Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
26.6.2008 | 23:15
Frábært veður í boði.....Símans.
Í dag spilaði ég golf á Hvaleyrinni í Hafnarfirði. Golfmót í boði Símans hófst kl 11:30 og var tekið vel á móti fólki og boðið upp á frábæra kjúklingasúpu að hætti Brynju sem er vert í Keilisskálanum. Ræst var út kl 13:00 og á öllum teigum samtímis. Það var helst að skilja á starfmönnum Símans að það hafi verið partur af þeirra bænahaldi síðustu 365 daga að veðrið yrði gott í mótinu, eins og í fyrra. Þetta gekk vissulega eftir þannig að ætla má að guð sé til og í þeirra liði. Völlurinn er rosalega þurr og harður og er ég viss um að nú styttist í áhyggjur af veðurfari hjá forsvarsmönnum Keilis. Ég var ekki að taka nóg tillit til ástandsins á vellinum í spilinu og var oft alltof löng í innáskotunum. Á móti kom að félagsskapurinn var góður og gaman að spila á "stuttbuxum og ermalausum bol" eins og maður væri á Spáni. Veitingarnar og verðlaun voru í hæsta gæðaflokki ...
Starfsfólk Símans og Keilis takk fyrir mig...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2008 kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2008 | 19:44
Kyrrðarstund
Venjulega fer ég í göngutúr í hádeginu með vinnufélögunum og er gengið í hálftíma og síðan farið í mat. Stundum fer ég ein og þá er ég að montast við að skokka. Í dag var ég ein og hljóp af stað. Ég var stödd fyrir utan kirkju þegar ég var búin að hlaupa nóg og þá var verið að hringja inn til þjónustu og ég skellti mér inn. Þessi þjónusta kallast kyrrðarstund og voru allt að 15 manns mætt í hana. Einn sálmur var sunginn og síðan tekið til altaris. Fólkið fór upp og þáði syndaaflausn, fyrirgefningu og eilíft líf með inntöku á lífsins brauði þ.e. líkama og blóði Krists. Síðan stóð fólkið í hring og bað fyrir öðrum t.d. að mállaus maður fengi málið aftur og einstæð móðir fengi aðstoð,"you know who, God" og eitthvað mjög persónulegt. Ég fór að hugsa um hvort hægt væri, undir því yfirskyni að verið væri að biðja, að básúna út veikindi og ástand fólks án þess að það vissi. Allavega var kyrrðin ekki mikil og ég var hundsvekkt þegar ég fór. Boðið var upp á veitingar sem fólkið þáði sem greinilega var þarna sóknarbörn en ég flýtti mér út og skokkaði í vinnuna. Þetta er líklega öldrunarstarf kirkjunnar og er alveg ágætt út af fyrir sig.
17.6.2008 | 18:24
Leitt með laglegt kot
Kæru bloggfélagar.
Ég má nú þakka fyrir að vera ekki komin á svarta listann hjá ykkur eins léleg og ég hef verið að blogga undanfarið og kvitta hjá ykkur. Ég hef verið mjög önnum kafin og nú er golfið að detta inn á fullum krafti þannig að kvöldin fara í að spila , æfa sig eða horfa á aðra spila í sjónvarpinu svo og fótboltann. Engin nenna fyrir bloggi. Fékk á mig þessa vísu á dögunum og finnst hún eiga vel við mig, kotið mitt og heimahagann .
Enginn hefur af því not
eða stundar veiði
Það er leitt með laglegt kot
að láta það standa í eyði.
Megi sumarið verða ykkur ljúft og létt og ég lofa bót og betrun. kveðja Kolla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko