Leita í fréttum mbl.is

Þjóðkirkjan á þunnum ís

Flestar útfarir eru nokkuð svipaðar enda siðir og hefðir afar sterkir í þjóðkirkjunni þegar kemur að þessum þætti lífshlaupsins.

Ég hef verið við margar jarðarfarir um ævina, enda hef ég sungið í kirkjukórum í marga áratugi. Sjálf hef ég borið ömmu mína og föður minn síðasta spölinn. Einnig fylgt frænku minni sem bæði var vinkona og samstarfsmaður. Sárast var þó að kveðja besta vin sinn sem lést í blóma lífsins af slysförum. 

Ég hef verið að hugsa um þessa serimoníu alla og tilgang hennar. Nauðsynlegt þykir að auglýsa í allavega tveimur dagblöðum bæði andlátið og útförina. Gera þarf útfarardagskrá sem dreift er við útför með mynd, sálmum og nöfnum flytjenda. Síðan þarf að auglýsa að útförin hafi farið fram með þökkum aðstandenda os.frv. Flestum þykir ómögulegt annað en hafa blómakransa, nóg af blómum, sérkór, einsöng og svo auðvitað almennilega erfidrykkju.

Kirkjan hefur líka sína siði í öllum athöfnum og líka við útfarir. Aðstandendur skulu sitja á ákveðnum stað og síðan verður allt að vera slétt og fellt í hreyfingum þeirra sem bera blóm og kistu út úr kirkjunni. Helst má ekki heyrast í nokkrum manni, hvorki grátur, hósti eða stuna, hvað þá talað mál.

 Prestar og/eða prófastar hafa ákveðið að söfnuður skuli votta Guði virðingu í hvert sinn er lesið er úr guðspjöllunum með því að menn rísa úr sæti sínu.

Nýlega fór ég á jarðarför til að votta konu virðingu. Sú kona hafði lagt mikið af mörkum til starfsemi hreyfihamlaðra í gegnum árin og var stofnfélagi í stærsta félagi Sjálfsbjargar. Í kirkjunni voru óvenju margir notendur hjólastóla, hækja og fólk sem styður sig við göngugrindur og stafi.

Ekki latti það prestinn til að skipa fólki að standa á fætur. Þrisvar sinnum rak hann söfnuðinn á lappir. Ekkert kraftaverk gerðist. Ekki eins og þegar Jesú sagði við lamaða manninn " Tak sæng þína og gakk". Mér var ekki hlátur í huga við þessar vonlausu tilraunir prestsins og ákvað að næst muni ég sitja sem fastast, mínu fólki til samlætis.

Þessi siður var upphaflega til að sýna virðingu, ýmist orði guðs sem presturinn les eða hinum látna. Það má þó gera með öðrum hætti, óski aðstandendur þess.  Það væri hægt að gera t.d. með því að lúta höfði og spenna greipar. Ekki er ég viss um að prestar kynni þetta fyrir aðstandendum. Allavega er ömurlegt að horfa á þá flokkun sem á sér stað við þessar aðstæður. Þessi mismunun er mjög áberandi þegar um stóran hópi er að ræða. Hreyfihamlaðir geta þá ekki "sýnt" virðingu við þessar aðstæður.

Ef ég man biblíusögurnar rétt lét Jesú rjúfa þakið á samkunduhúsinu til að lamaður maður gæti komist þar inn. Mér finnst að þjóðkirkjan mætti fara að minnka það ójafnræði sem hún sýnir með því að flokka fólkið í hefðum og siðum sem eru í raun innihaldslausir og kjánalegir í nútíma þjóðfélagi.

Gaman væri að vita hversu margar kirkjur eru óaðgengilegar fyrir hreyfihamlaða á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Kolbrún !

Þjóðkirkjan; er ekki einu sinni, á lagnaðar ís.

Hún svamlar um; í eigin forar vilpu.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Já það virðast vera margir brestir í ísnum hjá þeim um þessar mundir. Virkar sem steingeld stofnun og forpokuð í flestum málum. Nú er ég að vísa í nýjustu fregnir af "þöggunarmálinu " sem mikið er í umræðunni. Takk fyrir kommentið. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.8.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband