Það var engin kónguló neins staðar nálægt. Þetta var svo stórt að ég var að vona að þetta þýddi einhverjar nýjar flottar leiðir fyrir þjóðina ;) kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.12.2008 kl. 22:42
Hahaha, þú sem átt í "viðskiptum" við mig þessa dagana!
Spurning hvort þú verðir ekki bara bankastýra aftur nú eða eins og Ólafur segir, VALDAKONA!?
Þú Kolla ert kyngimögnuð,
hvergi úr æðum dauð.
Draumur mun færa þér fögnuð,
frama, völd og auð!?
Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 02:12
Bara ráðning í bundu máli. Takk fyrir það Magnús, alveg frábært. Svo þú heldur að ég græði mikið á okkar viðskiptum, það skyldi þó aldrei vara... kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 2.12.2008 kl. 16:25
Tja, það voru nú ekki alveg mín orð, verður að skrifa það óbeint allavega á ÁA og ÓR kannski líka, þeir gáfu nú upp boltan! EN...hver veit Hehe!
Magnús Geir Guðmundsson, 3.12.2008 kl. 01:06
Sæll félagi Magnús. Fékk bækurnar í dag. Nú er lag að selja og ég vona að þér gangi vel að koma út útgáfunni svo þú getir byrjað á næstu útgáfu. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 4.12.2008 kl. 21:59
Draumurinn= það mun verða leitað til þín til þín,úr óvæntustu átt.Þú átt eftir að setjast í nefnd til lausnar vandamála sem að þjóðinni steðja,þar munt þú verða formaður,og þekking þín á aðsteðjandi vandamálum munu koma öllum til góðs,þú ert afburðarmanneskja í því sem þú tekur að þér.
NN (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 00:23
NN Þakka þér fyrir góð ummæli um mig. Verst að ég veit ekki hver þú ert og hvort eða hvernig þú þekkir mig. Ég er viss um að þessi vefur varðar þjóðina eitthvað og var að vona að það myndu opnast nýjar leiðir fyrir okkur. Það hefði t.d. verið gott að finna olíulindir á mínum heimaslóðum eða ósýkta síld eða ofsagöngur af loðnu, eitthvað þessháttar. Ég er jú hokin af reynslu í viðskiptavandamálum það er rétt en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér allavega var ég mjög undrandi á að þarna væri köngulóavefur. kveðja til þín
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.12.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.