8.6.2010 | 23:29
Æ ég er svo gömul
Í morgun fór ég í golf fyrir allar aldir og tók níu holur á Mýrinni. Það er nú orðið þannig að það er ekki nóg að mæta kl 6,30 til að vera öruggur með rástíma. Það voru þegar nokkur holl byrjuð að spila. Það má segja að það sem var svo gott og öruggt í fyrra sé það ekki lengur. Það var golfari á eftir mér og á áttundu braut sá ég að þetta var kona sem ég hitti í fyrrasumar, einmitt á þessum ókristilega golftíma. Ég kallaði til hennar hvort hún vildi ekki slá með mér síðustu brautina í stað þess að bíða eftir að ég kláraði. "Nei blessuð vertu " sagði hún " ég slæ svo stutt, ég er svo gömul". Ég lagði smávegis að henni en hún afþakkaði ákveðin. Hún var komin á teiginn þegar ég var búin að slá á níundu svo ég spurði hvað hún væri þá gömul. Hún brosti breitt og sagði " ég er nú 82 ára í dag" Það var mikið hóað og hæað yfir þessu og ég kyssti hana á vangann. Ég hældi henni í hástert bæði fyrir hvað hún væri ungleg og ekki síður hve dugleg hún væri að spila golf ennþá og það eldsnemma dags. Hún sagðist bara hafa þennan tíma því það væri svo mikið að gera hjá henni. Maðurinn væri orðinn lélegur og hún sæi um allt í kringum þau og þeirra líf. Þetta var yndisleg upplifun og óvenjuleg á golfvellinum. Það má fullyrða að lífið sé margbrotið og manneskjurnar elskulegar. Ég hef hugsað með hlýhug til þessarar elskulegu konu í allan dag og vona að hún hafi fundið það og notið dagsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 122262
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Já, það var frábært að hitta þessa fallegu fullorðnu konu og gaman að sjá að "allt er áttræðum fært" og svona upplifun hefur mikil áhrif á mann. Miðað við hana getum við átt mörg ár eftir í golfinu. Mæta bara klukkan 0600 þá ættum við að vera nokkuð örugg með rástíma.
það er líka eitt af því sem er svo frábært við golfið að maður kynnist svo mikið af fólki, unga sem aldna, sem eru upp til hópa skemmtilegt og kurteist.
Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 08:54
Já Alti það er margt fólk , skemmtilegt og kurteist, í golfi. Hvort menn eiga vísan rástíma eða líftíma veit ég ekki en trúi þér þegar þú segir það. Þetta er mikið ellimannasport og sívaxandi vinsældir hjá ungu kynslóðinni. Vona að ég eigi allavega 20 ár eftir ég elska þetta sport. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 19.6.2010 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.