Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
25.8.2010 | 20:57
Gott silfur gulli betra
Nú er að baki sveitarkeppni öldunga í golfi 2010. Að þessu sinni var hún haldin á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 20. til 22. ágúst. Ég var búin að hlakka mikið til að dvelja norðan heiða í eina viku í lok ágúst frá því að það var ljóst að ég kæmist með í sveitina fyrir minn klúbb.
Það fór þó þannig að ég var fljót að koma mér suður aftur. Strax að lokinni verðlaunaafhendingu var keyrt af stað. Það var nefnilega þannig að það var skítakuldi og hellirigning í heila þrjá daga.
Maður lifir bara á minningunni um æfingarleikinn sem var aldeilis frábær í sól og sumaryl á fimmtudeginum daginn fyrir keppnina.
Við GKG konur náðum í silfrið að þessu sinni en bronsið í fyrra og komumst þá inn í fyrstu deildina.
Ég var nokkuð fljót að sætta mig við að tapa úrslitaleiknum fyrir Keiliskonunum. Þær hafa nánast haft eignarhald á fyrsta sætinu enda stórkostlega flinkar konur þar á ferð.
Þessi árlegi viðburður í golfheiminum er afar skemmtilegur og gaman að hitta gamla félaga og kynnast nýjum. Þetta er líka ágæt leið til að kynnast sjálfum sér við aðrar aðstæður en maður er venjulega í.
Ég hugleiddi hvort ég ætti að fara til kennara eða hætta í þessu sporti. Niðurstaðan varð að skipta um kennara og fara á dómaranámskeið til að læra þessar ótrúlega erfiðu reglur.
Kannski er reynslan bara besti kennarinn. Allavega læri ég alltaf helling í hverri ferð.
Ég þakka hér með mínum félögum og meðspilurum fyrir þessa golfdaga og góða og drengilega keppni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.8.2010 | 18:12
Þjóðkirkjan á þunnum ís
Flestar útfarir eru nokkuð svipaðar enda siðir og hefðir afar sterkir í þjóðkirkjunni þegar kemur að þessum þætti lífshlaupsins.
Ég hef verið við margar jarðarfarir um ævina, enda hef ég sungið í kirkjukórum í marga áratugi. Sjálf hef ég borið ömmu mína og föður minn síðasta spölinn. Einnig fylgt frænku minni sem bæði var vinkona og samstarfsmaður. Sárast var þó að kveðja besta vin sinn sem lést í blóma lífsins af slysförum.
Ég hef verið að hugsa um þessa serimoníu alla og tilgang hennar. Nauðsynlegt þykir að auglýsa í allavega tveimur dagblöðum bæði andlátið og útförina. Gera þarf útfarardagskrá sem dreift er við útför með mynd, sálmum og nöfnum flytjenda. Síðan þarf að auglýsa að útförin hafi farið fram með þökkum aðstandenda os.frv. Flestum þykir ómögulegt annað en hafa blómakransa, nóg af blómum, sérkór, einsöng og svo auðvitað almennilega erfidrykkju.
Kirkjan hefur líka sína siði í öllum athöfnum og líka við útfarir. Aðstandendur skulu sitja á ákveðnum stað og síðan verður allt að vera slétt og fellt í hreyfingum þeirra sem bera blóm og kistu út úr kirkjunni. Helst má ekki heyrast í nokkrum manni, hvorki grátur, hósti eða stuna, hvað þá talað mál.
Prestar og/eða prófastar hafa ákveðið að söfnuður skuli votta Guði virðingu í hvert sinn er lesið er úr guðspjöllunum með því að menn rísa úr sæti sínu.
Nýlega fór ég á jarðarför til að votta konu virðingu. Sú kona hafði lagt mikið af mörkum til starfsemi hreyfihamlaðra í gegnum árin og var stofnfélagi í stærsta félagi Sjálfsbjargar. Í kirkjunni voru óvenju margir notendur hjólastóla, hækja og fólk sem styður sig við göngugrindur og stafi.
Ekki latti það prestinn til að skipa fólki að standa á fætur. Þrisvar sinnum rak hann söfnuðinn á lappir. Ekkert kraftaverk gerðist. Ekki eins og þegar Jesú sagði við lamaða manninn " Tak sæng þína og gakk". Mér var ekki hlátur í huga við þessar vonlausu tilraunir prestsins og ákvað að næst muni ég sitja sem fastast, mínu fólki til samlætis.
Þessi siður var upphaflega til að sýna virðingu, ýmist orði guðs sem presturinn les eða hinum látna. Það má þó gera með öðrum hætti, óski aðstandendur þess. Það væri hægt að gera t.d. með því að lúta höfði og spenna greipar. Ekki er ég viss um að prestar kynni þetta fyrir aðstandendum. Allavega er ömurlegt að horfa á þá flokkun sem á sér stað við þessar aðstæður. Þessi mismunun er mjög áberandi þegar um stóran hópi er að ræða. Hreyfihamlaðir geta þá ekki "sýnt" virðingu við þessar aðstæður.
Ef ég man biblíusögurnar rétt lét Jesú rjúfa þakið á samkunduhúsinu til að lamaður maður gæti komist þar inn. Mér finnst að þjóðkirkjan mætti fara að minnka það ójafnræði sem hún sýnir með því að flokka fólkið í hefðum og siðum sem eru í raun innihaldslausir og kjánalegir í nútíma þjóðfélagi.
Gaman væri að vita hversu margar kirkjur eru óaðgengilegar fyrir hreyfihamlaða á Íslandi.
4.8.2010 | 22:02
Hjólreiðar í Köben
Nú hef ég tekið mér gott frí og dvalið í Danmörk í eina viku. Ég átti þess kost að búa á einkaheimili þar sem fólk tók mér opnum örmum. Hjón á besta aldri og stálpaðir strákar þeirra 16 og 20 ára voru frábær. Mér fannst þau afar dugleg og hress, fróð og fjölhæf. Öll töluðu þau góða ensku og auðvitað sína dönsku, enda dönsk.
Húsmóðirin er í hestunum og á íslenskan hest. Hún dýrkar íslenska hesta, sem og Ísland. Hún á líka hjól og það fékk ég lánað mér til mikillar ánægju og verð að segja að það er unun alveg að hjóla í Danmörk. Hún átti hinsvegar ekki hjálm og því var ég hjálmlaus.
Að sumu leyti eru Danir til fyrirmyndar. Þeir hjóla mjög mikið og fara langar leiðir á hjólum. Hjólabrautir eru meðfram götum í öllum helstu borgum og svo eiga hjólreiðamenn yfirleitt réttinn. Það vakti því furðu mína hversu fáir voru með hjálm á höfði og etv hafa sumir verið "ligeglad" á hjólinu sínu.
Það mætti segja mér að með sífellt hækkandi bensínverði fari að fjölga þeim sem hjóla hér heima þó varla sé hægt að segja að það sé auðvelt. Bæði er hjólastígum ábótavant og svo veðurfarið oft erfitt. Ég held þó að þetta snúist um að byrja bara og klæða sig eftir veðri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko