Leita í fréttum mbl.is

Í lok jólahalds

Jólaskraut frá 1989

Nú, þegar ég er að klára að pakka niður jólunum og koma heimilinu í sitt hversdagslega ástand, leita ýmsar hugrenningar á mig.

Hvers vegna er ég t.d. að standa í svona stússi fyrir nokkra daga. Þó ég lengi jólin í báða enda þá eru þetta þrjár til fjórar vikur á ári.

Hvers vegna er ég að kaupa gjafir fyrir fleiri tugi þúsunda akkúrat á þessum tíma. Ég tala nú ekki um vandræðaganginn með hvað það eigi nú að vera, handa hverjum og einum svo þeir verði ánægðir með gjöfina.

Í öllu mínu jólaskrauti, sem ég hef bæði föndrað sjálf eða safnað hér og þar um heiminn, eru þrír hlutir sem mér voru gefnir og eru þeir mér afar kærir. Þeir hafa ekki kostað mikið og fer lítið fyrir þeim. Þeir voru hinsvegar gefnir í hinum sanna anda jólanna. þ.e. gamla andanum sem ríkti áður en kaupmennirnir rændu jólunum.

Sá hlutur sem ég fékk fyrst var haustið 1989 frá fullorðinni konu á Hellissandi sem Jóhanna hét. Hún hafði verið að föndra og kom í Landsbankann, þar sem ég var tiltölulega nýkomin sem útibússtjóri, og vildi gefa mér þessa fallegu skreytingu ( sjá mynd ). Sápustykki skreytt með borðum og prjónum. Þessi skreyting fékk strax sinn sérstaka stað við baðherbergisspegilinn og minnir mig stöðugt á góðan og göfugan hug þessarar konu. Hún var víst mjög jafnréttissinnuð og hefur líklega viljað sýna mér stuðning í erfiðu starfi. 

Annar hlutur er pínulítill sitjandi jólasveinastrákur sem Tómas Hallgrímsson kom með í vinnuna þegar ég var í Höfðabakkaútibúinu og gaf mér. Þetta kom hann með á jólaföstunni 2001. Þá var afar mikið að gera í bönkunum. Sveinki fékk sinn stað á tölvufætinum hjá mér og var þar öll jól eftir það en flutti sig með mér til Sjálfsbjargar lsf í nokkur ár. Nú er hann kominn með nýtt aðsetur þ. e. á tölvusvæði heima hjá mér og minnir mig stöðugt á þennan elskulega yfirmann sem þrátt fyrir eigið annríki hafði hugann hjá sínu starfsfólki.

Þriðji hluturinn er græn jólabjalla úr leir með gulum stjörnum. Ekki man ég hvað gefandinn hét en það var stúlka frá Rúmeníu sem var á fundi með mér í Austurríki í byrjun desember 2006. Hún hafði keypt nokkrar af götusala í sínu heimalandi og færði okkur sem unnum í Evrópuverkefninu með henni. "Ég vil að þið munið eftir landinu mínu " sagði þessi fallega stúlka.

Það er ljóst að með því að gera þessa tilbreytingu á heimilinu rifjast upp fyrir manni fegurð og sönn gæði lífsins. Þó maður hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum árin þá er það alltaf hugurinn sem að baki býr hverju sinni sem ræður því hvernig tekst að koma kærleika sínum til skila. Þá eru það ekki endilega verðmiðarnir sem gilda.

Megi nýja árið verða þér kærleiksríkt. Megi gæfan leita þín og uppfylla drauma þína. Megi gleði fylla hug þinn alla daga. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Kolbrún mín" Þessi pistill er hugvekja,falleg og sönn. ,,Litlu,,gjafirnar eru mikilfenglegar. Þú varst búin að spyrja mig í hvaða bók Kiljans,hendingarnar eru,sem ég skrifaði í pistil þinn á seinasta ári. Reyndum að googla,en fundum ekki. Finnst líklegt að tengdamamma hafi farið með þetta og maðurinn minn numið það . Hún var sífellt lesandi og þá mest ljóð,fór með heilu ljóðabálkana bóklaus. Ef ég skil það rétt,varstu útibústjóri L.Í. á Hellissandi,en þaðan eru tengdaforeldrar mínir,auðvitað löngu farin þegar þú varst þar. En Skúli Alexanders. og Hrefna hafa búið þar alla tíð Hrefna er bróðurdóttir tengdamóður minnar auk þess að vera skólasystir mín úr Húsmæðraskólanum á Sólvallagötu. Vona að þorpin út á landi fái borið sig,um ómuna tíð. M.b.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2012 kl. 00:40

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir þetta skemmtilega  komment Helga. Vona að þú sért ekki búin að hafa of mikið fyrir að finna út úr þessu með Kiljan karlinn. Það eru gullkorn eftir hann út um allt. Jú ég fór á Hellissandi þegar ég sleppti heimahaganum. Held reyndar að ég hafi áður verið þar í öðru lífi  því þessi staður snerti strax, við fyrstu sýn ofan af Fróðárheiði, einhverja taug í hjartanu. Ég þekki auðvitað Skúla og Hrefnu og dætur þeirra. Viðar maður Drífu er frændi minn. Ég tek heilshugar undir með þér hvað varðar óskir til okkar minni staða vítt og breitt um landið. Hagur þeirra er hagur okkar allra... bestu kveðjur Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.1.2012 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 121927

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband