Leita í fréttum mbl.is

Hamingjusöm og upptekin

litadýrð

Ég er eitthvað svo yfirgengilega hamingjusöm. Allt svo frábært. Allt skemmtilegt. Allt spennandi. Ætli þetta sé normal ástand hjá konu á mínum aldri. Samt má ég ekkert vera að því. Ég á eftir að gera skattskýrsluna, fara í golftíma til að undirbúa mig fyrir næstu æfingaferð, sem er til Spánar um páskana, og taka vorrassíu í garðinum. Auk þess þyrfti ég að komast í bóklegt vélhjólapróf sem fyrst. Ég er ekki farin að undirbúa afmælisveisluna mína, síðan í janúar, og það er eins og engin helgi sé laus. Vinnan er líka í meira lagi þar sem ég er að undirbúa móttöku tveggja erlendra hópa núna í apríl og málstofu fyrir annan þeirra. Búin að fá frábæra fyrirlesara , auk ráðherra félagsmála, Árna Páls Árnasonar. Síðan er stór vinnufundur nefnda og stjórna Sjálfsbjargar lsf, kannski fimmtíu manns, og svo annar fundur fyrir sambandsstjórnina. Apríl verður fljótur að fara það er víst. Við erum auk þessa á haus á skrifstofunni við að undirbúa þing Sjálfsbjargar lsf, sem er þriggja daga aðalfundur, en það verður haldið úti á landi að þessu sinni. Þetta passar mér reyndar vel þar sem ég er afar verkefnamiðuð og finnst gaman að hafa mörg járn í eldinum ef svo má segja. Allavega finnst mér lífið frábært og vona að svo sé um sem flesta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Nú vorboðin okkar Lóan komin til landsins

Jón Snæbjörnsson, 25.3.2010 kl. 21:47

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Hlaut eitthvað að vera Jón kv.Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2010 kl. 23:37

3 identicon

Hjúkk..... hver ætti ekki að vera hamingjusöm ef ekki þú...Þú hefur allt sem yndisleg manneskja hefur að gefa öðrum, góð nærvera, fallegt bros, frönsk augu sem hafa fylgt þér frá fæðingu og lítur stórkostlega vel út út í vorið.....Eins og segir einhversstaðar:.... "Vináttan gerir það sama fyrir fólk og sólin gerir fyrir blómin. Gefðu hana óspart, þá blómstrar hún"..... Þannig virkar þú á heiminn. kv. Gúndi Glans 

Gúndi Glamúr.... (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 12:03

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 hahah halló Gúndi. Ég er nú ekki dáin  .Þetta hljómar eins og minningagreinarbrot hjá þér. hahah takk samt þetta er fallega sagt hjá þér. Kannski erum við allt of treg til að gefa komment á fólk meðan það lifir en ausum svo lúr okkur löngum lofrullum þegar því er holað í gröfina. Þú ert allavega sér á parti og greinilega óhræddur við að tjá þig. Knús á þig stuðdansarinn mikli, Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.3.2010 kl. 16:31

5 identicon

Takk og knús í hús á móti.......DROTTINN BLESSI HEIMILIР

Gúndi Glamúr.... (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 19:09

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jú takk aftur Gúndi. Drottinn blessar það en ég þarf að skúra það og skvera . Megi hann blessa þig og varðveita og vera þér náðugur. Drottinn lyfti sinni ásjónu yfir þig og gefi þér frið ...hahaha bara að stríða þér, ertu nokkuð prestur, ekki það að þeir geti ekki tjúttað? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.3.2010 kl. 08:29

7 identicon

Hahahaha, nei ég hélt að þú vissir það að ég væri vanmetinn hreingerningarmaður en ekki séra hvað, hvað, hver, ég?

Gúndi Glans (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 15:36

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Vanmetinn hreingerningarmaður hmmmm, sama og ég. Æ þú varst eitthvað svo trúrækinn í svarinu að ég hélt kannski að þú værir í einhverjum trúarsöfnuði og etv leiðtogi þar. Reyndar eru þeir flestir frægir samanber Gunnar í Krossinum og Snorra í Betel, Pétur Þorsteins í Óháða söfnuðinum, Vörður Traustason í Fíladelfíu og  Friðrik Schram í Íslensku Kristskirkjunni en það eru margir sem ég t.d. veit ekki um og datt í hug að þú værir kannski með Kefas eða Samhjálp eða eitthvað álíka. Þú ert þá bara verkamaður í víngarði drottins eins og stundum er sagt. Gott að vita að þú ert bara óbreyttur góðhjartaður húskarl sem vill að heimili manns sé í góðum höndum hahaha kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.3.2010 kl. 13:17

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að lesa svona jákvæðni mitt í öllu þessu neikvæða.  Til lukku Kolla mín að vera svona jákvæð og hamingjusöm.  Þetta er alveg eðlilegt hjá konu á besta aldri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2010 kl. 16:27

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir hlýtt komment Ásthildur mín. Gott að vita að þetta er ekki neitt aldurstengt eða ónormal :) kveðja vestur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.3.2010 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 122263

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband