Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Bara brons

kátar kúra á prikiSveitakeppni eldri kylfinga í golfi er nú lokið. Ég hafði miklar væntingar til þessa móts og var nokkuð ákveðin í að við myndum koma með gull í hús í GKG. Ekki fór það nú svo og við máttum sætta okkur við þriðja sæti.

Ekki tel ég að um ofurefli hafi verið að ræða og við áttum alveg góða möguleika, eða eins og þeir segja í fótboltanum," við áttum mikið inni".

Ég verð trúlega nokkra daga að ná þessari fýlu úr mér því GR-ingarnir náðu sigri. Þeir eru með eðalkylfinga í hverju plássi hjá sér enda stærsti og ríkasti klúbburinn. Við unnum þá í fyrra og náðum þá silfrinu. Ljósi punkturinn núna var að við unnum Keiliskonur sem hafa verið ósigrandi síðurstu 10-15 árin.

Vestmannaeyjar voru í sparifötunum í þessa þrjá daga, bæði sól og nánast logn. Völlurinn góður yfirferðar þó grínin væru erfið. Fegurðin bæði á daginn og kvöldin er ólýsanleg þegar svona viðrar.

Það sem gefur þessu þó mesta gildið fyrir mig er að hitta gamla kunningja. Bæði úr viðskiptalífinu, héðan og þaðan af landinu, félaga úr öðrum íþróttum, s.s. blakinu, og æskufélaga frá Raufarhöfn. Þá er vel fagnað og maður finnur hlýju og velvild frá fólki.

Ég náði þó ekki að hitta og heimsækja góða kunningja eins og ég hefði viljað, því liðsstjórinn var harður á því að allir ættu að halda hópinn allan tímann. Auðvitað hlýðir maður bara þegar maður er ekki sjálfur að stjórna.

Hópurinn samanstóð af eiturhressum ofurspilurum og var mikið hlegið, frá morgni til kvölds. Vonandi verður sterkari hópur frá okkur næst sem nær betri árangri en þessi. 

Ég er samt glöð að hafa komist í sveitina því það eru forréttindi að spila fyrir klúbbinn sinn.


Allt að smella

Nánast reddýNú er allt að verða klárt fyrir Eyjaferðina á morgun. Ég er búin að vera að snúast í allan dag með hugann við næstu daga.

Ég fór æfingahring á Mýrinni og skaust yfir á Leirdalinn síðustu þrjár holurna þar. Allt gekk vel og vippin góð en púttin ekki alveg að detta.

Kíkti á nýju golfbúðina í Mörkinni sem er smekkfull af æðislegu dóti og forgjafarlækkandi hjálpartækjum.

Nú er ég búin að fjárfesta fyrir rúm fimmtíu þúsund til að vera boðleg í sveitina hjá GKG. Keypti mér flotta golfskó og meira að segja hvíta sem er ekki alveg minn stíll en FootJoy klassi. Daily golfbuxur svartar í Hole in One og nýtt grip á pútterinn sem er í sverara lagi.  

Fékk lánaðan fjarlægðamæli og síma til að vera með allt á hreinu. Síðast en ekki síst fjárfesti ég í eyrnatöppum en þeir eru nauðsynlegir þegar margir sofa í litlu húsi og mega ekki við að missa nætursvefn. Mikið rosalega hlakka ég til.


Haustið

Hjólað á TenerifeSenn líður að hausti. Ég vona þó að september verði góður eins og oft hefur verið. Það fer þó að styttast í golfvertíðinni. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að spila golf á veturna þó margir spili allt árið.

Ég fer því að huga að öðrum áhugamálum. Eitt þeirra er hjólreiðar.

Ég hef gaman af að hjóla en geri allt of lítið af því. Síðastliðinn sunnudag hjólaði ég að heiman úr vesturbæ Kópavogs,  upp í miðjan Mosfellsbæ, alls 36,5 km. Það var mjög gaman því veðrið var gott og auk þess mætti ég mörgum sem ég þekkti. Menn voru ýmist að hjóla, ganga, skokka eða "tansporta" á hjólastólnum sínum. 

Það er mun léttara en menn halda að fara um á hjóli. Lítið um hindranir og allir klárir á reglum um mætingar og þess háttar.

Ég hef ákveðið að hjóla lágmark hálftíma á dag, alla virka daga vikunnar í vetur. Vonandi verður þetta til þess að ég get farið að líta á það sem sjálfsagðan ferðamáta að fara um á hjóli en ég ætla að byrja bara rólega.


Vestmannaeyjar

VestmannaeyjarNú styttist í sveitarkeppni eldri kylfinga sem haldin verður í Vestmannaeyjum og hefst í næstu viku. Það var eitt af mínum markmiðum að ná að spila mig inn í sveit GKG. Það tókst og vonandi næst svo markmiðið að landa gullinu. Við náðum silfrinu í fyrra og bronsinu árið þar áður. Við verðum þó með sterka andstæðinga sem eru Nesklúbburinn og Golfklúbbur Reykjavíkur.

Það er búið að leigja sumarhús fyrir sveitirnar hjá GKG og kaupa fatnað á okkur. Konur í bleiku og karlar í bláu.  Við munum stilla saman strengina í keppni á okkar heimavelli á mánudaginn næsta.

Ég á von á því að þetta verði bara meiriháttar skemmtun og að ég kynnist nýju fólki úr mínum klúbbi og kannski öðrum klúbbum líka. Það á að spila æfingarhring á fimmtudeginum en við förum með Herjólfi kl 10:00 um morguninn og beint á völlinn.

Ég trúi ekki öðru en Vestamannaeyingar tjaldi öllu sínu besta og fegursta þessa helgi. Þessi völlur er mér alltaf erfiður einhverra hluta vegna.

Ég veit að ég get ekki treyst á GPS tækið mitt -GolfBuddy- þar sem ekki er búið að setja inn völlinn. Það finnst mér afar miður og finnst umboðið, Golfbúðin í Hafnarfirði, ekki vera að standa sig í stykkinu.  Það var löngu ljóst að þetta fjölmenna og skemmtilega  mót yrði haldið þarna.  

Þá er bara að nota gamla lagið á þetta og vera djarfur í sókninni.

Góða skemmtun þið sem mætið.


Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband