Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
27.1.2012 | 23:20
Síðasta ár
Nú er eitt ár síðan þó nokkur breyting varð á mínum högum. Yfirmönnum var sagt upp einn kaldan janúardag 2011 hjá Sjálfsbjörg landssambandi fatlaðra og samtökin felld að hluta undir ríkisrekið hjúkrunarheimil sem er sjálfseignastofnun Sjálfsbjargar lsf.
Þar átti nú að stofna þekkingarmiðstöð.
Allt gott um það að segja og tímabært að fé fari að koma frá ríkinu í þessa baráttu fatlaðra í staðinn fyrir að renna hina leiðina. Ekki heldur vanþörf á að bæta þjónustuna milliliðalaust við fatlað fólk. Ég vona bara að þessi hugmynd eigi eftir að komast í framkvæmd án þess að allt fé landssambandsins fari í það.
Þetta reyndist hin mesta blessun fyrir mig. Ég held að síðasta ár hafi verið eitt það léttasta sem ég hef lifað. Það var þó óneitanlega mjög skrýtið að vera svona frjáls með sinn tíma heilt sumar. Þessi sex ár á undan hafði ég aldrei tekið sumarfrí lengur en tvær vikur í einu. Það var samkvæmt samningi við fyrri stjórn.
Ég byrjaði strax á að fara í viku golfferð til Tenerife og nokkru síðar í árlega golfferð til Florida. Á miðju sumri fór ég svo í frábæra ferð til Danmerkur í eina viku að hitta kunningja og vini. Reyndi að spila golf þar en var ekki á boltanum þá vikuna. Ég hef aldrei spilað eins mikið golf og þetta ár. Ég náði að komast í sveit öldunga í GKG og fór með þeim að keppa í sveitakeppninni sem haldin var í Vestmannaeyjaum í æðislegu veðri.
Að endingu fór ég svo í golfferð til Costa Ballena á Spáni í október og lauk þar golftímabilinu.
Nú er nýtt golfár að fara af stað og ég byrjuð að hita upp með námskeiði hjá Ragnhildi, golfdrottningu, Sigurðardóttur í Hraunkoti í Hafnarfirði. Nú er stefnan sett á æfingabúðir í Florida og verður gaman að sjá hvort forgjöfin fer ekki undir 10 en það er búið að vara markmið í tvö til þrjú ár hjá mér.
Ég skráði mig í Lífshlaupið í janúar í fyrra og þar er haldið utan um tímann sem maður setur í íþróttir og hreyfingu, minnst 30 mín í einu. Ég hef á þessu ári skráð einhverja hreyfingu, í 244 daga, í 41207 mínútur samtals. Þar er um að ræða golf, fjallgöngu, göngutúra, blak, hjólreiðar, sund, líkamsrækt og dans.
Þetta hefur haft góð áhrif á heilsuna enda fékk ég toppskoðun hjá mínum lækni nú í ársbyrjun 2012.
Vona bara að sumarið verði gott og golfvænt fyrir sem flesta.
16.1.2012 | 17:02
Í lok jólahalds
Nú, þegar ég er að klára að pakka niður jólunum og koma heimilinu í sitt hversdagslega ástand, leita ýmsar hugrenningar á mig.
Hvers vegna er ég t.d. að standa í svona stússi fyrir nokkra daga. Þó ég lengi jólin í báða enda þá eru þetta þrjár til fjórar vikur á ári.
Hvers vegna er ég að kaupa gjafir fyrir fleiri tugi þúsunda akkúrat á þessum tíma. Ég tala nú ekki um vandræðaganginn með hvað það eigi nú að vera, handa hverjum og einum svo þeir verði ánægðir með gjöfina.
Í öllu mínu jólaskrauti, sem ég hef bæði föndrað sjálf eða safnað hér og þar um heiminn, eru þrír hlutir sem mér voru gefnir og eru þeir mér afar kærir. Þeir hafa ekki kostað mikið og fer lítið fyrir þeim. Þeir voru hinsvegar gefnir í hinum sanna anda jólanna. þ.e. gamla andanum sem ríkti áður en kaupmennirnir rændu jólunum.
Sá hlutur sem ég fékk fyrst var haustið 1989 frá fullorðinni konu á Hellissandi sem Jóhanna hét. Hún hafði verið að föndra og kom í Landsbankann, þar sem ég var tiltölulega nýkomin sem útibússtjóri, og vildi gefa mér þessa fallegu skreytingu ( sjá mynd ). Sápustykki skreytt með borðum og prjónum. Þessi skreyting fékk strax sinn sérstaka stað við baðherbergisspegilinn og minnir mig stöðugt á góðan og göfugan hug þessarar konu. Hún var víst mjög jafnréttissinnuð og hefur líklega viljað sýna mér stuðning í erfiðu starfi.
Annar hlutur er pínulítill sitjandi jólasveinastrákur sem Tómas Hallgrímsson kom með í vinnuna þegar ég var í Höfðabakkaútibúinu og gaf mér. Þetta kom hann með á jólaföstunni 2001. Þá var afar mikið að gera í bönkunum. Sveinki fékk sinn stað á tölvufætinum hjá mér og var þar öll jól eftir það en flutti sig með mér til Sjálfsbjargar lsf í nokkur ár. Nú er hann kominn með nýtt aðsetur þ. e. á tölvusvæði heima hjá mér og minnir mig stöðugt á þennan elskulega yfirmann sem þrátt fyrir eigið annríki hafði hugann hjá sínu starfsfólki.
Þriðji hluturinn er græn jólabjalla úr leir með gulum stjörnum. Ekki man ég hvað gefandinn hét en það var stúlka frá Rúmeníu sem var á fundi með mér í Austurríki í byrjun desember 2006. Hún hafði keypt nokkrar af götusala í sínu heimalandi og færði okkur sem unnum í Evrópuverkefninu með henni. "Ég vil að þið munið eftir landinu mínu " sagði þessi fallega stúlka.
Það er ljóst að með því að gera þessa tilbreytingu á heimilinu rifjast upp fyrir manni fegurð og sönn gæði lífsins. Þó maður hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum árin þá er það alltaf hugurinn sem að baki býr hverju sinni sem ræður því hvernig tekst að koma kærleika sínum til skila. Þá eru það ekki endilega verðmiðarnir sem gilda.
Megi nýja árið verða þér kærleiksríkt. Megi gæfan leita þín og uppfylla drauma þína. Megi gleði fylla hug þinn alla daga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko