29.3.2010 | 22:52
Stöðugleikinn og getuleysið
Mörg orð eru stórlega ofnotuð að mínu mati. Búið er að taka sum þeirra úr umferð en það er enn mikið talað um stöðugleika og getuleysi. Pólitískir andstæðingar gaspra mikið um getuleysi landsstjórnarinnar og öfugt. Kjósendur tala um getuleysi þingmanna. Flokksmenn um getuleysi flokksforystunnar.
Ríkisstjórnin talar mikið um stöðugleika og stöðugleikasáttmála. Allir virðast þrá og leita stöðugleika. Kannski er þetta lausnarorð fyrir marga og er þá væntanlega merki um þörf fyrir öryggi. En af hverju þurfum við svona mikið öryggi núna, fólkið sem var tilbúið að taka óskaplega sénsa fyrir hrun. Er það kannski bara hjarðhegðun rétt eins og græðgisvæðingin áður.
Á nýafstöðnu þingi Frjálslyndra talaði fyrrverandi formaður um stöðugleika. Hann lýsti því yfir að hann og Grétar Mar væru ekki bara þungir heldur einnig fastir fyrir. Ég kaus að túlka það þannig að þeir væru trúverðugir og traustir. Góðir saman. Þyngdar sinnar virði í gulli. Þeir virtust sammála nýrri stefnuyfirlýsingu flokksins um að binda flokksræðið enn sterkari böndum en áður. Þetta kom fram í tillögu stjórnar sem fól í sér að frambjóðendur flokksins skulu nú undirrita eið um að hætta ef þeir verða viðskila við flokkinn, sem væntanlega er þá flokksforystan. Jafnframt var samþykkt gömul tillaga til laga um að vísa megi fólki úr flokknum ef það vinnur gegn honum að mati stjórnarinnar.
Hinn þungi og staðfasti fyrrverandi þingmaður, Grétar Mar, var hálf sjokkeraður yfir því að til væri fólk, meira að segja í framboði til ábyrgðarstarfa fyrir Frjálslynda, sem ekki vildi skrifa undir þetta. Þar var hann að meina mig. Ég benti á að stundum verða menn viðskila við flokk sinn út af breyttri áherslu flokksins á ýmis mál. Margrét Sverrisdóttir lýsti því á sínum tíma að hún hefði ekki yfirgefið flokkinn, heldur flokkurinn hana. Minna má á aðskilnað þingmanna Borgarahreyfingarinnar við sína flokksmenn. Það er ekki öllum sama um drengskap sinn.
Kosningaloforð við kjósendur voru léttvæg fundin sem rök þó þingmenn séu bara bundnir af samvisku sinni samkvæmt stjórnarskrá. Það er eiður sem menn verða að skrifa undir þegar menn hefja störf á Alþingi. Flokksræði eykur stöðugleika í stjórnun og veitir stjórn flokksins öryggi og völd. En það er aðför að lýðræðinu.
Er kannski stöðugleikinn ofmetinn. Kallar hann á getuleysi. Er það ekki sveigjanleikinn sem við þurfum í dag. Bæði í stjórnun og stefnumótun, gengismálum, skuldaaðlögun og á sem flestum sviðum daglegs lífs.
Mörgu þarf að breyta en fyrst og fremst þarf að breyta lífsgildum. Það sem ég vill sjá vaxa upp úr rústum kreppunnar, sem orsakaðist mest af græðgi, valdníðslu, flokksræði og flokkadráttum, er aukin áhersla á heiðarleika, orðheldni, velvilja og sanngirni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 122263
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.