Leita í fréttum mbl.is

Málsókn.

peningarÉg hef verið að velta því fyrir mér, eins og sjálfsagt flestir landsmenn, hversvegna ekkert bóli á málsókn hjá íslensku bönkunum eða íslenska ríkinu á hendur Bretum.  Reiði almennings hefur beinst að þeirri meðferð sem Brown og Darling beittu okkur er hryðjuverkalög voru sett á Landsbankann og í kjölfarið varð KB gjaldþrota á stundinni. Flestir sómakærir Íslendingar vildu fara í mál og hreinsa mannorð okkar. Breskur blaðamaður, Adrian Gill, hefur nú skrifað afar huggandi grein um okkur og hundskammað Brown fyrir að ráðast á litlu, saklausu,duglegu, skemmtilegu og frjálslyndu þjóðina sem býr á harðbýlli eyju í miðju Atlandshafinu. Ég heyrði þá skýringu á framkomu Bretanna að miklir fjármagnsflutningar hefðu verið frá Íslandi síðustu mánuðina fyrir kreppuna og að seðlabankastjóra hefði verið tilkynnt um það, ásamt fleiri seðlabankastjórum þ.m.t. breskum. Hverjir voru þá að flytja fé og koma því undan? Hversu mikil tök hafa þeir hinir sömu á íslenskum þingmönnum? Geta núverandi ráðherrar í raun tekið á sömu mönnum og þeir hafa verið að þjóna og þóknast undanfarið? Eru þeir sjálfir hlutaðeigendur?  Nú er ljóst orðið að fjármagnseigendur stýra sjálfir fjölmiðlum sínum, eftir að einn eða tveir blaðamenn, sem hafa tekið sjálfa sig og sitt starf alvarlega,hafa stigið út úr DV greninu og sagt sannleikann. Ég er þeirrar skoðunar að alvarlegustu mistök sem við höfum gert á undanförnum árum hafi einkum verið þrennt. Að leyfa veðsetningu fiskikvóta, að heimila veðsetningu íbúðarhúsnæðis upp í 80-90 %  og síðast en ekki síst að samþykkja ekki fjölmiðlalögin sem forsetinn okkar sló út af borðinu með eftirminnilegum hætti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þennan pilstil Kolbrún


Já þetta er hið undarlegasta mál, vægt sagt. Hvað er eiginlega að gerast?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.12.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir strákar. Björn ég er brjáluð út í Bretana en þeir hafa kannski vitað meira en við fáum að heyra. Þetta er allavega mjög undarlegt eins og Gunnar bendir á. Þetta á kannski eftir að skýrast frekar ef einhver er hæfur til að endurskoða það sem er var og er í gangi . kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.12.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: kop

Ég skil að nokkru leiti þá aðgerð Breta, að setja á ykkur hryðjuverkalög. Þetta eru jú hryðjuverkamenn(útrásargemlingarnir). Þegar svoleiðis kallar eru helstu framámenn þjóðarinnar og stjórnvöld láta þá leika lausum hala, þá bitnar það á öllum.

Sjáðu bara Afganistan, ekki eru þeir allir hryðjuverkamenn, en það bitnar á þeim öllum.

kop, 19.12.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl vinkona.Sammála þér að vanda  En hvað skyldi"Meistarinn"segja um þetta?     Ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 19.12.2008 kl. 22:38

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla,

Já fyrstu mistökin sem þú nefnir eru forsenda hinna tveggja að mínu mati, beint og óbeint.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.12.2008 kl. 00:03

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir innlitið öll saman. Meistarinn á eflaust eftir að kveða mig í kútinn með þetta allt saman  Ólafur minn. Hann orti fyrir mig brag um daginn og var skotfljótur að því. Auk þess draumráðning í bundnu máli. Vörður Landamær það er nefnilega þetta sem ég meina að etv er skýring á þessu öllu saman sem stjórnvöld vilja ekki opinbera. Ég þekki sem betur fer lítið til í Afganistan en hef lesið tvær bækur nýlega um stöðu mála þar og það er vægast sagt hryllingur lífið þar. Ertu að meina að við séum að láta fara með okkur eins og almúginn í Afganistan. Það kann að vera. Ég er t.d. hlynntari mótmælum unga fólksins en ég hef verið. GMaría við vitum það báðar að kvótakerfið og veðtaka í því var upphafið að stórfelldri eignamyndun ákveðinna aðila sem er alveg ólíðandi enn þann dag í dag. Það er þó sjálfstætt dæmi. Annað mál er svo fjármálaheimurinn og það brask um ekki neitt nema verðmyndun og falsanir. Fjölmiðlafrumvarpið var eina vonin til að taka á þessum tveimur kýlum með eðlilegum hætti og hefði líklega bjargað þjóðinni frá núverandi þjáningum ef það hefði verið samþykkt. kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2008 kl. 10:54

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Tryggvi áttu fjölmiðlalögin ekki að tryggja að ekki mætti eiga hreinan meirihluta í fjölmiðli? Mig minnir að það hafi verið 30 % sem einn aðili mátti eiga. Hvort þeir voru síðan sjallar eða framsóknarmenn er svo annar hlutur, en ekki hreinn eignarhluti sama aðila. Það er auðvitað alveg glatað. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.12.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 121901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband