Leita í fréttum mbl.is

Skorað á Bubba

Þar kom að því. Nú verður ekki hjá því  komist að hæla Árna Johnsen alþingismanni eftir að hafa lesið Fréttablaðið í gærmorgun. Þar skorar Árni á Bubba Morthens að mæta sér hvort heldur sem er í fjöldasöng, gítarleik eða boxi. Mér finnst það frábært hjá honum að svara Bubba og tek undir allt sem hann segir. Mér finnst Bubbi orðinn svo sjálfhverfur og mikill aðdáandi sjálfs sín að hann telur sig geta dæmt á báða bóga og hent skít í allt og alla. Hann  virtist fíla sig í tætlur í  dómarahlutverkinu í  Ídolþáttunum. Hann er samt ekki að ná sér á strik í þáttunum “Bandið hans Bubba” og vefst alltaf tunga um tönn þegar hann þarf  að tala við fólkið. Síðasti þáttur sem ég sá var svo hryllilega leiðinlegur að ég ætla ekki að eyða tíma í þessa þætti framar. Öll lögin voru ömurlega leiðinleg og ómögulegt að hlusta á þetta sem skemmtiefni. Hvert er svo bandið? Er hann með einhverja hljómsveit fyrir þann einstakling sem vinnur? Mér finnst ekki of mikið að fá 3 milljónir fyrir að vinna en hver borgar?  Bubbi varð vinsæll ekki síst vegna verkamannaslagara sem hann söng hér áður og fyrr en er nú, að mínu mati, útbrunnin markaðsmaskína sem apar eftir amerískri lágmenningu illa haldinn af athyglissýki og hroka. Áfram Árni gott hjá þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Tek undir með þér varðandi þá ,,félaga"; Árna og Bubba. Seint verður sagt að Árna skorti sjálfstraustið en það rignir upp í nefið á þeim síðarnefnda.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég er sammála Guðrúnu að árni hafi mikið sjálfsöryggi en það er kannski það eina sem hann hefur fram yfir Bubba.Bubbi er frábær gítarleikari og líka þá semur Bubbi lög og texta sem hæfa honum og hann syngur ekki falskan tón.Bubbi er verður og mun alltaf verða Bubbi kóngur.

Guðjón H Finnbogason, 14.3.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll verið þið. Ég hef verið aðdáandi Bubba og kannast við hann enda var bróðir minn með honum í hljómsveitum í mörg ár og gerðu þeir garðinn frægan eins og t.d. Utangarðsmenn og Egó. Ég tek undir með þér að mörg lögin hans eru ágæt og textarnir margir fínir. Hann var mjög afkastamikill laga og textahöfundur hér á árum áður. Hann er hinsvegar ekki að gera neitt í dag svo ég viti. Mikið atriði að hafa sjálfsöryggið í lagi.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.3.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta átti auðvitað að vera "sæl...."

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.3.2008 kl. 22:51

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla.

Gott að draga þetta fram, ég fékk nú nett hláturskast þegar ég las þetta í blaðinu. Árni sendir Bubba samlíkingar í formi orða....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.3.2008 kl. 23:50

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ég óska þess helst að þeir keppi í fjöldasöng þessir ágætu vinir mínir tveir og/eða í gítarleik en láti vera að slást. Get ekkert dæmt um þessa þætti annars þar sem ég bý í útlöndum en fróðlegt er að fylgjast með umræðunni. Greinilegt að þér er ofboðið, Kolbrún.

Ágúst Ásgeirsson, 15.3.2008 kl. 14:57

7 identicon

Þetta er einhver sú besta grein sem ég hef lesið eftir þig Kolla :)

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 17:38

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir kommentin öll saman. Já Ágúst mér hefur ofboðið þetta "fríspil" sem Bubbi hefur haft undanfarin ár sem lýsir sér þannig að hann getur verið með yfirlýsingar út og suður en enginn svarar honum af því hann hefur átt ást og samúð þjóðarinnar. Gaman að sjá þig hér Ágúst og skemmtileg tilviljun að ég rakst á þína síðu í gærkvöld. Þú virðist vera fótboltafrík. Þú mátt vita það að ég held mest upp á Manchester City og bind miklar vonir við nýja þjálfarann. bestu kveðjur Kolla.

p.s. Þeir voru að gera þessu skil í Spaugstofunni og voru bara góðir.hahaha 

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.3.2008 kl. 20:42

9 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ég er nú kannski ekki alveg fótboltafrík, fleiri myndu segja ég væri formúlufrík en um þá íþrótt hef ég fjallað lengi og alltaf jafn spenntur. Hvernig stendur eiginlega á því að þú heldur með ManCity? Ég hef haldið með Manchester United í rúm 40 ár, allt frá því ég var gutti á Raufarhöfn! Svo fíla ég mjög franskan fótbolta, hér eru mörg góð lið og frábærir spilarar. 

Ágúst Ásgeirsson, 16.3.2008 kl. 13:31

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll já ég fylgdist svolítið með formúlunni á tímabili en gafst upp á því þar sem Mikael Schumacher vann alltaf . Hann var auðvitað mjög flottur og allt það en ég missti áhugann. Brimrún dóttir mín og hennar kærasti eru á kafi í bílasportinu og voru einmitt hér að horfa á start á keppni í dag hjá mér. ManCity ég smitaðist af vinnufélaga sem hélt mikið upp á þá. Hélt reyndar eins og þú upp á rauðu djöflana í den en nú eru þeir búnir að tapa tvisvar fyrir City og ég vona að þannig verði það áfram.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2008 kl. 17:58

11 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Fyrst þú ert búin að uppgötva formúlubloggið mitt (http://formula.blog.is/blog/formula/) þá vildi ég geta þess að ég er með annað blogg líka (http://franseis.blog.is/blog/franseis/) þar sem ég skrifa aðeins um frönsk málefni. Tíminn leyfir reyndar ekki miklar ritsmíðar þó af nógu sé að taka og maður gæti verið að skrifa þar frá morgni til kvölds, af svo mörgu áhugaverðu er að taka.

Með kveðju

Gústi

Ágúst Ásgeirsson, 18.3.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband