Leita í fréttum mbl.is

Konur og reglur

flottir vöðvarÍslendingar eru heldur andsnúnir ESB og öllu því regluverki sem fylgir þeim pakka. Þeir eru þó fljótir að aðlagast breytingum og þó sérstaklega við konurnar. Það er einn af kynjabundnum kostum kvenna. 

Hér kemur gott dæmi um það.

Gömul kona kom í verslun og setti 2 dósir af dýrasta kattarmatnum sem til var í körfuna sína. Síðan fór hún að kassanum til að borga og sagði við kassadömuna. "Ekkert nema það besta handa litla kettlingum mínum". Kassadaman sagði þá "Því miður get ég ekki selt þér kattarmat, nema þú getir sannað að þú eigir kettling, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir kattarmat til að borða sjálft. Út af ESB-reglunum verður verslunarstjórinn að fá sönnun þess að þú eigir kött" Gamla konan fór heim og náði í kettlinginn sinn og sýndi kassadömunni og fékk þá kattarmatinn keyptan.

Næsta dag fer gamla konan aftur í búðina og í þetta skipti setti hún hundakex í körfuna, sem hún ætlaði að gefa hundinum sínum yfir jólin. Kassadaman sagði þá "Því miður get ég ekki selt þér hundakex nema að þú getir sannað það að þú eigir hund, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir hundkex til að borða sjálft. Út af ESB-reglunum verður verslunarstjórinn að fá sönnun þess að þú eigir hund ". Vonsvikinn og svekkt fór gamla konan heim og náði í hundinn sinn, sýndi hann og fékk þá að kaupa kexið.

Daginn eftir kom gamla konan aftur í búðina og hélt þá á dollu sem var með gati á lokinu. Gamla konan bað kassadömuna um að stinga puttanum í gatið. "Nei, ég geri það ekki, því þú gætir verið með snák í dollunni" Gamla konan fullvissaði hana um að svo væri ekki. Þá stakk kassadaman puttanum í gatið og tók hann svo út og sagði við gömlu konuna " Oj bara, þetta lyktar eins og mannaskítur.

Gamla konan brosti út að eyrum og spurði "vina mín get ég núna fengið að kaupa nokkrar klósettsrúllur"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Kolla mín, frábær saga! Assgoti er flott af þér myndin í sólbaðinu!

Björn Birgisson, 24.3.2011 kl. 23:05

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hahaha takk kæri bloggfélagi. Þetta er einn Evrópustaðallinn. Svona eiga konur að vera samkv. reglugerð númer 2503661  Kv.Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2011 kl. 08:41

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þessi er góður!

Úrsúla Jünemann, 26.3.2011 kl. 16:18

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Úrsúla við konurnar látum ekki að okkur hæða þegar kemur að því að hagræða hlutum og spara hvort sem það eru ferðir eða fjármunir. Eigðu góða helgi  KS 

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.3.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband