4.8.2010 | 22:02
Hjólreiðar í Köben
Nú hef ég tekið mér gott frí og dvalið í Danmörk í eina viku. Ég átti þess kost að búa á einkaheimili þar sem fólk tók mér opnum örmum. Hjón á besta aldri og stálpaðir strákar þeirra 16 og 20 ára voru frábær. Mér fannst þau afar dugleg og hress, fróð og fjölhæf. Öll töluðu þau góða ensku og auðvitað sína dönsku, enda dönsk.
Húsmóðirin er í hestunum og á íslenskan hest. Hún dýrkar íslenska hesta, sem og Ísland. Hún á líka hjól og það fékk ég lánað mér til mikillar ánægju og verð að segja að það er unun alveg að hjóla í Danmörk. Hún átti hinsvegar ekki hjálm og því var ég hjálmlaus.
Að sumu leyti eru Danir til fyrirmyndar. Þeir hjóla mjög mikið og fara langar leiðir á hjólum. Hjólabrautir eru meðfram götum í öllum helstu borgum og svo eiga hjólreiðamenn yfirleitt réttinn. Það vakti því furðu mína hversu fáir voru með hjálm á höfði og etv hafa sumir verið "ligeglad" á hjólinu sínu.
Það mætti segja mér að með sífellt hækkandi bensínverði fari að fjölga þeim sem hjóla hér heima þó varla sé hægt að segja að það sé auðvelt. Bæði er hjólastígum ábótavant og svo veðurfarið oft erfitt. Ég held þó að þetta snúist um að byrja bara og klæða sig eftir veðri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
solir
-
gmaria
-
fannarh
-
thoragud
-
meistarinn
-
sigurjonth
-
skulablogg
-
gudruntora
-
svavaralfred
-
rheidur
-
gudrunmagnea
-
helgigunnars
-
georg
-
marinogn
-
kallimatt
-
zumann
-
gudbjornj
-
eirikurgudmundsson
-
gretar-petur
-
johanneshlatur
-
franseis
-
altice
-
palmig
-
lydurarnason
-
omarbjarki
-
gretarogoskar
-
tilveran-i-esb
-
paul
-
ksh
-
thjodarsalin
-
framtid
-
kop
-
jon-o-vilhjalmsson
-
sunna2
-
neytendatalsmadur
-
duna54
-
jonsnae
-
sjonsson
-
duddi9
-
olofdebont
-
magnusjonasson
-
helgatho
-
fullvalda
-
kokkurinn
-
olafiaherborg
-
nimbus
-
jakobk
-
stebbifr
-
ranka
-
heimssyn
-
rs1600
-
maggij
-
bjarnihardar
-
bookiceland
-
frjalslyndir
-
gauisig
-
zeriaph
-
gthg
-
gustaf
-
hannesgi
-
diva73
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
ragnar73
-
ziggi
-
visur7
-
tryggvigislason
-
ursula
-
valdimarjohannesson
-
postdoc
-
icekeiko
Athugasemdir
Gott að þú komst "ligeglad" og hjálmlaus í gegnum þetta. Ég lofa að segja engum frá!
Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 23:06
haha
já þetta er mátulegt á mig... betra að vera ekki að gaspra um þetta.
Annars vil ég helst að allir prófi að hjóla þarna úti. Allt svo rennslétt og lauflétt að hjóla. Kveðja til þín skemmtilegi maður, Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 5.8.2010 kl. 15:47
Þegar hjólreiðamenningin og aðstæðurnar til hjólreiðar eru til fyrirmyndar þá þarf ekki hjálm. Í þeim löndum sem hjólreiðamenn eru viðurkenndir þátttakendur í umferðinni eru einungis börn og keppnisfólkið með hjálm. Hinir þurfa þess varla.
Úrsúla Jünemann, 5.8.2010 kl. 17:46
Sæl Úrsúla. Það er væntanlega skýringin á þessu og ég varð vör við það þegar ég ferðaðist í bíl að Danir eru mjög vakandi fyrir því að beygja ekki út til hægri nema tékka á hjólafólki sem á þá réttinn áfram. Það er einkar athyglisvert og sýnir hvað þetta er orðinn ríkjandi þáttur í þeirra umferðamenningu. Hér er viðhorfið frekar að hjólandi fólk séu sérvitringar eða heilsufrík og mótorhjólafólk glæpamenn.
Sjálf er ég svo áhættufælin að ég vil endilega hafa hjálm hvort sem það er á reið-eða mótorhjóli
. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 5.8.2010 kl. 20:30
Einn besti vinur minn heitir Hjálmar. Ég kalla hann alltaf Hjálminn. Ef ég hjóla og hef Hjálminn klofvega á bögglaberanum, er ég þá löglegur? Kannski ligeglad stundum, eins og sumir voru í Danaveldi?
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 22:43
Ég er nú ekki sammála um að hjálmanotkun sé óþörf í löndum þar sem hjólreiðamenn eru viðurkenndir þátttakendur í umferðinni og eins og sést á þessari heimasíðu DCF http://www.dcf.dk/composite-533.htm(Samtök hjólreiðamanna í Danmörku) mælast þeir eindregið til þess að allir noti hjálma. Td. verða að meðaltali 8-10 dauðaslys á hjólreiðamönnum vegna hægri beygju bifreiða og flest þeirra hefði mátt koma í veg fyrir með hjálmanotkun.
Ég er búinn að hjóla mikið í Danmörku og verð að viðurkenna að ég nota ekki alltaf hjálm þar
, en ávallt hér heima á Íslandi. En aðalatriðið er að fara gætilega og taka ekki þá áhættu að treysta á að ökumenn bifreiða virða rétt þann sem hjólreiðamenn eiga samkvæmt umferðalögum.Það er yndislegt að hjóla og vistvænt og hvet ég alla sem geta að njóta þess (með hjálm á höfði en ekki með hann klofvega á bögglaberanum)
Bestu hjólkveðjur, Atli
Atli (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 09:10
Sæl öll. Mér datt í hug gömul auglýsing þegar ég las kommentið hans Atla. " Í kolli mínum geymi ég gullið " og var það Sparibaukur frá Útvegsbankanum minnir mig.
Öll viljum við halda hausnum í lagi, nema kannski Björn.... hans gull er kannski meira annars staðar hahaha. kv.Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 7.8.2010 kl. 15:11
Kolla, rétt hjá þér, hausinn á mér er galtómur og hugsunin fer öll fram á öðrum stað og þar eru allar minningar líka geymdar. Ég man bara ekki hvar sá staður er!
Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 16:36
Æ Björn ég varð
.... þú bauðst upp á þetta. hahaha þú ert nú meiri rokkarinn :) kveðja til þín skemmtilegi maður..Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 7.8.2010 kl. 18:26
Þú hefur eflaust ekki fengið leið á að puða á hjólinu í brekkunum í Danmörku! Sammála Atla um hjálmana. Hér í Frakklandi eru þeir ekki skylda en 99,99% frístundahjólara nota þá öllum stundum. Enda veitir ekki af að vernda vitið . . .
Ágúst Ásgeirsson, 7.8.2010 kl. 20:15
Já það er ekkert annað. Þetta er athyglivert Ágúst. Ekki lögbundið að nota hjálm. Ekki nauðsynlegt að hafa vit fyrir fólki.. hummm.
Mér finnst að menn eigi að nota þau öryggistæki sem til eru og kosta ekki mikið eins og hjálmar. ( höfuðhjálmar n.b. )
Það er yndislegt að hjóla í góðu veðri og hita þegar ekki eru brekkur að þvælast fyrir manni
. Verð bara að segja það
. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.8.2010 kl. 21:07
"Mér finnst að menn eigi að nota þau öryggistæki sem til eru og kosta ekki mikið eins og hjálmar."
Þá gerist nú þörfin og tími til að hjóla minni.
Björn Birgisson, 8.8.2010 kl. 22:08
Sæl. Ég hef verið að taka meira eftir hjólreiðamönnum í umferðinni, kannski út af þessum pistli mínum, en í dag sá ég unga móðir hjálmlausa reiða ca 2 ára dreng með hjálm.
Á leiðinni heim úr vinnu munaði litlu að ég keyrði á unga hjólandi konu á núllinu við Gjána í Kópavogi. Hún renndi sér út á götuna hjálmlaus með síða gula fléttu niður á rass og leit hvorki til hægri né vinstri. Ég góndi á eftir henni og sá að hún hélt á síma og var að tala í hann í sömu andrá og hún skellti sér fyrir bílinn.
Eins gott að ég er afspyrnugóður bílstjóri.
kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.8.2010 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.