Leita í fréttum mbl.is

Frænkukvöld

Lauga jóðlar_1Ekki var ég fyrr komin heim úr síðbúnu sumarfríi en ég hellti mér út í samkvæmislífið. Nú var það frænkukvöld og var óvenju langt síðan við hittumst síðast eða nánast tvö ár. Því miður voru fáar utan af landi enda kreppa að skella á en við vorum þó 15 samankomnar. Það var byrjað á Cafe Milanó en síðan var farið með hópinn í magadans og þar lærðum við tvo dansa. Við vorum nú misjafnlega þokkafullar með pallíettutuskur um lendarnar en allar reyndu sitt besta. Síðan var farið í mat þar sem boðið var upp á humarsúpu sem var frábær og grillaðar lambalundir með öllu tilheyrandi. Kiddi tengdasonur sá um þá hlið málsins. Eftirrétturinn var ís og kaffi. Þá var spjallað , spilað og sungið. Rúsínan í pylsuendanum var þegar Lauga, sem reyndist aldursforsetinn í þetta skiptið, tók gítarinn og jóðlaði af sinni alkunnu snilld. Við Arna Péturs vorum kosnar í næstu nefnd og verður nú erfitt að toppa frábæra frammistöðu þeirra Brimrúnar og Guðlaugar sem stýrðu þessu kvöldi.  Þær voru  frábærar þessar elskur. Kæru frænkur takk fyrir skemmtunina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Fyrirgefðu forvitnina, en hver er þessi klára Lauga frænka? Er hún móðurmegin eða föðurmegin? Með kveðju, Gústi.

Ágúst Ásgeirsson, 10.11.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl verið þið. Það er von að þú spyrjir Gústi því hún er hvorugt. Hún er ekkja Nenna ( Jóhannesar Guðmundssonar ) sem er sonur Siggu systir pabba en hefur alltaf verið tekinn sem bróðir pabba af því amma Fríða ól hann upp að mestu leyti. Lauga er búin að vera lengur í fjölskyldunni en flestar hinna en þó ekki lengur en ég því ég man eftir því þegar þau voru að draga sig saman hún og Nenni en þá var ég eitthvað um 10 ára gömul. Hún er alveg frábær í söng og gítarspili og ein af fáum sem kann að jóðla almennilega. kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega nauðsynlegt að halda góðu sambandi við frænkur sínar.

Halla Rut , 11.11.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Halla. Já það er mikið atriði að rækta frændgarðinn sinn vel og ég svo heppin að minn samanstendur af lífsglöðum og skemmtilegum konum.  Þakka þér fyrir innlitið og hafðu það sem best kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.11.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband