Leita í fréttum mbl.is

Kringlan tók vel á móti okkur.

Já ég vinn hérna  Birti hér grein úr jólablaði Sjálfsbjargar lsf.

  

Ágæti lesandi Klifurs. Ég hef nú starfað í rúmt ár sem framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og hef lært mikið og notið þess að kynnast nýjum verkefnum og nýju fólki. Það er óhætt að segja að verkefnin hafa verið margvísleg.. Ég hef kynnst norrænu samstarfi á vegum Nordisk Handicap Forbund en í því bandalagi fatlaðra á Norðurlöndum er venja að hittast tvisvar á ári og ræða sín mál og standa fyrir málþingum. Sjálfsbjörg lsf. var gestgjafinn í haust og komu hingað 32 erlendir gestir. Þá hef ég verið í Evrópuverkefni um fræðslumál fyrir ófaglært fólk sem heitir Love language sem unnið er í samvinnu við Leonardo da Vinci stofnunina á vegum Evrópusambandsins. Einnig hef ég fengið að taka þátt í stefnumótun fyrir Brynju hússjóð Öryrkjabandalagsins og vera fundarritari á aðalfundum Öryrkjabandalagsins og margt fleira skemmtilegt. Eitt verkefni er þó sem stendur upp úr en það er 3.des verkefnið sem fór í gang í október s.l.undir forystu varaformanns Sjálfsbjargar lsf, Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur og Andra Valgeirssonar formanns Ný-ungar, til að vekja athygli á alþjóðadegi fatlaðra. Verkefnið kallaðist “Já ég vinn hérna” og átti að vekja athygli á þema Sameinuðu þjóðanna á þessum degi en það var “Atvinna við hæfi fyrir einstaklinga með fötlun”.Verkefnið var keyrt á helginni 24. og 25. nóvember. Ég fékk það verkefni að að semja við verslunareigendur í Kringlunni um að taka þátt í þessum leik með okkur. Það var ekki erfitt og alveg ótrúlegt hvað verslunarmenn tóku okkur vel og voru jákvæðir í garð verkefnisins þrátt fyrir miklar annir. Níu stórfyrirtæki tóku þátt og fjölmargir félagsmenn Sjálfsbjargar lsf. Verkefnið byggðist á því að fatlaður einstaklingur lét eins og hann væri að vinna í viðkomandi verslun og tók á móti viðskiptavinum sem slíkur. Einnig var settur upp sölubás á neðri hæðinni í Kringlunni til að selja ýmsan varning en einkum til að hitta fólk og vera sýnileg. Þá var í gangi getraun sem vakti mikla athygli. Fleiri verslunareigendur hafa sýnt okkur velvilja t.d. Nettó sem styrkti okkur mjög myndarlega og tók að sér að dreifa upplýsingum um Sjálfsbjörg lsf í 36 verslunum sínum víðsvegar um  landið 3 des. Krónan  í Mosfellsbæ og á Granda hafa haft í forgangi aðgengismál fyrir alla og tekið fullt tillit til fatlaðra við byggingu glæsilegra húsakynna sinna.Þessar verslanir hlutu  aðgengisverðlaun Sjálfsbjargar lsf að þessu sinni og voru þau afhent 3. des. Ég vil  hvetja  alla og sérstaklega hreyfihamlaðra til að heimsækja þessar verslanir. Að lokum  vil ég  nota þetta tækifæri og lýsa ánægju minni með Íslenska verslunarmenn og þakka kærlega fyrir okkur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þetta er frábært framtak. Mikil hætta er á að að fatlaðir einangrist og taki ekki eðlilegan þátt í lífinu.

Halla Rut , 22.2.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Það er mikil einangrun í gangi og hana þarf að rjúfa með því að fá fólk til að skipta um hugarfar, breyta þjónustustigi hjá ríki og borg,samhæfa ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu og gera þjónstuna persónumiðaða en ekki stofnanamiðaða eins og nú er. Fatlaður einstaklingur sem þarf aðstoðarmann á að ráða sjálfur hver það er og hvar og hvenær hann fær þjónustuna en það á ekki  að vera þannig að hann þurfi að flytja inn á stofnun til að geta fengið þjónustu sem hann sannanlega þarf...  ;) nú er ég alveg að missa mig og stoppa hér. Takk fyrir innlitið og kommentið. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nákvæmlega, valið á alltaf að vera hjá einstaklingnum. Við verðum að láta af forræðishyggjunni sem einkennir öll þjónustustig í dag

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.2.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já þannig á það að vera og fyrir því vil ég beita mér. Svona er þetta í Svíþjóð og Noregi. Það er aðeins kominn vísir að þessu hér heima sem er t.d. Freyja Haraldsdóttir sem ræður sér sjálf aðstoðarfólk að því er ég best veit. Takk fyrir kommentið og líði þér sem allra best. kveðja til þín Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2008 kl. 15:25

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já gaman að sjá þetta Kolla, og ánægjulegt að sjá hve góð viðbrögð verkefnið hefur fengið.

flott.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2008 kl. 01:06

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl Kolla.Það er gaman að þessu og vonandi að mál öryrkja fari að komast á réttan stall.Það er leiðinlegt að sjá og finna hvað þetta fólk þarf að hafa fyrir þeim sjálfsögðu réttindum eins og það að komast inn í fyrirtæki,stofnanir um götur og torg eða baráttu þeirra fyrir kaupum á faratækjum og það skuli ekki vera sjálfsagt að þetta fólk fái rafmagnshjólastól eða bíl af þeirri stærð sem þetta fólk þarf að nota.Ég æsist of mikið upp við að skrifa um þetta fólk sem eru þegnar eins við sem teljum okkur vera heilbrigð að þetta kemur eflaust allt vitlaust frá mér.

Guðjón H Finnbogason, 24.2.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband