Leita í fréttum mbl.is

Síðasta ár

Gamalt tré í Villages í FloridaNú er eitt ár síðan þó nokkur breyting varð á mínum högum. Yfirmönnum var sagt upp einn kaldan janúardag 2011 hjá Sjálfsbjörg landssambandi fatlaðra og samtökin felld að hluta undir ríkisrekið hjúkrunarheimil sem er sjálfseignastofnun Sjálfsbjargar lsf.

Þar átti nú að stofna þekkingarmiðstöð.

Allt gott um það að segja og tímabært að fé fari að koma frá ríkinu í þessa baráttu fatlaðra í staðinn fyrir að renna hina leiðina. Ekki heldur vanþörf á að bæta þjónustuna milliliðalaust við fatlað fólk. Ég vona bara að þessi hugmynd eigi eftir að komast í framkvæmd án þess að allt fé landssambandsins fari í það.

Þetta reyndist hin mesta blessun fyrir mig. Ég held að síðasta ár hafi verið eitt það léttasta sem ég hef lifað. Það var þó óneitanlega mjög skrýtið að vera svona frjáls með sinn tíma heilt sumar. Þessi sex ár á undan hafði ég aldrei tekið sumarfrí lengur en tvær vikur í einu. Það var samkvæmt samningi við fyrri stjórn. 

Ég byrjaði strax á að fara í  viku golfferð til Tenerife og nokkru síðar í árlega golfferð til Florida. Á miðju sumri fór ég svo í frábæra ferð til Danmerkur í eina viku að hitta kunningja og vini. Reyndi að spila golf þar en var ekki á boltanum þá vikuna. Ég hef aldrei spilað eins mikið golf og þetta ár. Ég náði að komast í sveit öldunga í GKG og fór með þeim að keppa í sveitakeppninni sem haldin var í Vestmannaeyjaum í æðislegu veðri.

Að endingu fór ég svo í golfferð til Costa Ballena á Spáni í október og lauk þar golftímabilinu.

Nú er nýtt golfár að fara af stað og ég byrjuð að hita upp með námskeiði hjá Ragnhildi, golfdrottningu, Sigurðardóttur í Hraunkoti í Hafnarfirði. Nú er stefnan sett á æfingabúðir í Florida og verður gaman að sjá hvort forgjöfin fer ekki undir 10 en það er búið að vara markmið í tvö til þrjú ár hjá mér.

Ég skráði mig í Lífshlaupið í janúar í fyrra og þar er haldið utan um tímann sem maður setur í íþróttir og hreyfingu, minnst 30 mín í einu. Ég hef á þessu ári skráð einhverja hreyfingu,  í 244 daga, í 41207 mínútur samtals. Þar er um að ræða golf, fjallgöngu, göngutúra, blak, hjólreiðar, sund, líkamsrækt og dans.

Þetta hefur haft góð áhrif á heilsuna enda fékk ég toppskoðun hjá mínum lækni nú í ársbyrjun 2012.

Vona bara að sumarið verði gott og golfvænt fyrir sem flesta. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ótrúlegur dugnaður sem hér kemur fram. Það má segja að þú sért merkisberi heilbrigðinnar.

Ágúst Ásgeirsson, 1.2.2012 kl. 16:00

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl mín kæra. "Long time no see". Gleðilegt ár og allt það. Ég tek heilshugar undir það sem blogvinur þinn Ágúst skrifar hér að ofan. Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 5.2.2012 kl. 22:22

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir báðir tveir og rétt er það að langt er síðan síðast.. en alltaf gaman að sjá ykkur hér.

Takk fyrir kommentin. Það er bara þannig með mig að ég er keppnismanneskja og hef gaman af íþróttum ýmsum og svo hef ég tekið ræktina alvarlega nú þegar maður hefur meiri tíma.

Ég skammast mín fyrir vanrækslu á bloggvinum mínum en lofa bót og betrun. Ég  hef verið mikið á hinni svokölluðu Fésbók en hér hef ég þó reynt að setja inn pistla sem mig langar að eiga og halda utan um. 

Megi árið verða ykkur létt og gott og þú ert nú íþróttamaður líka Ágúst og því segi ég bara gangi þér vel í þínu sporti.

Bestu kveðjur Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.2.2012 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 121921

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband