Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
28.12.2008 | 13:38
Saga jólasveinanna
Nú eru að ryðja sér til rúms alveg glænýir jólasveinar. Auðvitað hlýtur saga jólasveinanna að endurnýjast eins og aðrar sögur og sagnir. Þeir eru misjafnlega þekkilegir rétt eins og hinir gömlu. Lífsviðhorf fólks spilar inn í mat á þeim sveinkunum, geri ég ráð fyrir, eins og pólitísk viðhorf. Ég verð þó að segja að mér finnst sá sem hér er kynntur til sögunnar, Bankaskellir, alveg sérstaklega krúttlegur og held að hann eigi eftir að skyggja á alla hina og að þeir heyri sögunni til eftir nokkur ár. Hann er talinn hættulegur fyrir fjárglæframenn. Þjóð sinni mun hann færa breytt gildismat og fælir fólk frá því að safna í sjóði því þá kemur hann og skellir bankanum með tilheyrandi eftirköstum. Það er enn verra en að lenda í jólakettinum ógurlega. Hvenær ætli útsölurnar byrji?
24.12.2008 | 16:35
Friðarkveðja
Kveikt er ljós við ljós
burt er sortans svið.
Angar rós við rós
opnast himins hlið.
Niður stjörnum stráð
engill framhjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.
Gleðileg jól kæru bloggvinir og takk fyrir samskipti á árinu.
23.12.2008 | 00:18
Þorláksmessa
Nú er þetta allt að smella hjá mér fyrir þessi blessuðu jól. Búin að kaupa flestar jólagjafirnar og byrjuð að þrífa. Mér finnst nú hálf gremjulegt að geta ekki klárað neitt verk og það er eins og allt sé einhvernvegin "næstum því". Verst er þó þegar jólatréð er ekki eins og maður vill hafa það. En gangi ykkur vel með ykkar skreytingar, kæru bloggvinir, og ekki gefast upp þó ýmislegt hendi á stundum. Jólakveðja til ykkar allra.
19.12.2008 | 10:45
Málsókn.
Ég hef verið að velta því fyrir mér, eins og sjálfsagt flestir landsmenn, hversvegna ekkert bóli á málsókn hjá íslensku bönkunum eða íslenska ríkinu á hendur Bretum. Reiði almennings hefur beinst að þeirri meðferð sem Brown og Darling beittu okkur er hryðjuverkalög voru sett á Landsbankann og í kjölfarið varð KB gjaldþrota á stundinni. Flestir sómakærir Íslendingar vildu fara í mál og hreinsa mannorð okkar. Breskur blaðamaður, Adrian Gill, hefur nú skrifað afar huggandi grein um okkur og hundskammað Brown fyrir að ráðast á litlu, saklausu,duglegu, skemmtilegu og frjálslyndu þjóðina sem býr á harðbýlli eyju í miðju Atlandshafinu. Ég heyrði þá skýringu á framkomu Bretanna að miklir fjármagnsflutningar hefðu verið frá Íslandi síðustu mánuðina fyrir kreppuna og að seðlabankastjóra hefði verið tilkynnt um það, ásamt fleiri seðlabankastjórum þ.m.t. breskum. Hverjir voru þá að flytja fé og koma því undan? Hversu mikil tök hafa þeir hinir sömu á íslenskum þingmönnum? Geta núverandi ráðherrar í raun tekið á sömu mönnum og þeir hafa verið að þjóna og þóknast undanfarið? Eru þeir sjálfir hlutaðeigendur? Nú er ljóst orðið að fjármagnseigendur stýra sjálfir fjölmiðlum sínum, eftir að einn eða tveir blaðamenn, sem hafa tekið sjálfa sig og sitt starf alvarlega,hafa stigið út úr DV greninu og sagt sannleikann. Ég er þeirrar skoðunar að alvarlegustu mistök sem við höfum gert á undanförnum árum hafi einkum verið þrennt. Að leyfa veðsetningu fiskikvóta, að heimila veðsetningu íbúðarhúsnæðis upp í 80-90 % og síðast en ekki síst að samþykkja ekki fjölmiðlalögin sem forsetinn okkar sló út af borðinu með eftirminnilegum hætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko