Leita í fréttum mbl.is

Bundnir við bryggju

óhappÚtgerðarmenn hafa ákveðið að grípa til ofbeldisaðgerða til að mótmæla fyrirhugaðri  leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á kvótanum. Forsprakki LÍÚ, Friðrik Arngrímsson, talaði um ákveðna leið í Kastljósi ekki fyrir lögnu, sem var að sigla í land og binda bátana. Taldi hann þó afar litlar líkur á því að til slíks neyðarúrræðis kæmi.

Ekki biðu þeir boðanna í Vestmannaeyjum og hófu baráttuna fyrir opnum tjöldum með boðun fundar um málið.

Fundur þessi var vel sóttur og kom fram að sjómenn hefðu fjölmennt. Þarna var einnig árlegt meðlag ríkisins til útgerðarinnar, sjómannaafslátturinn, til umræðu. Um þann afslátt sýnist mönnum sitt hvað. Sumir hafa á móti því að sjómenn njóti skattafsláttar en flestir eru á því að þetta séu laun sem útgerðin eigi að borga en ekki almenningur í landi. 

Sjómenn hafa líklega verið uggandi um að það ætti að krukka í kjörin þeirra. Ég held þó að það hafi ráðið meiru, um góða mætinu þeirra, að menn hafi óttast um plássið sitt. Á stöðum þar sem allir þekkja alla eru dulbúnar hótanir afar öflugt stjórntæki. Stórútgerðarmenn eiga þessa staði með öllu meðtöldu, manni og mús.

Það hef ég skynjað á Vestamannaeyingum að þeim finnist enginn hafa vit á útgerð nema þeir. Aðrir séu bara öfundsjúkir landkrabbar. Kann að vera rétt, en ekki er ég sátt við það að þeir sem veiða skötusel við Snæfellsnes, svo dæmi sé tekið, þurfi að senda fúlgur fjár til Vestmannaeyja, kannski 20-25 % aflaverðmætis, fyrir ekki neitt, nema að fá að veiða skötusel. Hvaða réttlæti er í því ?

Ég hef mikla óbeit á svona yfirgangi og vona að ríkisstjórnin standi við stór orð Ólínu Þorvarðardóttur og taki þá bara af þeim leyfið ef þeir eru hættir að nota kvótann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kolla. Takk fyrir hressilegan pistil, það er engin lognmolla í kringum þig hér og gaman af því. Ég er samt ekki sammála þér í þessu öllu. Þú talar um að útgerðamenn séu búnir að ákveða að boða til ofbeldisaðgerða, en samt sagði Friðrik að afar litlar líkur væru á því að gripið yrði til þeirra. En vonandi fer nú ekki svona fyrir flotanum eins og myndin sýnir.

Varðandi sjómannaafsláttinn er ég sem núverandi landkrabbi, en sjómaður til margra áratuga, hlynntur sjómannaafsláttinum, og fannst mér ég allavegana eiga hann skilið þegar ég starfaði um borð í skipum, sérstaklega í brjáluðu veðri og sannað var að allar athanir úti á sjó væru 30% erfiðari en í landi, sama hvort sem um var ræða að vinna, matast eða sofa .

Svo finnst mér oft eins og að farmenn okkar gleymast í umræðunni. Kjör þeirra eru orðin mjög léleg og óskiljanlegt að stjónvöld hafi ekki reynt svipaða leið og Norðmenn og Danir  til að halda í þessari annars deyjandi stétt sjómanna. Mér finnst nauðsýnlegt fyrir eyþjóð að eiga vel menntaða og reynslumikla farmenn.

Ég hef kannski ekki fylgst nógu vel með, en hef stundað sjómennsku frá Vestmannaeyjum, Ísafirði og Reykjavík og hef svo sem ekki fundið að Vestmanneyingar væri öðruvísi en aðrir en það er kannski vegna þess að mér þykir svo vænt um eyjarnar síðan ég átti heima þar.

Svo er ég ekki heldur nógu mikið inni í skötuselsveiðar á Snæfellsnesi en gaman væri að fá útskýringu á því fyrirbæri og hvernig Vestmanaeyingar fá 25% af þeim?

En svo skal ég nú alveg viðurkenna að ég er betri í dansi en sjávarútvegs og stjórnmálum en það mál verður að taka fyrir á öðrum vettvangi . Eigðu góðar stundir Kolla.

Með bestu kveðju, Atli

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:15

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Atli. Friðrik sagði að "ef stjórnvöld ætluðu að halda þessum aðgerðum um fyrningu til streitu myndu þeir sigla í land og binda bátana" Hann hélt samt að þess þyrfti ekki, stjórnin myndi ekki þora að standa við þetta, Það er engin mótsögn í því hjá mér.

Útgerðin er ver stödd en þessir bátar á myndinni og það ekki vegna óhappa heldur græðgi.

30 % erfiðara segirðu. Ertu þá að miða við þegar þú varst fyrir langa löngu á sjó eða hvað? Hvað finnst þér að hreyfihamlaðir eigi að fá mikinn skattafslátt, það er allt miklu erfiðara fyrir þá en fullfríska sjómenn sem og aðra en þeir fá fulla skerðingu á smánarbætur ef þeir svo mikið sem eiga smápening inni á bók og fá vexti. Alveg ömurlega lélegt. Látum þá njóta skattafsláttar t.d. upp að  meðallaunum sjómanna.

´Deili með þér ást á Vestmannaeyjum en ekki á útgerðarmönnum þar- sorrý. Það á að auka ferðamannaþjónustu við eyjarnar alveg klárlega svo allir geti  notið þeirra.

Sunnlendingar fengu úthlutað obbanum af kvótanum þegar hann var settur á Skötusel af því hann var að veiðast þar aðallega og þeir að nýta hann. Nú hefur Skötuselsveiði færst lengra vestur og norður um og til að veiða t.d. við Arnarstapa þarf að leigja kvóta frá Vestmannaeyjum eða suðurlandi til þess að mega það. Alveg glórulaus þessi leiga með kvótann. Ef menn nýta hann ekki þá á bara að úthluta því sem umfram er til annarra, öllum leigukvóta sama hvaða tegund er.

Já óumdeilt að þú ert flinkur að dansa en ég sé samt ekki hvað það kemur kvótanum við nema þú búir við skerðingar þar svipaðar kvótanum. Einhver talaði um hvort hægt væri að veðsetja danskortin  þú gætir grætt á því fyrst þú ert svona góður í dansi. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.1.2010 kl. 18:24

3 identicon

Sælar Kolbrún,sigla í land segja útgerðarmennirnir!búa þeir ekki allflestir erlendis,þessir stærstu.Það er nú bara þannig í Vestmannaeyjum að þar er hreinlega bannað að halla á útgerðir,og eflaust eiga margir hverjir ´´ óbreyttir á ´´gólfinu,,hluti í hinum ýmsustu útgerðum smáum sem stórum.Ég er nú gamall sjóari,(Grindavík)og það segi ég bara að það starf er vanmetið.Hætti á sjónum fyrir ansi löngu síðan.Bæði Magnús Kristinsson og Guðbjörg Matthíasdóttir Útgerðarfólk í Vestmannaeyjum er mjög umdeilt fólk þessi misserin,og ekki er það að undra vegna ýmissa vafasamra kúnsta sem þaug hafa verið að gera í hinum ýmsustu viðskiptum.Hvað þá þessi snillingur Ásbjörn Óttarsson,sem ekkert þóttist vita með arð.Mér er spurn hvernig líður þessum mönnum sem sankað hafa að sér auðlindir þjóðarinnar,og komið afrakstri til erlendra skattaskjóla.Sennilegast eru þetta samviskulausustu einstaklingar þjóðarinnar. Eitt ljóð verður að fá að fylgja hér í lokin,ort af Eggerti Ólafssyni,er bar bein sín í Breiðarfyrði.(ort um 1755)Gæti átt við margan Útrásargangsterinn.

Öfund knýr og eltir mig

til ókunnugra þjóða

fæ ég ekki að faðma þig

fósturlandið  góða !

NN (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 23:03

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN. Ég þekki nú ekki þetta fólk í Vestmannaeyjum nema af umtali eins og þú nefnir og veit ekki hvor þau eru gott dæmi fyrir útgerðarmenn í Vestmannaeyjum. Ásbjörn Óttarsson þekki ég hins vegar og veit að hann hefur keypt sig inn í kvótakerfið frá upphafi og aldrei fengið neitt gefins. Hann var ekki að leigja frá sér kvóta síðast þegar ég vissi og var með gott og mikið fyrirtæki á Rifi, þegar ég var þar. Allt gott um það að segja. Þau hjónin eru mikið sómafólk og harðdugleg. Það virðist bara vera til siðs að innleysa sitt eigið fé út úr fyrirtækjum til að taka ekki áhættu með það og veðsetja heimildirnar. Þannig fá menn líka skattafslátt í arðgreiðslunum og Þannig tryggja menn að heimildirnar verði síður teknar til  baka. Nú hefur þjóðin hinsvegar eignast þær aftur óbeint í gegnum bankana og þá er lag að þjóðnýta þær ef ekki er verið að nýta þær til fulls. Hótanir við stjórnvöld er hroki af vestu sort og ólíðandi. Það sem mér finnst að þessu kerfi er framsalið og veðsetningin. Enginn að tala um að stoppa útgerðir sem starfa eðlilega. Eitt máltæki mætti fljóta hér með en það er " aumur er öfundarlaus maður" það er kannski þeirra huggun kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.1.2010 kl. 23:31

5 identicon

Það er þettað með málshættina::

::Nóg hefur sá sér nægja lætur.

:: Betra er að hátta svangur en að vakna skuldugur.

::Betri eru smáir fiskar en tómir diskar.

::Sá sem á nægjusamt hugarfar er fremri þeim er eiga mikin auð.

::Engin eignast krónuna nema  hann hirði eyrinn.

:: Eyrir í pyngjunni er betri en eydd króna.

Það er nú svo,og ég efa það ekki að þú þekkir vel til útgerðar á norðanverðu Snæfellsnesi,já hann er snillingur! hann Ásbjörn samt.

NN (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 23:43

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Haha já hann er snillingur það má segja það. Við skulum ekki gleyma máltækjum eins og :

Þeir fiska sem róa

Margur verður af aurum api

Illur fengur , illa forgengur

og svo þann sem ég bjó til á mínum fyrstu árum á Hellissandi í staðinn fyrir "græddur er geymdur eyrir"  kom ég með "Greidd skuld, glatað fé"

haha kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.1.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband