23.7.2010 | 17:34
FM 106,5
Nýlega var ég í útvarpsviðtali hjá Ö-FM 106,5. Þetta er útvarpsstöð sem ungir og hressir strákar reka sem eru félagar í Ný-ung, ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar lsf, í samstarfi við Hitt húsið sem rekið er af Reykjavíkurborg.
"Hitt húsið" er afar jákvætt framlag Reykjavíkurborgar sem hefur það hlutverk að leyfa ungu fólki á aldrinum 16-25 að vinna að eigin hugmyndum, vera miðstöð ungs fólks í leit að sumarstarfi, vettvangur fyrir félagsleg úrræði og ráðgjöf fyrir ungt fólk.
Ný-ung hefur undanfarin ár unnið í samstarfi við Hitt húsið og margt gott og skemmtilegt komið út úr því eins og http://oryrki.is/ og nú þetta frjálslega og skemmtilega útvarp FM 106,5.
Þeir hafa tekið þjóðþekkta Íslendinga í viðtal og má þar nefna Hemma Gunn þann yndislega skemmtikraft og þjóðarkrútt, Ómar Ragnarsson sem nú er pínu peningalaus en alltaf jafn skemmtilegur og Ladda sem varð frægur fyrir að halda upp á sextugsafmælið sitt í 2-3 ár, auk þess að vera þjóðþekktur golfari og skemmtikraftur af guðs náð.
Ég er nú að vona að þeim hafi fundist ég svona skemmtilega þó ég sé ekki þjóðþekkt.
Ég vildi gjarnan verða þjóðarkrútt eins og "Hemmi minn".
Ladda ætla ég að taka til fyrirmyndar og halda upp á afmælið mitt nokkur næstu árin.
Vonast til sleppa við þær þrengingar sem Ómar er að glíma við, en ef ekki vonast ég til að góður þjóðarhugur verði með mér eins og honum.
Annars er ég bara góð
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Líst vel á þetta,jákvætt,bara fínt.
Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2010 kl. 02:53
Takk fyrir það Helga. Já auðvitað er málið að halda í jákvæðnina eins og hægt er. Kveðja til þín frá kóngsins Köben Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 25.7.2010 kl. 08:37
Sæl Kolbrún.
Ég er ekki á sömu línu og þú í pólitík, enda einn af hörðustu sjálfstæðismönnum landsins. En ég fylgdist með þér í kosningabaráttunni og hreifst af bjartsýninni og gleðinni sem geislaði af þér.
Ég læt pólitískar skoðanir mínar ekki þvælast fyrir mér varðandi álit á fólki.
Ég er viss um að þér tekst að verða "þjóðarkrútt" ef þú kemur þér á framfæri í fjölmiðlum. Þú hefur mjög heillandi útgeislun.
Jón Ríkharðsson, 26.7.2010 kl. 23:57
Takk fyrir hlý orð í minn garð Jón. Ég er ekki viss um að ég sé langt frá þér í skoðunum nema þá kannski ef þú ert hlynntur aðild og inngöngu í Evrópusambandið. Margir hafa sagt að ég hefði átt að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og þar á meðal margir málsmetandi menn þar. Sjálf er ég þannig að ég hef gaman að því að ræða málin frá mörgum hliðum og líður best með fólki sem getur rætt sína skoðun án þess að ætlast til að allir séu sömu skoðunar. Þannig er það í vinnunni hjá mér og stundum fleiri skoðanir en fólk við matarborðið því menn skipta nú stundum um skoðun. :) kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.7.2010 kl. 20:48
Nei Kolbrún, ég vil alls ekki sjá ESB, er ekki til umræðu um þá vitleysu, enda sé ég ekki hvað við höfum að gera þangað inn.
En ég var að vísa til þess að þú varst í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn á sínum tíma og mér fannst ansi gott að heyra í þér þá, þú varst ansi fersk og jákvæð, það vantar í pólitíkina.
Annars held ég að bilið milli sjálfstæðismanna og frjálslynda sé ekki stórt á heildina litið. Mér finnst nú stefnan svipuð að mörgu leiti, kannski einhverjar áheyrslubreytingar.
Ég veit svo sem ekkert um það, hvort þú sért enn í Frjálslynda flokknum, það hafa margir horfið úr honum skilst mér.
En svei mér þá, svona flott og fersk kona á nú hvergi annars staðar heima heldur en í Sjálfstæðisflokknum. Ég yrði alla vega glaður að sjá þig þar, við höfum alltaf þörf fyrir gott fólk.
Og mundu, að flokkurinn rúmar allar skoðanir, svo framarlega sem þær eru ekki í anda vinstri flokkanna.
Enn og aftur með Evrópusambandið, veistu að ég hef talsverðar efasemdir um ágæti EES samningsins, ég er nú ekki meiri stuðningsmaður aðildar en það.
Jón Ríkharðsson, 30.7.2010 kl. 01:38
Sæll aftur. Já það hafa margir horfið frá Frjálslynda flokknum það er rétt en ég er svo hundtrygg að ég er ekki farin ennþá. Hef reyndar lítið af honum frétt undanfarið (þ.e. flokknum) og kannski er hann bara dáinn. Mér finnst reyndar EES alveg nóg og út af þeim samningi erum við líklega í þessari klemmu þ,e, frjálst flæði fjármagns og allt það. Það er hinsvegar spurning hvar við værum ef við hefðum ekki haft þann samning og ekki vil ég gömlu forneskjuna. Við verðum að læra að höndla frelsið. En eins og við vitum þá þarf sterk bein til að þola góða tíma. við sem þjóð klikkuðum þar ekki satt. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.7.2010 kl. 16:02
Ég er sammála þér með frelsið. Hrunið kom ekkert við mig persónulega þótt ég hafi tapað nokkrum milljónum á því. Peningar koma alltaf aftur og maður þroskast á að gera mistök.
Ég er alveg pollrólegur ef mér tekst að öngla saman fyrir mat handa fjölskyldu minni, það hefur alltaf gengið upp. Ég get líka borgað það sem mér ber.
Við höfum gott af mótlæti, það herðir okkur bara. Það eru nokkrir hér á landi sem nenna ekki að hafa fyrir lífinu, þeir vilja láta ESB bjarga öllu.
Íslenska þjóðin er svo sterk að hún þolir allra handa náttúruhamfarir, vinstri stjórn, eldgos osfrv. Við höfum sigrast á þessu öllu áður og munum gera það áfram.
Mér er nú hlýtt að vissu leiti til Frjálslynda flokksins, ég vona að hann hressist. Það þarf fleiri flokka en Sjálfstæðisflokkinn, ég vil helst losna við þessa tvo sem eru í ríkisstjórn. Ég er heldur ekkert á móti Framsóknarflokknum. Enda þarf manni ekki að vera illa við flokka þótt maður tilheyri þeim ekki.
Jón Ríkharðsson, 31.7.2010 kl. 01:34
Sæll. Ég get sagt það sama að hrunið kom ekki við mig öðruvísi en þannig að ég sé að mörgum líður illa sem hafa séð lánin blása út og eðlilega hafa menn áhyggjur.
Flestir eiga nú nóg í sig og á held ég þrátt fyrir barlóm ýmiskonar. Frjálslyndi flokkurinn átti svo sannarlega erindi í þjóðmálaumræðuna. Það hefði verið betra fyrir marga í dag ef hlustað hefði verið á viðvaranir hans og umræðan um erlent vinnuafl, k, verðtryggingarvitleysuna og margt fleira er nú á hvers manns vörum.
Ég hef heldur ekkert á móti Sjálfstæðisflokknum, það voru bara svo margir spilltir einstaklingar þar að stýra valdaklíkunum. Held að það hafi nú aðeins verið grisjað þar en þó stefnir í upptöku á þeirri vitleysu í haust hef ég heyrt :) Kveðja til þín Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 31.7.2010 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.