8.3.2008 | 16:04
Fréttabréf Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum.
Grein úr fyrsta tölublaði.
Jafnréttismál
Það er margt sem gaman væri að impra á í þessu blaði sem er nýtt af nálinni og vissulega nokkuð óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér. Á mínu uppvaxtarheimili var mikið sungið og einn textinn byrjaði svona... "Er lít ég fram í tímann ég fæ ekki annað séð, en fullt sé allt af lífsins bestu gæðum" Ég hef alltaf haldið upp á þennan texta og finnst hann eiga vel við í dag . Það er óhætt að segja að í flestu tilliti er framtíðin björt fyrir mjög marga. Þó er ýmislegt sem ég vildi hafa öðruvísi og þá er það helst að meira jafnræði sé á milli manna og einnig milli landshluta. Ég tel að verulega hafi hallað á landsbyggðina í langan tíma og verður sá halli æ meiri með hverju árinu sem líður. Annað sem ég vildi sjá færast til betri vegar er breyting á kjörum fatlaðra og að þeim verði gefið tækifæri til að sanna hvað þeir hafa fram að færa til samfélagsins. Það sem er brýnast er að sú þjónusta sem þeir fá verði notendamiðuð en ekki stofnanamiðuð. Að notandi þjónustu ráði hvar hún fer fram og hver þjónustar hann. Fatlaðir hafa verið duglegir að berjast fyrir réttindum sínum og gott dæmi um það er ung og skelegg kona sem býr við mikla fötlun. Hún var tilnefnd kona ársins 2007 . Hún heitir Freyja Haraldsdóttir og gaf út bók núna fyrir jólin. Einnig hefur hún farið um landið og haldið fyrirlestra um sínar aðstæður og viðhorf fólks til fötlunar. Ég hvet allar konur til að lesa bókina Postulín og fylgjast með baráttu Freyju fyrir bættum kjörum fatlaðra. Hennar framlag til þessara mála veldur því að ég lít björtum augum fram í tímann...
kveðja Kolbrún.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Til hamingju með daginn! Sammála hverju orði sem þú skrifar Hér á Akureyri sátum við á fundinum Bleik orka. Þú hugsar um landsbyggðina þó í Kraganum búir.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 16:27
Takk fyrir það Gísli. Það er ekki á hverjum degi sem við erum alveg sammála en kemur þó fyrir. Ég vona að þú lesir bókina hennar Freyju.
Kveðja til þín Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.3.2008 kl. 21:09
Sæl Kolla.
Flott að fá þessa grein á netið, góð grein.
góð kveðja.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2008 kl. 23:26
Sæl Kolbrún,alltaf gaman að lesa þínar greinar og þessi er mjög svo þörf,ss.mjög góð grein,ég verð að viðurkenna að ég er ekki búinn að lesa um lífshlaup Freyju en er aðeins farinn að glugga í hana,verð að bæta þar úr, annars saknaði ég þín á gólfið í kvöld :)
Gúndi Glans (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 02:29
Hæ hæ Gúndi Glans þvílíkt glamúr nafn Já ég vona að einhver hafi saknað mín en ég var í góðum félagskap barnabarna þar sem foreldrarnir voru á árshátíð Landsbankans. Það er nú hálf hallærislegt að birta greinar sem er búið að birta annarstaðar áður en mig langar að eiga þær á blogginu mínu. Næst ætla ég að blogga um velheppnaða golfferð til Florída. Sjáumst síðar kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.